Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Skógarverðir myrtir
Fréttir 30. október 2019

Skógarverðir myrtir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógarvörður í Rúmeníu var nýlega skotinn til bana með veiði­riffli þegar hann var á leiðinni á vettvang til að kanna ólöglegt skógarhögg. Skógarvörðurinn er annar sem myrtur er í landinu á tveimur mánuðum í átökum vegna ólöglegs skógarhöggs.

Í Rúmeníu er að finna talsvert af ósnertum frumskógum og gömlum ræktuðum skógum sem eru mikilvægt búsvæði fyrir villt dýr eins og birni, úlfa og villta ketti. Skógarnir hafa í langan tíma verið helsta nytjasvæði ólöglegs skógarhöggs í Evrópu og gríðarlegt magn trjáa fellt ólöglega á hverju ári. Timbrið úr skógunum er selt um alla Evrópu og notað í húsbyggingar, húsgögn og til pappírsgerðar.

Skógarvörðurinn sem var skotinn til bana fór til að kanna sögu­sagnir um ólöglegt skógarhögg í fjalllendi í norðanverðu landinu. Fyrir um tveimur mánuðum fannst annar látinn skógarvörður skammt frá athafnasvæði ólöglegra skógarhöggsmanna. Sá maður hafði verið sleginn í höfuðið með öxi og lést vegna höfuðblæðinga.

Dauðsföllin hafa skiljanlega vakið talsverða athygli og orðið til þess að skógahöggsmenn í landinu hafa stigið fram og sagt frá margs konar árásum sem þeir hafa orðið fyrir vegna starfsins, bæði ofbeldi og hótunum. 

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...