Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Skagfirðingar langþreyttir á óvenju erfiðum vetri
Mynd / Sveitarfélagið Skagafjörður
Fréttir 6. mars 2020

Skagfirðingar langþreyttir á óvenju erfiðum vetri

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Það verður að viðurkennast að það eru margir orðnir lang­þreyttir á ástandinu og horfa með tilhlökkun til vorsins og batnandi tíðar með blóm í haga,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Sveitarfélaginu Skagafirði. 
 
Ansi langt er síðan Skag­firðingar hafa upplifað sam­bærilegan vetur og þann sem nú stendur enn yfir og virðist í fullu fjöri. Veður hefur verið mun verra en gengur og gerist að vetrarlagi í byggðarlaginu. Veður og tilheyrandi ófærð hafa haft mikil áhrif á daglega starfsemi í héraði, en tíð hefur verið einkar rysjótt frá því norðanáhlaupið gekk yfir landið 10.–11. desember síðastliðinn. 
 
Þjóðvegur 1 bæði um Vatnsskarð og Öxnadalsheiði hafa ítrekað í vetur verið lokaðir og vegur um Þverárfjall og Siglufjarðarvegur enn oftar, en síðasttöldu vegirnir eru í þjónustuflokki 3 sem skýrir að þeir hafa verið lokaðir oftar, í 26 og 24 skipti. Mikil ófærð hefur að auki verið á stundum innan héraðs. Í þrígang hefur sjór flætt yfir hafnarsvæðið og Strandveg á Sauðárkróki.
 
Skólahald hefur margoft fallið niður í vetur í grunnskólum héraðsins. Sem dæmi má nefna að 4 heilir kennsludagar hafa fallið niður í Árskóla á Sauðárkróki vegna ófærðar eða rafmagnsleysis, 7 dagar hafa fallið niður í Varmahlíðarskóla og í Grunnskólanum austan Vatna hafa fallið niður 8 kennsludagar. Því til viðbótar hafa komið upp nokkur tilfelli þar sem hluti kennsludaga hafa fallið niður. Tíðar lokanir hafa einnig verið í vetur í leikskólum, tónlistarskóla og íþróttamannvirkjum af sömu völdum.
 
Sigfús segir ekki búið að meta heildartjón sem hlaust af óveðrinu í desember. Raforkukerfi hafi laskast verulega á nokkrum svæð­um, þá varð umtalsvert tjón á hafnar­svæðinu á Sauðárkróki og sjóvar­na­görðum þar sem í tvígang flæddi inn á svæðið. Hann nefnir einnig að tjón hafi orðið á húsakosti í dreifbýli, skepnur fennt og mikið tjón orðið víða um hérað vegna skemmda á girðingum. Þá hafi stöku kúabóndi í Skagafirði orðið fyrir tjóni vegna rafmagnsleysis í desember og eins megi nefna tjón í formi vinnslustöðvana hjá fyrirtækjum. 

Skylt efni: Skagafjörður

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f