Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Myndir frá flutningum á sláturfé með skipinu Awassi Express frá Ástralíu til Mið-Austurlanda. Myndirnar eru úr myndbandi sem einn úr áhöfn á skipinu tók og hafa verið birtar á fjölda vefmiðla um allan heim.
Myndir frá flutningum á sláturfé með skipinu Awassi Express frá Ástralíu til Mið-Austurlanda. Myndirnar eru úr myndbandi sem einn úr áhöfn á skipinu tók og hafa verið birtar á fjölda vefmiðla um allan heim.
Fréttir 13. september 2019

Sjóflutningafyrirtæki sem flutti lifandi sauðfé kært fyrir dýraníð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ástralska sjóflutningafyrirtækið Emanuel Exports hefur verið kært fyrir dýraníð í kjölfar þess að 2.400 kindur drápust í lest flutningaskips sem var að flytja lifandi fé frá Ástralíu til Mið-Austurlanda. Slátra átti fénu á áfangastað samkvæmt halal-hefð múslima.

Á röð af myndböndum sem pakistanskur siglingafræðingur og áhafnarmeðlimur á Awassi Express tók þegar verið var að flytja lifandi sauðfé sjóleiðina frá Perth í Ástralíu til Mið-Austurlanda má sjá hræðilega meðferð á fénu. Flutningarnir taka að jafnaði þrjár vikur.

Myndirnar sýna að alltof margt fé er sett í lestar skipsins og í flutningagáma í kæfandi hita og að fóður og vatn er takmarkað og langt undir því sem eðlilegt getur talist. Myndbandið sýnir einnig að lömbum sem fæðast um borð er slátrað og kastað fyrir borð ásamt fjölda þeirra 2.400 dýra sem drápust meðan á flutningunum stóð. Ekki er hreinsað undan fénu og sést það vaða í skít upp á miðja leggi. Einnig má sjá sárþjáð dýr sem dýralæknirinn um borð veitir enga aðstoð.

Árið 2017 fékk fyrirtækið Emanuel Exports viðvörun eftir að um 3.000 kindur drápust um borð í sama skipi þegar það var að flytja fé frá Ástralíu til sama áfangastaðar.

Reglur um dýravelferð þverbrotnar

Myndirnar eru þær fyrstu sem sýna ástandið um borð í áströlsku gripa­flutningaskipi. Yfirvöld í Ástralíu eru sögð æf yfir birtingu mynd­bandsins og segja að fyrirtækinu beri að fara eftir áströlskum lögum um dýravelferð sem séu greinilegar þverbrotnar samkvæmt myndbandinu.

Í framhaldi af birtingu mynd­bands­ins hefur land­búnaðar­ráðherra Ástralíu farið fram á tafarlausar úrbætur áður en gripaflutningar af þessu tagi verða leyfðir aftur. Ráðherrann vill einnig að skipafélögum sem flytja lifandi búfé verði skylt að setja upp myndavélar um borð í skipunum svo að hægt verði að fylgjast með meðferð dýranna í landi og grípa til ráðstafana gerist þess þörf.

Flutningar á lifandi búfé milli landa hafa verið stundaðar í mörg ár og þetta er ekki í fyrsta sinn sem myndir sýna slæma meðferð á gripunum og hafa dýraverndunarsamtök margoft mótmælt og gagnrýnt slíka flutninga á grundveli dýravelferðarlaga.

Svipt leyfi tímabundið

Flutningafyrirtækið Emanuel Exports, sem hefur sérhæft sig í flutningum á búfé, missti tímabundið leyfi til flutninganna eftir að myndbandið var gert opinbert og meðan á rannsókn málsins stóð og gerðar hafa verið kröfur um endurbætur á framkvæmd flutninganna. Meðal úrbóta sem krafist er til að bæta velferð dýranna er að þau hafi nægan aðgang að vatni og fóðri og að komið verði upp loftkælingu í lestum og öðrum flutningsrýmum.

Á sama tíma var annað sjóflutningafyrirtæki, EMS Rural Exports Pty Ltd, einnig svipt leyfi til að flytja lifandi dýr vegna slæmrar meðferðar á þeim. 

Tollkvótum úthlutað
Fréttir 30. maí 2024

Tollkvótum úthlutað

Verð á tollkvótum á nautakjöti frá ESB-löndum hefur hækkað aftur.

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu
Fréttir 30. maí 2024

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir grein forstjóra Samkeppniseftirlitsin...

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 30. maí 2024

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands

Margrét Ágústa Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Bændasa...

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð
Fréttir 30. maí 2024

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð

Miklar kalskemmdir eru í túnum nokkuð víða við Eyjafjörð. Í Svarfaðardal er ásta...

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð
Fréttir 29. maí 2024

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð

Tíu milljónum króna var fyrir skemmstu úthlutað af innviðaráðuneytinu til verkef...

Afhending Kuðungsins
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...