Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Á faglegum nótum 28. maí 2015

Skemmtilega kraftmikill bíll með næstum of mikla snerpu

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Opel Zafira er hægt að fá með tveim stærðum af vélum, Zafira Enjoy með 1,6 l dísilvél sem skilar 136 hestöflum og Zafira Cosmo með 2,0 l dísilvél sem skilar 165 hestöflum. 
 
Bíllinn sem ég prófaði var 165 hestafla Cosmo. Krafturinn og snerpan í bílnum er mjög skemmtileg og leiddist mér ekki að gefa bílnum inn við ýmsar aðstæður. Svo mikill er krafturinn að ef bílnum var gefið í botn úr kyrrstöðu á þurru malbiki voru hjólbarðarnir ekki að gefa nægilegt grip svo að bíllinn fór í spól og fannst mér það hálf skrítið að sjá og finna spólvörnina koma inn á þurru malbikinu. Uppgefin eyðsla á Cosmo er 6,0 lítrar á hundraðið, en ég prófaði fyrst bílinn í innanbæjarakstri í tæpa 50 km og var samkvæmt aksturstölvunni að eyða 10,1 lítra á hundraðið. Í langkeyrslu sem var rúmir 70 km sagði tölvan að ég hafi verið að eyða 6,8 lítrum miðað við 100 km akstur. Mjög gott að mínu mati þar sem að ég var ekkert að reyna að spara eldsneyti enda leiðist mér ekki að gefa kraftmiklum bílum inn þegar þess er kostur. 
 
Snilldarhönnun
 
Innréttingin er snildarhönnun sem miðar að því að láta farþegum líða vel og njóta ferðarinnar.
Í flestum sjö manna bílum eru öftustu tvö sætin óþægileg og engan veginn fyrir fullvaxna, en í þessum sætum fannst mér ekkert óþægilegt að sitja, en samt ekki nein lúxusþægindi að sitja þar. Mundi segja að öftustu sætin séu mjög góð fyrir alla þá sem eru undir 150 cm og 50 kg. Miðsætin þrjú eru góð og þægileg að sitja í, en ef aðeins fjórir eru að ferðast í bílnum er hægt að breyta miðsætunum í lúxussæti, bakinu á miðjusætinu er hallað fram, púðar hvor sínum megin á bakinu eru settir upp sem armpúðar og hin sætin eru færð aftur og inn. Við þetta skapast meira rými fyrir farþega og þægindin aukast og til viðbótar þá sjá farþegarnir í aftursætunum betur fram á veginn út um stóra framrúðuna.
 
Eins og hannaður fyrir norðurljósaskoðun
 
Hönnun framrúðunnar og mikið útsýni út um hana er einkenni Opel Zafira og að setjast inn í bílinn og draga aftur þakið (innréttinguna þar sem sólskyggnið er fest), sem færist allt aftur um 50 cm, við þetta fær maður hreint frábært útsýni upp á við og fyrir íslenskt landslag er enginn bíll sem ég hef prófað sem býður upp á annað eins útsýni og Opel Zafira. Það hefði mátt halda að hönnuður bílsins væri einlægur aðdáandi norðurljósa því að í ofanálag við þetta fína útsýni fram og upp út um framrúðuna er Opel Zafira með stóran þakglugga. Fyrir mér er þessi bíll sérhannaður fyrir norðurljósaferðir og í akstur undir bröttum fjallshlíðum.
 
Bílabúð Benna býður upp á 10% útborgun á nýjum bílum
 
 Niðurstaða mín er að Opel Zafira sé mjög hentugur bíll til margs, býður upp á fjölda farþega og þægilegan ferðamáta. Í akstri er bíllinn lipur, fjöðrunin tekur holur í götóttu gatnakerfi Reykjavíkur vel, er mjúkur yfir hraðahindranir, en heyrist aðeins of mikið í möl skella undir bílnum á malarvegum. Að eignast Opel er nú auðvelt þar sem Bílabúð Benna býður þeim sem kaupa nýjan Opel 90% lán og þar af leiðandi þarf ekki að borga út nema 470–550.000 í Opel Zafira og þá er hann þinn. Verð á Opel Zafira er frá 4.690.000, sá ódýrasti beinskipti 136 hestafla Enjoy og upp í 5.490.000 sjálfskiptur 165 hestafla Cosmo. Nánari upplýsingar um Opel má finna á vefsíðunni www.benni.is .
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Þyngd 1.443-1.899 kg
Hæð 1.685 mm
Breidd 1.958 mm
Lengd 4.656 mm
Eldsneytistankur 58 Lítrar

 

5 myndir:

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...