Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Það var óvenjumikið vatn í Selánni, sem sést hér liðast niður dalinn. Á myndinni er horft yfir bæjarhúsin á Skjaldfönn og yfir dalinn í átt að Laugalandi sem stendur handan árinnar.
Það var óvenjumikið vatn í Selánni, sem sést hér liðast niður dalinn. Á myndinni er horft yfir bæjarhúsin á Skjaldfönn og yfir dalinn í átt að Laugalandi sem stendur handan árinnar.
Fréttir 17. júlí 2014

Skemmdir í Skjaldfannardal

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsverðar skemmdir hafa orðið á varnargörðum við bæinn Skjaldfönn í Skjaldfannardal í kjölfar leysinga og vatnavaxta í Selá sem fylgdu djúpri lægð sem gekk yfir landið fyrir skömmu. Allir skurðir eru fullir af vatni og tún kaffærð í jökulleir.

Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn í Skjaldfannardal við Ísafjarðardjúp, segir gríðarlegar leysingar hafa verið í síðustu viku og hreint ekkert annað en hamfaraflóð í dalnum.

Snjóþungur vetur

„Veturinn var einstaklega snjóþungur og í kjölfar lægðarinnar sem gekk yfir landið ekki alls fyrir löngu urðu miklar leysingar ásamt mikilli útkomu og aðstæður þannig bráðnunin varð nánast öll í einu og það fór allt á flott.“

Indriði segir engar heimildir um flóð af þessu tagi áður í Skjaldfannardal enda mjög sérstakar aðstæður að ræða þegar fara saman mikil snjóalög og mikla úrkomu.

Skemmdir á varnargörðum

Að sögn Indriða eru talsverðar skemmdir á varnargörðum við Selá en görðunum er ætlað að verja túnin á Skjaldfönn fyrir ágangi Selár og landbroti. „Selá er jökulá sem ber fram gríðarlegt magn af möl og sandi og farvegur hennar breytist ört. Í flóðinu núna má segja að áin hafi eyðilegt þrjá af fjórum mikilvægustu varnargörðunum á jörðinni. Tjónið er því upp á margar milljónir króna.“

Túnin á kafi í leir

Í vatnavöxtunum rann áin einnig yfir tún og kaffærði þau í jökulleir sem gras á erfitt með að vaxa upp í gegn. Indriði óttast því að lítið hey fáist af túnunum í sumar.

„Til viðbótar þessu eru allir skurðir á Skjaldfönn fullir af jökulvatni úr Selá sem étur bakka þeirra og grynnir um leið,“ segir Indriði.

11 myndir:

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...