Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mitsubishi Pajero með 3,2 lítra 190 hestafla vél.
Mitsubishi Pajero með 3,2 lítra 190 hestafla vél.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 11. ágúst 2017

Sjö manna Mitsubishi Pajero á 100 ára tilboði

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Fyrir sléttum fimm árum prófaði ég síðast Mitsubishi Pajero og kostaði hann þá 10.650.000 og var með þriggja ára ábyrgð. Í tilefni af 100 ára afmæli Mitsubishi er Hekla með afmælistilboð á nokkrum bílum frá Mitsubishi og er nú að bjóða Pajero á 7.990.000 krónur og það með fimm ára ábyrgð.
 
Pajero hannaður frá reynslu í rallkeppnum
 
Pajero hefur lítið breyst á þessum fimm árum bæði að innan og utan. Svo sem engin ástæða að breyta miklu þegar allt virkar vel og endist. Í gegnum árin hefur Mitsubishi Pajero tekið miklum breytingum og var mikið til hannaður eftir reynslu Mitsubishi frá keppnum í Dakar rallkeppnunum. Þar á Pajero met sigra bílaframleiðanda í þeim rallkeppnum með yfir 150 dagsigra og 11 sigra í keppninni sjálfri. 
 
Af jeppum í sambærilegum stærðarflokki hefur Mitsubishi Pajero þægilegustu fjöðrun til aksturs á malarvegum af þeim bílum sem ég hef prófað og sá bíll sem maður sér best út úr af jeppum í sama flokki.
 
Að ná varadekkinu niður þarfnast trúlega góðrar æfingar.
 
Eyðslan var 11,2 lítrar
 
Í Pajero er lítil veðurstöð sem sýnir loftþrýsting, hæð yfir sjó og hita í línuriti síðasta klukkutímann. Eflaust gagnast þetta mörgum, en ég hefði heldur viljað sjá blindhorns­vara og veglínulesara í bílnum. 
Í nútímanum eru allir með frekar stóra farsíma, en í þennan bíl vantar sárlega hólf og geymslur fyrir þessi tæki. 
 
Síðan ég prófaði þennan bíl síðast hafa felgurnar stækkað um tommu sem er gott á malbiki, en mínus á malarvegum. 
 
Fyrir fimm árum var vélin uppgefin 200 hestöfl, en er nú uppgefin 190 hestöfl. Uppgefin meðaleyðsla er 9,4 á hundraðið, en eftir um 200 km akstur á meðalhraða upp á 56 km hraða var mín eyðsla 11,2 lítrar á hundraðið.
 
Öflugar bremsur og góð dráttargeta
 
Sjálfskiptingin er stiglaus fimm gíra og í boði er að vera bara með bílinn í afturhjóladrifinu, fjórhjóladrifi, fjórhjóladrifi með hjólin læst að aftan og svo lágt drif sem hægt er að læsa með einum takka. 
 
Bíllinn kemur án króks, en fyrir auka 150.000 kemur krókur með og þá má bíllinn draga kerru sem er allt að 3.500 kg með bremsubúnaði. Bremsurnar eru góðar enda eru diskarnir 17 tommu og loftkældir. 
 
Verði þetta 100 ára tilboð eitthvað áfram á bílnum tel ég að Mitsubishi Pajero sé góð fjárfesting sé verið er að hugsa um bíl til að eiga næstu 7–10 árin. Það er þekkt að bilanatíðni Pajero er í lægri kantinum. 
Allar nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni www.hekla.is.
 
Sjálfskiptingin er stiglaus og fimm gíra. 
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Hæð 1.910 mm
Breidd 1.875 mm
Lengd 4.900 mm
 

 

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...