Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skipulag er ekki bara teikning
Á faglegum nótum 20. desember 2016

Skipulag er ekki bara teikning

Höfundur: Sigríður Kristjánsdóttir lektor − auðlinda- og umhverfisdeild LbhÍ
Skipulag er stjórntæki fyrir sveitarfélögin til að stýra þróun og uppbyggingu sveitarfélagsins í gegnum breytingar. Sveitar­stjórnarmenn líkt og almenningur í landinu virðast ekki alltaf átta sig á tilgangi og markmiðum skipulags. 
 
Það ber við að sveitarstjórnir sjái ekki tilgang í að vinna skipulag nema þegar á að byggja. Það eru jafnvel til dæmi um að unnið hafi verið skipulag fyrir eitt hús.
 
Skipulag er ekki bara teikning eða uppdráttur heldur myndar það umgjörð um líf fólks og á þannig þátt í mótun samfélags. Því má líkja við fótboltavöll. Fótboltavöllurinn er grænt tún, sem búið er að marka með línum. Línurnar hafa ákveðið gildi sem tengt er reglum fótboltaleiksins. Þær mynda í rauninni ramma utan um leikinn. Ef þær væru ekki til staðar væri bara um grænt tún að ræða. Eins er með skipulagsáætlanir. Í þeim eru dregnar línur sem ákvarða hvað má gera og hvar. Hvernig eigi að nota landið, t.d. hvar á að leggja vegi og stíga og byggja og móta útivistarsvæði í framtíðinni. Þessar línur eru ramminn utan um hið daglega líf íbúanna. Mikilvægt er að hafa í huga að í skipulaginu eru lögð fyrstu drög að rýmismyndun staðarins. Samspil byggingarmassa og rýmis mynda leiksvið íbúanna, þar sem hið daglega líf er leikið og ef vel tekst til verður til viðkunnanlegur andi staðarins (l. genius loci).
 
Þegar litið er um öxl má sjá að umhverfið er stöðugt að breytast. Allt er breytingum háð og á það við um samfélagsgerð, efnahagsmál, umhverfi o.fl. Frá degi til dags eru breytingarnar hægar og vart merkjanlegar, en þegar horft er lengra aftur í tímann, má sjá að í rauninni eru breytingarnar býsna örar í sögulegu samhengi. Þessar breytingar urðu ekki bara til af slysni, heldur liggur að baki þeirra röð af ákvörðunum. Því eru engin skipulagsslys til, heldur einungis misgóðar ákvarðanir í skipulagsmálum. Góðar og vel ígrundaðar skipulagsáætlanir með skýr markmið um þróun og uppbyggingu geta því komið í veg fyrir svokölluð skipulagsslys, sem oft eru blásin upp í fjölmiðlum. Mun sjaldnar er fjallað um skipulag sem er vel heppnað.
 
Aðskilnaður skipulags og bygginga löggjafar
 
Skipulagsstofnun hefur yfirumsjón og eftirlit með skipulagmálum á Íslandi. Stofnunin gefur út ýmiss konar leiðbeiningarit til þess að aðstoða sveitarfélög við skipulagsgerð (Skipulagstofnun 2016).
Skipulagsgerð hefur þróast í gegnum tíðina á Íslandi. Lengi vel þótti ekki þörf á að vinna skipulag nema að mannvirkjagerð stæði til og að ráðast átti í framkvæmdir og uppbyggingu. Um árabil var mannvirkjagerð og skipulagsgerð undir sama hattinum. En þetta breyttist 2010 þegar að þessir málflokkar voru aðskildir. 
 
Í skipulagsgerð eru miklir fjármunir í húfi. Þannig liggur oft aleiga einstaklings í húsnæðinu, sveitarfélögin veita miklum fjármunum í uppbyggingu innviða (lína og lagna), og skynsamleg nýting auðlinda er mikið hagsmunamál fyrir þjóðina alla.
 
Ákvarðanataka  í skipulagsmálum þarf því að vera vel ígrunduð og byggð á nýjustu þekkingu. Mikil þörf er á fleiri menntuðum skipulagsfræðingum og skortur er á rannsóknum á þessu sviði hér á landi. 
Skammgóður vermir
 
Til að draga úr kostnaði slá sveitarfélög gjarnan saman tveimur stöðum – byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa.  En því miður eru fjölmjörg dæmi þess að þessi sparnaður sé mjög dýr fyrir sveitarfélögin – þegar dómar falla gegn sveitarfélögum geta þau lent í kostnaði upp á tugi milljóna króna.
Með fullri virðingu fyrir öllum þeim ágætu byggingarfulltrúum sem starfa í landinu þá þarf að breyta þessu fyrirkomulagi.Það er því brýnt að hætt verði að gefa áslátt á kröfunum í starf skipulagsfulltrúa.
Lausnin gæti verið að sveitarfélög væru áfram hvert með sinn byggingarfulltrúa en síðan gætu sveitarfélög á stærra svæði tekið sig saman og ráði sér sameiginlega skipulagsfulltrúa sem sér þá um skipulagsmálin fyrir svæðið.
Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...