Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Líkanmynd úr skýrslu Eflu sem unnin var fyrir framkvæmdaaðila. Hér sjást
áætluð bryggja, brimvarnargarður og geymslusvæði uppi á landi. Horft er í
norðvestur og Mýrdalsjökull sést í fjarska.
Líkanmynd úr skýrslu Eflu sem unnin var fyrir framkvæmdaaðila. Hér sjást áætluð bryggja, brimvarnargarður og geymslusvæði uppi á landi. Horft er í norðvestur og Mýrdalsjökull sést í fjarska.
Mynd / Efla
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á austanverðum Mýrdalssandi. Matsáætlun framkvæmdaaðila hefur verið lögð fyrir skipulagsstofnun.

Bryggjan er hugsuð til flutnings á efni úr námum á Háöldu við Hafursey. Viðlegukanturinn á að geta tekið á móti skipum sem eru stærri en 1.350 tonn. Gert er ráð fyrir mjórri rörabryggju sem nær tvo kílómetra út í sjó og 200 metra viðlegukanti við enda hennar. Utan við bryggjuna þyrfti að gera eins kílómetra langan varnargarð til að skýla fyrir öldugangi, enda svæðið fyrir opnu hafi. Áætluð efnistaka á Mýrdalssandi er 146 milljónir rúmmetrar og mun það nýtast við sementframleiðslu á meginlandi Evrópu. Fyrri áætlanir miðuðu að því að flytja efnið landleiðina að höfninni í Þorlákshöfn, en mættu þær mikilli andstöðu. Alviðruhamar er tólf kílómetra vestan við ósa Kúðafljóts og suðvestan við Álftaver. Í skýrslu framkvæmdaaðila kemur fram að það sé einn af fáum stöðum við suðurströndina þar sem fast berg nær nánast alla leið til sjávar. Framkvæmdaaðilar segja tvo kosti koma til greina við að flytja efnið frá námunni að bryggjunni. Annað hvort verður að flytja það með færibandi yfir sandinn eða með vörubílum á sextán kílómetra löngum vinnuvegi. Í báðum tilvikum þyrfti að gera göng undir þjóðveg 1. 

Með stuttri flutningsleið og sérhannaðri bryggju er áætlað að útflutningur á efni geti verið allt að fimm milljónir tonna á ári sem þýðir að efni námunnar mun endast í þrjátíu ár. Fyrri áform um þjóðvegaflutning til Þorlákshafnar gáfu eingöngu færi á að flytja 500 þúsund tonn á ári. Opið er fyrir athugasemdir í skipulagsgátt til 16. apríl nk.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...