Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skagfirðingar hafa verulegar áhyggjur af uppgangi villiminks í náttúrunni
Fréttir 16. maí 2019

Skagfirðingar hafa verulegar áhyggjur af uppgangi villiminks í náttúrunni

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er alveg full ástæða til að hafa verulegar áhyggjur, það hafa mikil umskipti orðið til hins verra,“ segir Jón Númason á Þrasastöðum í Fljótum og minkaveiðimaður í Skagafirði.

Landbúnaðarnefnd Sveitar­félagsins Skagafjarðar hefur áhyggjur af uppgangi minks innan sveitarfélagsins og hvetur hún menn til að halda vöku sinni. Drög að áætlun um minka- og refaveiði fyrir árið 2019 voru lögð fram á síðasta fundi nefndarinnar. Samþykkt var að greiða 20 þúsund krónur fyrir grendýr vegna refaveiða ráðinna veiðimanna  og 7 þúsund krónur fyrir hlaupadýr og vetrarveiði. Verðlaun til annarra fyrir unninn ref verða 7 þúsund krónur. Ráðnir minkaveiðimenn fá 7.200 krónur fyrir unnið dýr og verðlaun til annarra verða 1.800 krónur.

52 dýr veidd í Fljótum í fyrra

Jón sá áður um veiðar í um það bil helmingi Skagafjarðar en hefur nú eingöngu Fljótin á sinni könnu. Á liðnu ári veiddi hann 52 dýr í Fljótum og segir að mink úti í náttúrunni fjölgi ár frá ári. Ekki sé lengur hægt að skella skuldinni á dýr sem sleppi úr búrum á minkabúum því þeim hafi fækkað gríðarlega á liðnum árum og sé til að mynda einungis eitt slíkt eftir í Skagafirði. Búrdýrin þekkist líka úr hópnum, þau eru gæfari en hin.

„Fyrst og fremst má rekja uppgang minks í íslenskri náttúru til þess að veiðum er ekki sinnt sem skyldi. Það má svo eflaust rekja til þess að launin eru ekki ýkja góð, þau eru byggð þannig upp að greitt er fyrir veidd dýr, en oft er staðan sú að maður er á ferðinni heilan dag við leitir og finnur ekki neitt, veiðir ekkert dýr og fær þá engin laun. Það verður svo til þess að áhugi á veiðum dalar, minkurinn fær frið og honum fjölgar,“ segir Jón.

Dýrin um kílói þyngri en áður

Jón segir að dýrin hafi stækkað og séu að jafnaði um einu kílói þyngri en þau voru áður. Nefnir hann að í fyrra hafi hann náð tveimur karldýrum sem voru yfir 4 kíló að þyngd. Vígtennur dýranna eru um 3 sentímetrar.

„Þetta eru allt önnur dýr en maður sá hér á árum áður, stærri og öflugri, og hundarnir ná ekki lengur að drepa þessa stóru minka. Ég tek líka eftir að tófan er að gefa eftir, hún drepur þá ekki heldur lengur,“ segir hann.  Minkur sem áður fyrr hélt sig við vötn og ár hefur víkkað búsvæði sitt og er í töluverðum mæli upp til fjalla. Þar er hann í samkeppni við refinn um rjúpuna.

Í yfir 1.000 metra hæð

Segir Jón að minka megi finna á ótrúlegustu stöðum, einn hafi hann séð í yfir 1.000 metra hæð, þannig að þeir víla ekki fyrir sér að fara hátt upp til fjalla í ætisleit.

„Minkarnir eru nú orðið alveg óhræddir við tófuna sem áður fyrr hélt þeim svolítið í skefjum en þannig er það ekki lengur. Eftir því sem minkarnir stækka þurfa þeir meira að éta og leita í auknum mæli upp til fjallanna.“ Þá segir Jón minkinn þannig skepnu að hann drepi sér til skemmtunar, iðulega hafi hann fundið dauða fugla sem virðast hafa drepist eðlilegum dauðdaga en þegar betur er að gáð finnist á þeim för eftir vígtennur minksins á haus þeirra.

„Hann virðist stundum drepa að gamni sínu, en stundum drekkur hann líka blóðið úr fuglunum.“

Minkar sáust í Svarfaðardal eftir sjö ára hlé

Jón segir að gefa þurfi í þegar að minkaveiðum kemur, en sveitarfélög þurfi að koma á samstarfi sem ekki er fyrir hendi nú. Sums staðar sé veiðum ágætlega sinnt en annars staðar ekki, minkurinn ferðist hins vegar á milli og virði ekki sveitarfélagamörk. Þannig hefur í vetur sést til 11 minka í Svarfaðardal, en dalurinn var laus við mink eftir mikið átak sem þar var gert fyrir um áratug. Enginn minkur sást þar í sjö ár fyrr en honum skýtur upp kollinum á ný nú í vetur. Telur Jón líklegast að þeir minkar sem eru á þvælingi í Svarfaðardal komi úr Skagafirði og ferðist yfir Heljardalsheiði á því ferðalagi. Það sýni að sveitarfélög verði að stilla saman strengi sína.

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...