Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Skorað á sláturleyfishafa að hækka afurðaverð
Mynd / BBL
Fréttir 27. september 2017

Skorað á sláturleyfishafa að hækka afurðaverð

„Ekkert í birgðastöðu lambakjöts réttlætir hið gríðarlega verðfall sem sauðfjárbændum er boðið upp á,“ segir í áskorun sem stjórn Félags sauðfjárbænda við Eyjafjörð sendi í dag til sláturleyfishafa. Þar er skorað á Kaupfélag Skagfirðinga, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Norðlenska, SAH afurðir og aðra sláturleyfishafa að hækka þegar í stað afurðaverð til sauðfjárbænda.

Rekstrargrundvöllurinn er brostinn

„Er nú svo komið að rekstrargrundvöllur sauðfjárbúa er fullkomnlega brostinn, sauðfjárbændur eru ekki aðeins orðnir tekjulausir í sínum búrekstri heldur eru fjölmargir komnir í þá stöðu að vera farnir að vinna fyrir búrekstrinum. Í ljósi nýjustu tíðinda af pólitískum vetvangi er ljóst að engar bjargir munu berast þaðan á næstunni,“ segir í áskoruninni. 

Hætta á fjöldagjaldþroti

Stjórn FSE telur ljóst að sláturleyfishafar geti hækkað afurðaverð til bænda, en viljann hafi skort hingað til. „Afleiðingarnar þarf vart að tíunda; stórfellt hrun í greininni, greiðslufall og fjöldagjaldþrot með tilheyrandi byggðaröskun og harmleikjum fjölda fjölskyldna. Stjórn FSE lýsir fullri ábyrgð á stöðunni á hendur sláturleyfishöfum og skorar á sláturhúsin að rétta hlut bænda þegar í stað.“

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...