Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Við Hjálparfoss hefur Skógræktin stöðvað rof vegna átroðnings ferðamanna með því að nýta íslenskan við og jarðefni til stíga- og pallagerðar
Við Hjálparfoss hefur Skógræktin stöðvað rof vegna átroðnings ferðamanna með því að nýta íslenskan við og jarðefni til stíga- og pallagerðar
Mynd / Hreinn Óskarsson.
Fréttir 24. apríl 2017

Skógræktin fær 20 milljónir til fjögurra verkefna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Skógræktin fær rúmar tuttugu milljónir króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða á þessu ári til verkefna á fjórum svæðum í hennar umsjá. Hæsti styrkurinn, 15 milljónir króna, rennur til stígagerðar og viðhalds á Þórsmerkursvæðinu en einnig rennur fé til verkefna við Hjálparfoss, Laxfoss og á Kirkjubæjarklaustri.
 
Í sumar verður unnið að lokafrágangi á bílastæði við Hjálparfoss og voru veittar 1,2 milljónir króna í styrk vegna þess verkefnis. Úr sjóðnum renna einnig 2,5 milljónir króna til smíði stiga og millipalla að útsýnisstað sem nýlega var gerður við Laxfoss í Norðurá í Borgarfirði og verður féð nýtt til lokafrágangs þar. Til þjóðskógarins á Kirkjubæjarklaustri renna 1,5 milljónir króna til áframhaldandi viðhalds, endurbóta, uppgræðslu og afmarkana á gönguleiðum í Klausturskóginum og ofan við Systrafoss. 
 
Til uppbyggingar og viðhalds gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu fær Skógræktin 15 milljónir króna úr sjóðnum til að vernda náttúru, bæta aðgengi og auka öryggi ferðamanna. Þórsmörk og Goðaland eru eitt mikilvægasta svæði landsins fyrir gangandi ferðamenn en gönguleiðir þar krefjast umfangsmikils viðhalds og uppbyggingar vegna brattlendis og rofgjarns jarðvegs. 

6 myndir:

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...