Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skógarverðir myrtir
Fréttir 30. október 2019

Skógarverðir myrtir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógarvörður í Rúmeníu var nýlega skotinn til bana með veiði­riffli þegar hann var á leiðinni á vettvang til að kanna ólöglegt skógarhögg. Skógarvörðurinn er annar sem myrtur er í landinu á tveimur mánuðum í átökum vegna ólöglegs skógarhöggs.

Í Rúmeníu er að finna talsvert af ósnertum frumskógum og gömlum ræktuðum skógum sem eru mikilvægt búsvæði fyrir villt dýr eins og birni, úlfa og villta ketti. Skógarnir hafa í langan tíma verið helsta nytjasvæði ólöglegs skógarhöggs í Evrópu og gríðarlegt magn trjáa fellt ólöglega á hverju ári. Timbrið úr skógunum er selt um alla Evrópu og notað í húsbyggingar, húsgögn og til pappírsgerðar.

Skógarvörðurinn sem var skotinn til bana fór til að kanna sögu­sagnir um ólöglegt skógarhögg í fjalllendi í norðanverðu landinu. Fyrir um tveimur mánuðum fannst annar látinn skógarvörður skammt frá athafnasvæði ólöglegra skógarhöggsmanna. Sá maður hafði verið sleginn í höfuðið með öxi og lést vegna höfuðblæðinga.

Dauðsföllin hafa skiljanlega vakið talsverða athygli og orðið til þess að skógahöggsmenn í landinu hafa stigið fram og sagt frá margs konar árásum sem þeir hafa orðið fyrir vegna starfsins, bæði ofbeldi og hótunum. 

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...