Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vatnsbirgðirnar hafa farið minnkandi undanfarið, meðal annars vegna þurrka og skógarhöggs, og voru komnar niður í 56% við síðustu mælingu.
Vatnsbirgðirnar hafa farið minnkandi undanfarið, meðal annars vegna þurrka og skógarhöggs, og voru komnar niður í 56% við síðustu mælingu.
Fréttir 9. september 2019

Skógarhögg veldur vatnsskorti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógarhögg í nágrenni við helstu vatnslindir Melbourne í Ástralíu valda því að um 15 milljarðar lítra af vatni tapast árlega. Áætlað er að vatnið jafngildi vatnsþörf um 250 þúsund manns í álfunni.

Niðurstaða rannsókna sem gerðar voru á vegum Ríkisháskólans í Ástralíu sýna að lítið sem ekkert vit sé í því að fella skóga í nágrenni vatnlindanna. Í niðurstöðum rannsóknanna segir að efnahagslegur ávinningur af því að fella skógana til pappírsgerðar sé enginn þegar tekið er tillit til þeirra afleiðinga sem vatnsskortur af þeirra völdum valdi.

Vatnslindin sem um ræðir er norðaustan við Melbourne sem er ein af stærstu borgum Ástralíu. Lindin er sú stærsta sem íbúar borgarinnar reiða sig á þegar kemur að ferskvatni og þar er að finna um 60% af vatnsbirgðum borgarinnar. Vatnsbirgðirnar hafa farið minnkandi undanfarið, meðal annars vegna þurrka og skógarhöggs, og voru komnar niður í 56% við síðustu mælingu.

Meðal þess sem litið var til í rannsókninni var hversu mikið af skóglendi á vatnasvæði vatnslindarinnar hefði tapast vegna skógarelda og vegna skógarhöggs. Niðurstaðan sýndi að búið væri að fella um 42% til að áætlanir gerðu ráð fyrir að 21% hans til viðbótar yrði felldur á næstu árum.

Rannsóknir sýna að ekki sé nóg með að felling trjáa dragi úr flæði vatns í vatnslindina heldur dragi það einnig úr nývexti trjáa vegna vatnsskorts.

Yfirvöld vatnsmála í Melbourne vöruðu við því fyrr á þessu ári að vatnsbirgðir borgarinnar væru með lægsta móti og að ekki yrði hægt að sjá íbúum borgarinnar fyrir vatni til langframa sé litið til þessa að íbúum Melbourne fjölgar ár frá ári.

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...