Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skógur í Skyndidal fallin að hluta
Mynd / Friðþór Sófus Sigmundsson
Fréttir 10. júlí 2014

Skógur í Skyndidal fallin að hluta

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Vart hefur orðið mikils skógardauða í óbyggðum dal í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu. Dalurinn heitir Skyndidalur og er neðan Lambatungnajökuls í Vatnajökli. Skriflegar heimildir eru um skóg í dalnum langt aftur í aldir.

Friðþór Sófus Sigurmundsson, landfræðingur og doktorsnemi við Háskóla Íslands, var á ferð í Skyndidal 25. maí ásamt Höskuldi Þorbjarnarsyni, meistaranema í landfræði. Friðþór Sófus segir í samtali á vef Skógræktar ríkisins, skogur.is að það hafi verið sláandi að sjá stóran hluta af þessum myndarlega birkiskógi sem virtist nýlega fallinn. Ýmis ummerki eru um of mikla beit í dalnum sem gæti hafa valdið því að elsti hluti skógarins féll. Samkvæmt kjarnasýnum sem þeir félagar tóku úr stærstu trjánum reyndust mörg þeirra vera 80-90 ára gömul.

Friðþór Sófus vinnur nú að doktorsverkefni í landfræði við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Verkefnið kallast Þróun landgæða og byggðar í Austur-Skaftafellssýslu frá landnámi. Það hefur hlotið styrki úr Orkurannsóknarsjóði Lands­virkjunar, Kvískerjasjóði og hlaut nú í vor styrk úr Rannsóknarsjóði HÍ. Sömuleiðis hafa Vinir Vatnajökuls styrkt þetta rannsóknarstarf. Leiðbeinandi Friðþórs í doktors­verkefninu er Guðrún Gísladóttir, prófessor í landfræði.

Eðli og ástæður umhverfis­breytinga síðastliðin 100 ár

Hluti verkefnisins er að skoða gömul skógarítök sem getið er í ritheimildum í Austur-Skaftafellssýslu, kortleggja þau og meta ástand þeirra nú. Nýnæmi rannsóknar Friðþórs Sófusar felst í því að beina sjónum að ákveðnu svæði til að draga fram á sem ítarlegastan hátt eðli og ástæður umhverfis­breytinga síðastliðin 1.100 ár á mun viðameiri hátt en áður hefur verið gert á Íslandi. Markmiðið er að skýra hver áhrif landnotkunar, eldvirkni og loftslags­breytinga hafa verið á byggða- og gróðurþróun í Austur-Skaftafellssýslu frá landnámi.

Stór hluti elsta skógarins fallinn

Friðþór Sófus segir að það hafi komið nokkuð á óvart hversu hávaxin trén í Skyndidal voru. Skógurinn náði yfir 140 ha svæði árið 2003 þar sem hann óx í gróðurtungum en var rofinn af skriðum. Í skriðunum milli gróðurtungnanna er nú að vaxa upp nýr birkiskógur af fræi, en stór hluti elsta skógarins er nú fallinn og aðeins stöku tré uppistandandi. Samkvæmt Friðþóri Sófusi hefur skógarþekjan minnkað um 2/3 frá því fyrir 10 árum. Birkiskógurinn sé þó ekki að hverfa úr dalnum, einkum vegna náttúrulegrar framvindu í skriðunum, en Friðþóri þykir ljóst að þarna þurfi að huga að verndun fornra skógarleifa.

Yfir 100 hreindýr í dalnum og nokkrar kindur

Margt bendir til þess að hreindýr hafi verið á beit í skóginum, að mati Friðþórs. Einnig lítur út fyrir að dýrin hafi jagast á trjánum og fellt þau. Hreindýr éta skófir á veturna en geta líka lagst á börk trjáa þegar fátt annað er að hafa. Bændur höfðu tekið eftir falli skógarins í Skyndidal fyrir nokkrum árum þegar maðkur lagðist á skóga þar eystra. Þegar þeir Friðþór Sófus og Höskuldur voru þarna á ferð 25. maí voru yfir 100 hreindýr í dalnum og sjö kindur.

Þekkt að þrálátir maðkafaraldrar geta farið illa með birkiskóg

Arnór Snorrason, skógfræðingur á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, segir við vef skógaræktarinnar að víðar á Austurlandi sé að finna dæmi um gamla skóga sem orðið hafi hart úti í maðkafaröldrum. Hann vill ekkert fullyrða að svo stöddu um orsakir skógardauðans í Skyndi­dal en segir að hvorki hrein­dýr né sauðfé geti drepið skóg skyndilega þótt langvarandi ofbeit eyði skógi. Hins vegar sé þekkt að þrálátir maðkafaraldrar geti farið mjög illa með birkiskóg á stuttum tíma, drepið gömul tré, haldið um leið niðri nýgræðingi og komið þannig í veg fyrir endurnýjun skógarins. Ekki ósvipaðar skemmdir hafa til dæmis sést á birkiskógum í Hofsdal í Hamarsfirði og víðar á suðaustur­horni landsins. Miklar skemmdir urðu þar víða á maðkaárunum á síðasta áratug og dæmi um bletti þar sem trén drápust alveg. Með frekari athugunum á kjarnasýnunum úr gömlu trjánum í Skyndidal væri hægt að sjá betur hvenær þau drápust og bera saman við maðkaárin.

50 myndir:

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...