Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Við Hjálparfoss hefur Skógræktin stöðvað rof vegna átroðnings ferðamanna með því að nýta íslenskan við og jarðefni til stíga- og pallagerðar
Við Hjálparfoss hefur Skógræktin stöðvað rof vegna átroðnings ferðamanna með því að nýta íslenskan við og jarðefni til stíga- og pallagerðar
Mynd / Hreinn Óskarsson.
Fréttir 24. apríl 2017

Skógræktin fær 20 milljónir til fjögurra verkefna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Skógræktin fær rúmar tuttugu milljónir króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða á þessu ári til verkefna á fjórum svæðum í hennar umsjá. Hæsti styrkurinn, 15 milljónir króna, rennur til stígagerðar og viðhalds á Þórsmerkursvæðinu en einnig rennur fé til verkefna við Hjálparfoss, Laxfoss og á Kirkjubæjarklaustri.
 
Í sumar verður unnið að lokafrágangi á bílastæði við Hjálparfoss og voru veittar 1,2 milljónir króna í styrk vegna þess verkefnis. Úr sjóðnum renna einnig 2,5 milljónir króna til smíði stiga og millipalla að útsýnisstað sem nýlega var gerður við Laxfoss í Norðurá í Borgarfirði og verður féð nýtt til lokafrágangs þar. Til þjóðskógarins á Kirkjubæjarklaustri renna 1,5 milljónir króna til áframhaldandi viðhalds, endurbóta, uppgræðslu og afmarkana á gönguleiðum í Klausturskóginum og ofan við Systrafoss. 
 
Til uppbyggingar og viðhalds gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu fær Skógræktin 15 milljónir króna úr sjóðnum til að vernda náttúru, bæta aðgengi og auka öryggi ferðamanna. Þórsmörk og Goðaland eru eitt mikilvægasta svæði landsins fyrir gangandi ferðamenn en gönguleiðir þar krefjast umfangsmikils viðhalds og uppbyggingar vegna brattlendis og rofgjarns jarðvegs. 

6 myndir:

Bændur bera skarðan hlut frá borði
Fréttir 7. október 2022

Bændur bera skarðan hlut frá borði

Á hagtölusíðu Bændablaðsins er tekið dæmi um hvernig verðmæti á frönskum kartöfl...

Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður
Fréttir 7. október 2022

Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður

Það er ekkert launungarmál að heimsfaraldurinn og síðar innrás Rússa í Úkr...

Fer betur með féð
Fréttir 7. október 2022

Fer betur með féð

Tvær nýjar réttir voru teknar í notkun í Strandabyggð í síðasta mánuði. O...

Gripir að skila sér rýrari af fjalli
Fréttir 6. október 2022

Gripir að skila sér rýrari af fjalli

Myndarlegur fjárhópur á haustbeit í Hænuvík í Patreksfirði. Líklegt er að...

Tugmilljónum alifugla fargað
Fréttir 6. október 2022

Tugmilljónum alifugla fargað

Á síðastliðnu árið, frá 30. september 2021 til 30. september 2022, var um 48...

Endurvakning í uppsiglingu
Fréttir 6. október 2022

Endurvakning í uppsiglingu

Sóttvarnarstofnun Danmerkur hefur gefið út að lýðheilsu standi ekki ógn af e...

Tugprósenta hækkun á áburðarverði
Fréttir 6. október 2022

Tugprósenta hækkun á áburðarverði

Feiknarlegur skjálfti á orkuverði í Evrópu hefur leitt til mikilla verðhækka...

Mikil eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 5. október 2022

Mikil eftirspurn eftir lóðum

Töluverð eftirspurn er eftir húsnæði, byggingarlóðum og lóðum undir atvinnun...