Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skoða grundvöll fyrir miðhálendisþjóðgarði
Fréttir 30. júní 2016

Skoða grundvöll fyrir miðhálendisþjóðgarði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að setja á á fót nefnd sem ætlað verður að kanna forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs innan svokallaðrar miðhálendislínu.

Í frétt á vef  umhverfisráðuneytisins segir að nefndin eigi að draga saman helstu sjónarmið og fyrirliggjandi þekkingu er varðar nýtingu og vernd miðhálendisins, með langtímahagsmuni að leiðarljósi.

Fyrirsjáanlegt er að álag aukist á svæðinu með aukinni ásókn ferðamanna og því er mikilvægt að kanna hvaða stjórntæki séu ákjósanlegust til að stýra álagi til lengri tíma.

Í nefndinni munu sitja fulltrúar frá forsætisráðuneyti, Samtökum ferðaþjónustunnar, Bændasamtökum Íslands, Samorku, umhverfisverndarsamtökum, Samtökum útivistarfélaga og Sambandi íslenskra sveitarfélaga auk fulltrúa frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Þá munu sérfræðingar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarði starfa með nefndinni auk þess sem Skipulagsstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands veita nefndinni ráðgjöf og upplýsingar.

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...