Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Við Hjálparfoss hefur Skógræktin stöðvað rof vegna átroðnings ferðamanna með því að nýta íslenskan við og jarðefni til stíga- og pallagerðar
Við Hjálparfoss hefur Skógræktin stöðvað rof vegna átroðnings ferðamanna með því að nýta íslenskan við og jarðefni til stíga- og pallagerðar
Mynd / Hreinn Óskarsson.
Fréttir 24. apríl 2017

Skógræktin fær 20 milljónir til fjögurra verkefna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Skógræktin fær rúmar tuttugu milljónir króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða á þessu ári til verkefna á fjórum svæðum í hennar umsjá. Hæsti styrkurinn, 15 milljónir króna, rennur til stígagerðar og viðhalds á Þórsmerkursvæðinu en einnig rennur fé til verkefna við Hjálparfoss, Laxfoss og á Kirkjubæjarklaustri.
 
Í sumar verður unnið að lokafrágangi á bílastæði við Hjálparfoss og voru veittar 1,2 milljónir króna í styrk vegna þess verkefnis. Úr sjóðnum renna einnig 2,5 milljónir króna til smíði stiga og millipalla að útsýnisstað sem nýlega var gerður við Laxfoss í Norðurá í Borgarfirði og verður féð nýtt til lokafrágangs þar. Til þjóðskógarins á Kirkjubæjarklaustri renna 1,5 milljónir króna til áframhaldandi viðhalds, endurbóta, uppgræðslu og afmarkana á gönguleiðum í Klausturskóginum og ofan við Systrafoss. 
 
Til uppbyggingar og viðhalds gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu fær Skógræktin 15 milljónir króna úr sjóðnum til að vernda náttúru, bæta aðgengi og auka öryggi ferðamanna. Þórsmörk og Goðaland eru eitt mikilvægasta svæði landsins fyrir gangandi ferðamenn en gönguleiðir þar krefjast umfangsmikils viðhalds og uppbyggingar vegna brattlendis og rofgjarns jarðvegs. 

6 myndir:

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...