Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skimun fyrir sjúkdómsvaldandi bakteríum í kjöti á markaði 2018
Fréttir 12. júní 2019

Skimun fyrir sjúkdómsvaldandi bakteríum í kjöti á markaði 2018

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skimun fyrir sjúkdómsvaldandi bakteríum í kjöti sýnir að STEC E. coli finnst bæði í kjöti af íslensku sauðfé og nautgripum. Þetta er í fyrsta sinn sem skimað er fyrir þessari eiturmyndandi tegund E. coli í kjöti af sauðfé og nautgripum hérlendis.

Salmonella og kampýlóbakter greindust ekki í svína- og alifuglakjöti að undanskilinni salmonellu sem fannst í einu sýni af svínakjöti. Ljóst er að mikill árangur hefur náðst með forvörnum og eftirliti í eldi og við slátrun alifugla og svína.

Skimunin var á vegum Matvælastofnunar, heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Tilgangur skimunarinnar var að kanna stöðu sjúkdómsvaldandi örvera í afurðum þegar neytandinn fær þær í hendur, og fór því sýnatakan fram í verslunum. Tekin voru um 600 sýni af kjöti af sauðfé, nautgripum, svínum og kjúklingum, af innlendum eða erlendum uppruna frá mars til desember 2018.

STEC (Shiga Toxin-producing Escherichia Coli) er eiturmyndandi tegund E. coli. STEC getur valdið alvarlegum veikindum í fólki en algeng sjúkdómseinkenni eru niðurgangur en einnig getur sjúkdómurinn leitt til nýrnaskaða, svokallað HUS (Hemolytic Urea Syndrome). Fólk getur smitast af STEC með menguðum matvælum eða vatni, með beinni snertingu við smituð dýr, eða umhverfi menguðu af saur þeirra.

Niðurstöður skimunar fyrir STEC benda til að shigatoxín myndandi E. coli sé hluti af náttúrulegri örveruflóru íslenskra nautgripa og sauðfjár. STEC fannst í 30% sýna af lambakjöti og 11,5% sýna af nautgripakjöti. Ljóst er að rannsaka þarf betur STEC í kjöti og skerpa þarf á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum til að minnka líkur á að STEC berist í kjötið. Hreinleiki gripa skiptir hér einnig máli og því þarf að reyna að koma í veg fyrir að óhreinum gripum sé slátrað í sláturhúsi.

Neytendur geta dregið verulega úr áhættu vegna smits frá salmonellu, kampýlóbakter og E. coli með því að gegnumelda kjöt fyrir neyslu og gæta að krossmengun. Megnið af E. coli er á yfirborði kjöts og drepst því við steikingu/grillun á kjötstykkjum, en bakteríurnar dreifast um allt kjötið þegar það er hakkað. Því er mikilvægt fyrir neytendur að forðast krosssmit við matreiðslu og gegnumsteikja hamborgara og annað hakkað kjöt.

Skýrsla um skimun fyrir sjúkdómsvaldandi bakteríum í kjöti á markaði 2018

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf....

Úthlutað úr Matvælasjóði
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksso...

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...