Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sjö milljóna króna stuðningur við geitfjárræktina
Fréttir 16. október 2014

Sjö milljóna króna stuðningur við geitfjárræktina

Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið hefur gert samning við Erfðanefnd landbúnaðarins um að efla geitfjárrækt á Íslandi og nemur stuðningur ríkisins sjö milljónum króna á næstu þremur árum.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að gert sé ráð fyrir að Erfðanefnd landbúnaðarins verði falið að ráðstafa stuðningnum í samræmi við tillögur vinnuhóps sem ráðherra skipaði í vor. Samkvæmt tillögunum er ætlunin að auka beinan stuðning til geitabænda og gera átak í sæðistöku og djúpfrystingu sæðis svo koma megi upp erfðabanka er varðveiti mikilvægustu erfðaþætti stofnsins. Þá verður, í samstarfi við Bændasamtök Íslands, búinn til stafrænn gagnagrunnur með öllum ætternisupplýsingum sem safnað hefur verið frá upphafi um íslenska geitfjárstofninn.

Þá er einnig stefnt að því að við endurnýjun næstu búvörusamninga verði geitfjárrækt jafnsett sauðfjárrækt í opinberum stuðningi. Þannig megi tryggja ræktun og viðhald stofnsins til framtíðar. Auk þess mun það væntanlega auðvelda áhugasömum ræktendum að fjölga í hjörðum sínum og auka framboð á afurðum.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...