Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skorað á sláturleyfishafa að hækka afurðaverð
Mynd / BBL
Fréttir 27. september 2017

Skorað á sláturleyfishafa að hækka afurðaverð

„Ekkert í birgðastöðu lambakjöts réttlætir hið gríðarlega verðfall sem sauðfjárbændum er boðið upp á,“ segir í áskorun sem stjórn Félags sauðfjárbænda við Eyjafjörð sendi í dag til sláturleyfishafa. Þar er skorað á Kaupfélag Skagfirðinga, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Norðlenska, SAH afurðir og aðra sláturleyfishafa að hækka þegar í stað afurðaverð til sauðfjárbænda.

Rekstrargrundvöllurinn er brostinn

„Er nú svo komið að rekstrargrundvöllur sauðfjárbúa er fullkomnlega brostinn, sauðfjárbændur eru ekki aðeins orðnir tekjulausir í sínum búrekstri heldur eru fjölmargir komnir í þá stöðu að vera farnir að vinna fyrir búrekstrinum. Í ljósi nýjustu tíðinda af pólitískum vetvangi er ljóst að engar bjargir munu berast þaðan á næstunni,“ segir í áskoruninni. 

Hætta á fjöldagjaldþroti

Stjórn FSE telur ljóst að sláturleyfishafar geti hækkað afurðaverð til bænda, en viljann hafi skort hingað til. „Afleiðingarnar þarf vart að tíunda; stórfellt hrun í greininni, greiðslufall og fjöldagjaldþrot með tilheyrandi byggðaröskun og harmleikjum fjölda fjölskyldna. Stjórn FSE lýsir fullri ábyrgð á stöðunni á hendur sláturleyfishöfum og skorar á sláturhúsin að rétta hlut bænda þegar í stað.“

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...

Ratcliffe er fjórði stærsti landeigandi Íslands
Fréttir 6. febrúar 2025

Ratcliffe er fjórði stærsti landeigandi Íslands

Hægt er að fá vísbendingar um eignasöfnun einstakra aðila á landi út frá landeig...

Garðyrkjubændur bíða eftir útspili stjórnvalda
Fréttir 6. febrúar 2025

Garðyrkjubændur bíða eftir útspili stjórnvalda

Miklar raforkuverðshækkanir á garðyrkjubændur í ylrækt nú um áramótin koma illa ...

Fundir og þing á næsta leiti
Fréttir 6. febrúar 2025

Fundir og þing á næsta leiti

Allar búgreinar innan Bænda­samtaka Íslands halda sína deildafundi 27. febrúar á...