Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Fyrir tilstuðlan ESB-styrks til bættra vatnsgæða á Íslandi mun Hveragerðisbær
nú hefjast handa við að bæta hreinsun fráveituvatns í Hveragerði.
Fyrir tilstuðlan ESB-styrks til bættra vatnsgæða á Íslandi mun Hveragerðisbær nú hefjast handa við að bæta hreinsun fráveituvatns í Hveragerði.
Mynd / ghp
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun í Hveragerði.

Eins og frá var greint í umfjöllun um LIFE ICEWATER-verkefnið og 3,5 milljarða króna styrk ESB til þess, í Bændablaðinu í febrúar, fékk Hveragerðisbær um 343 milljónir króna í sinn hlut. Er styrkurinn ætlaður í úrbætur á hreinsun fráveituvatns í Hveragerði en þar hafa fráveitumál verið í ólestri, eins og víðar. Samkvæmt fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2024–2026 er gert ráð fyrir kostnaði upp á 500 milljónir króna við endurbætur á fráveitunni.

LIFE ICEWATER-verkefnið stendur til ársins 2027. Mun styrkur ESB gera kleift að vinna að fjölbreyttum verkefnum til að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.

Endurbótum lokið á þremur árum

„Okkar hluti í ICEWATER-styrknum er til að standa straum af hluta kostnaðar við stækkun/endurbætur á skolphreinsistöð bæjarins. Það verkefni er í ferli í samstarfi við verkfræðistofuna Cowi en þar er nú unnið að valkostagreiningu varðandi lausnir í þeim efnum. Vonast er til að því verkefni verði lokið árið 2028 en það verður líklega eitthvað áfangaskipt svo hlutar gætu komist í gagnið fyrr,“ segir Höskuldur Þorbjarnarson, umhverfisfulltrúi Hveragerðisbæjar. Hann segir að partur af að þróa heildstæðar úrgangslausnir sé að koma öllu því sem fellur til við hreinsunina í sem umhverfisvænstan farveg. „Mjög stórt skref hefur nú þegar verið tekið með samstarfi okkar með umhverfisog tæknisviði Uppsveita varðandi dreifingu á seyru til uppgræðslu. Í fyrra var talsvert magn notað í þessum tilgangi til tilrauna og vonandi verður allri seyru sem til fellur í ár og svo til framtíðar komið í þennan farveg,“ segir Höskuldur.

Varmá verði brátt hreinni

Jafnframt sé hugað að úrbótum á hreinsun á fráveituvatni en það felist í að bæta efnaástand og lífrænt ástand þess, og þar með Varmár. „Við höfum nú þegar aukið eftirlit með fráveitunni, sem og Varmánni, og stefnum að því að fara í enn frekari mælingar. Þessar mælingar má svo nota til að meta árangur þeirra aðgerða sem farið verður í varðandi stækkun/endurbætur á hreinsimannvirkjunum,“ segir hann enn fremur.

Eftirlit með örplasti er, að sögn Höskuldar, áhersla sem Umhverfisstofnun hafi komið með í LIFE ICEWATER-verkefnið og hún sé mjög áhugaverð. „Það er að verða sífellt meiri vakning um þá hluti og væri tilvalið að skoða það í þessu samhengi. Þessi hluti er mjög skammt á veg kominn eins og svo sem flest sem varðar örplast og hugsanleg áhrif þess. Þetta verður að vinna með þar til bærum aðilum á næstu fimm árum,“ segir Höskuldur að endingu.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...