Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Skammidalur 1 og 2
Bærinn okkar 25. júlí 2016

Skammidalur 1 og 2

Jóhann Pálmason og Lára Odd­steins­dóttir keyptu Skammadal 2 og 45 prósenta hlut af Skammadal 1 af þeim bræðrum Guðgeiri og Árna Sigurðssonum í júní árið 2014 og fluttu þangað í lok desember það sama ár. Með í kaupunum fylgdu 7 kýr og 14 ær. Fyrir áttu þau um 40 kindur og nokkur hross.
 
Býli:  Skammidalur 1 og 2.
 
Staðsett í sveit: Í Mýrdalshreppi, Vestur-Skaftafellssýslu.
 
Ábúendur: Jóhann Pálmason og Lára Oddsteinsdóttir 
 
Fjölskyldustærð og gæludýr: 
Saman eigum við synina Daða Stein, 8 ára og Andra Berg, 6 ára, fyrir átti Jóhann dótturina Hörpu Rún, 19 ára, sem býr á Suður-Fossi hér í sveit og Lára átti Þuríði Ingu, 18 ára og Sigurð Ásgrím, 15 ára, sem búa hér í Skammadal. Hundurinn á bænum heitir Skotta
 
Stærð jarðar? Ræktað land tæpir 30 ha, óræktað mýrlendi um 70 ha, auk þess óskipt heiðarlendi.
 
Gerð bús? Nautgripir, sauðfé og ferðaþjónusta.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Í dag eru nautin tæplega 80, rúmlega 100 kindur, 9 hross, 10 hænuungar og 1 hundur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Gegningar alla daga í fjósi og fjárhúsi þegar féð er á gjöf.  Ferðaþjónustan er svo í miklum uppgangi hér í Mýrdalnum og njótum við góðs af því, svo henni þarf að sinna því eftir því sem bókanir segja til um. Við vinnum svo af og til eitthvað utan bús. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Okkur finnst öll bústörf vera skemmtileg.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipað og í dag nema aðeins fleiri nautgripir, eftir að við höfum breytt fjósinu öllu í lausagöngu.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Fylgjumst lítið með þeim og getum þar af leiðandi litla skoðun haft á þeim.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Við teljum að honum muni vegna vel, ef passað verður áfram upp á heilnæmi og hreinleika afurða.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Meiri og markvissari markaðssetning á heilnæmum afurðum, bæði nauta- og sauðfjárafurðum.   
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, ab-mjólk og smjör.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Sumir myndu vilja kjötsúpu í öll mál, aðrir pitsu, en húsbóndinn myndi aldrei velja fisk fengi hann matseðlinum ráðið.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Ætli það sé ekki þegar við slepptum fénu okkar á nýja heimahaga haustið 2014 og fyrstu nautkálfarnir komu í fjósið. Annars var allt árið 2014 eftirminnilegt, þráláti draumurinn um búsetu í sveit rættist loksins.
 
Fjölskyldan við fermingu Sigurðar Ásgríms árið 2015.

4 myndir:

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...