Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fánareið nemenda á Skeifudegi nemenda í reiðmennsku II við LbhÍ á fyrsta degi sumars.
Fánareið nemenda á Skeifudegi nemenda í reiðmennsku II við LbhÍ á fyrsta degi sumars.
Mynd / Árdís H. Jónsdóttir
Líf og starf 11. maí 2018

Skeifudagurinn 2018 á Mið-Fossum

Skeifudagurinn, keppni nemenda í reiðmennsku II við LbhÍ, fór fram á Mið-Fossum í Skorradal fyrsta dag sumars. Að hátíðinni stendur Hestamannafélagið Grani á Hvanneyri og fór dagurinn fram eins og best er á kosið. 
 
Nemendur á Hvanneyri hófu daginn með fánareið ásamt kennara og hélt Sæmundur Sveinsson, rektor LbhÍ, stutta ræðu.Töltgrúbba, sem telur 30 konar búsettar á Vesturlandi, voru með glæsilegt atriði og þá sýndu nemendur á Hvanneyri hvað þeir hafa verið að læra um veturinn. 
 
Nemendur í Reiðmanninum kepptu um Reynisbikarinn
 
Að lokinni dagskrá á Mið-Fossum var kaffihlaðboð í Ásgarði á Hvanneyri þar sem hið vinsæla folatollahappdrætti fór fram þar sem vinningar eru gjafabréf fyrir handhafa að leiða hryssu sína undir hina ýmsu stóðhesta og búa til framtíðargæðinga. 
 
Um 200 miðar seldust enda til mikils að vinna fyrir áhugasamt hestafólk. 
Aðstandendur að keppninni voru ánægðir með daginn en í ár er hann haldinn í 62. sinn. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti á hátíðina ásamt börnum sínum og veitti m.a. sigurvegurum verðlaunin.
 
Gunnarsbikarinn er gefinn til minn­ingar um Gunnar Bjarnason, fyrrverandi hrossaræktarráðunaut, en nemendur keppa í fjórgangi. Úrslit voru eftirfarandi:
 
1. Heiðar Árni Baldursson
2. Hólmfríður Ruth Guðmundsdóttir
3. Ágúst Gestur Guðbjargarson
4. Daníel Atli Stefánsson
5. Dagrún Kristinsdóttir
 
Félag tamningamanna gaf verðlaun þeim nemanda sem þykir sitja hest sinn best og þau verðlaun hlaut Heiðar Árni Baldursson.
 
Eiðfaxabikarinn hlaut Rebekka Rún Helgadóttir en hann er veittur þeim nemanda sem hlýtur hæstu einkunn í bóklegum áfanga (hestafræði).
 
Framfaraverðlaun Reynis eru veitt þeim nemanda sem sýnt hefur hvað mestan áhuga, ástundun og tekið hvað mestum framförum í reiðmennsku. Þau verðlaun hlaut Daníel Atli Stefánsson.
Morgunblaðsskeifuna hlaut Gunnhildur Birna Björnsdóttir en önnur sæti skipuðu:
 
2. Hólmfríður Ruth Guðmundsdóttir
3. Heiðar Árni Baldursson
4. Dagrún Kristinsdóttir
5. Ágúst Gestur Guðbjargarson
 
Reiðmannsnemendur keppa um Reynis­bikarinn sem gefinn er af fjölskyldu Reynis Aðalsteinssonar, upphafsmanns Reiðmannsnámskeiðsins. Úrslitin fóru þannig:
 
1. Sigurður Halldórsson
2. Ágústa Rut Haraldsdóttir
3. Jónína Björk Vilhjálmsdóttir
4. Elfa Hrund Sigurðardóttir
5. Bragi Birgisson

7 myndir:

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...