Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skammidalur 1 og 2
Bóndinn 25. júlí 2016

Skammidalur 1 og 2

Jóhann Pálmason og Lára Odd­steins­dóttir keyptu Skammadal 2 og 45 prósenta hlut af Skammadal 1 af þeim bræðrum Guðgeiri og Árna Sigurðssonum í júní árið 2014 og fluttu þangað í lok desember það sama ár. Með í kaupunum fylgdu 7 kýr og 14 ær. Fyrir áttu þau um 40 kindur og nokkur hross.
 
Býli:  Skammidalur 1 og 2.
 
Staðsett í sveit: Í Mýrdalshreppi, Vestur-Skaftafellssýslu.
 
Ábúendur: Jóhann Pálmason og Lára Oddsteinsdóttir 
 
Fjölskyldustærð og gæludýr: 
Saman eigum við synina Daða Stein, 8 ára og Andra Berg, 6 ára, fyrir átti Jóhann dótturina Hörpu Rún, 19 ára, sem býr á Suður-Fossi hér í sveit og Lára átti Þuríði Ingu, 18 ára og Sigurð Ásgrím, 15 ára, sem búa hér í Skammadal. Hundurinn á bænum heitir Skotta
 
Stærð jarðar? Ræktað land tæpir 30 ha, óræktað mýrlendi um 70 ha, auk þess óskipt heiðarlendi.
 
Gerð bús? Nautgripir, sauðfé og ferðaþjónusta.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Í dag eru nautin tæplega 80, rúmlega 100 kindur, 9 hross, 10 hænuungar og 1 hundur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Gegningar alla daga í fjósi og fjárhúsi þegar féð er á gjöf.  Ferðaþjónustan er svo í miklum uppgangi hér í Mýrdalnum og njótum við góðs af því, svo henni þarf að sinna því eftir því sem bókanir segja til um. Við vinnum svo af og til eitthvað utan bús. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Okkur finnst öll bústörf vera skemmtileg.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipað og í dag nema aðeins fleiri nautgripir, eftir að við höfum breytt fjósinu öllu í lausagöngu.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Fylgjumst lítið með þeim og getum þar af leiðandi litla skoðun haft á þeim.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Við teljum að honum muni vegna vel, ef passað verður áfram upp á heilnæmi og hreinleika afurða.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Meiri og markvissari markaðssetning á heilnæmum afurðum, bæði nauta- og sauðfjárafurðum.   
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, ab-mjólk og smjör.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Sumir myndu vilja kjötsúpu í öll mál, aðrir pitsu, en húsbóndinn myndi aldrei velja fisk fengi hann matseðlinum ráðið.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Ætli það sé ekki þegar við slepptum fénu okkar á nýja heimahaga haustið 2014 og fyrstu nautkálfarnir komu í fjósið. Annars var allt árið 2014 eftirminnilegt, þráláti draumurinn um búsetu í sveit rættist loksins.
 
Fjölskyldan við fermingu Sigurðar Ásgríms árið 2015.

4 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...