Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skorað á sláturleyfishafa að hækka afurðaverð
Mynd / BBL
Fréttir 27. september 2017

Skorað á sláturleyfishafa að hækka afurðaverð

„Ekkert í birgðastöðu lambakjöts réttlætir hið gríðarlega verðfall sem sauðfjárbændum er boðið upp á,“ segir í áskorun sem stjórn Félags sauðfjárbænda við Eyjafjörð sendi í dag til sláturleyfishafa. Þar er skorað á Kaupfélag Skagfirðinga, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Norðlenska, SAH afurðir og aðra sláturleyfishafa að hækka þegar í stað afurðaverð til sauðfjárbænda.

Rekstrargrundvöllurinn er brostinn

„Er nú svo komið að rekstrargrundvöllur sauðfjárbúa er fullkomnlega brostinn, sauðfjárbændur eru ekki aðeins orðnir tekjulausir í sínum búrekstri heldur eru fjölmargir komnir í þá stöðu að vera farnir að vinna fyrir búrekstrinum. Í ljósi nýjustu tíðinda af pólitískum vetvangi er ljóst að engar bjargir munu berast þaðan á næstunni,“ segir í áskoruninni. 

Hætta á fjöldagjaldþroti

Stjórn FSE telur ljóst að sláturleyfishafar geti hækkað afurðaverð til bænda, en viljann hafi skort hingað til. „Afleiðingarnar þarf vart að tíunda; stórfellt hrun í greininni, greiðslufall og fjöldagjaldþrot með tilheyrandi byggðaröskun og harmleikjum fjölda fjölskyldna. Stjórn FSE lýsir fullri ábyrgð á stöðunni á hendur sláturleyfishöfum og skorar á sláturhúsin að rétta hlut bænda þegar í stað.“

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum
Fréttir 5. mars 2024

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum

Enn er opið fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum sbr. regluger...

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...