Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Fyrir tilstuðlan ESB-styrks til bættra vatnsgæða á Íslandi mun Hveragerðisbær
nú hefjast handa við að bæta hreinsun fráveituvatns í Hveragerði.
Fyrir tilstuðlan ESB-styrks til bættra vatnsgæða á Íslandi mun Hveragerðisbær nú hefjast handa við að bæta hreinsun fráveituvatns í Hveragerði.
Mynd / ghp
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun í Hveragerði.

Eins og frá var greint í umfjöllun um LIFE ICEWATER-verkefnið og 3,5 milljarða króna styrk ESB til þess, í Bændablaðinu í febrúar, fékk Hveragerðisbær um 343 milljónir króna í sinn hlut. Er styrkurinn ætlaður í úrbætur á hreinsun fráveituvatns í Hveragerði en þar hafa fráveitumál verið í ólestri, eins og víðar. Samkvæmt fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2024–2026 er gert ráð fyrir kostnaði upp á 500 milljónir króna við endurbætur á fráveitunni.

LIFE ICEWATER-verkefnið stendur til ársins 2027. Mun styrkur ESB gera kleift að vinna að fjölbreyttum verkefnum til að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.

Endurbótum lokið á þremur árum

„Okkar hluti í ICEWATER-styrknum er til að standa straum af hluta kostnaðar við stækkun/endurbætur á skolphreinsistöð bæjarins. Það verkefni er í ferli í samstarfi við verkfræðistofuna Cowi en þar er nú unnið að valkostagreiningu varðandi lausnir í þeim efnum. Vonast er til að því verkefni verði lokið árið 2028 en það verður líklega eitthvað áfangaskipt svo hlutar gætu komist í gagnið fyrr,“ segir Höskuldur Þorbjarnarson, umhverfisfulltrúi Hveragerðisbæjar. Hann segir að partur af að þróa heildstæðar úrgangslausnir sé að koma öllu því sem fellur til við hreinsunina í sem umhverfisvænstan farveg. „Mjög stórt skref hefur nú þegar verið tekið með samstarfi okkar með umhverfisog tæknisviði Uppsveita varðandi dreifingu á seyru til uppgræðslu. Í fyrra var talsvert magn notað í þessum tilgangi til tilrauna og vonandi verður allri seyru sem til fellur í ár og svo til framtíðar komið í þennan farveg,“ segir Höskuldur.

Varmá verði brátt hreinni

Jafnframt sé hugað að úrbótum á hreinsun á fráveituvatni en það felist í að bæta efnaástand og lífrænt ástand þess, og þar með Varmár. „Við höfum nú þegar aukið eftirlit með fráveitunni, sem og Varmánni, og stefnum að því að fara í enn frekari mælingar. Þessar mælingar má svo nota til að meta árangur þeirra aðgerða sem farið verður í varðandi stækkun/endurbætur á hreinsimannvirkjunum,“ segir hann enn fremur.

Eftirlit með örplasti er, að sögn Höskuldar, áhersla sem Umhverfisstofnun hafi komið með í LIFE ICEWATER-verkefnið og hún sé mjög áhugaverð. „Það er að verða sífellt meiri vakning um þá hluti og væri tilvalið að skoða það í þessu samhengi. Þessi hluti er mjög skammt á veg kominn eins og svo sem flest sem varðar örplast og hugsanleg áhrif þess. Þetta verður að vinna með þar til bærum aðilum á næstu fimm árum,“ segir Höskuldur að endingu.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...