Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
SJálfvirkur stýribúnaður
SJálfvirkur stýribúnaður
Fréttir 13. júní 2022

Sjálfstýring fyrir eldri dráttarvélar

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Með tilkomu GPS kerfa í dráttarvélum og tengdum vinnutækjum er hægt að ná fram töluverðri hagræðingu við akstur og vélavinnu almennt en sjálfstýring véla er þó ekki enn mjög útbreidd.

Þetta gæti þó verið að breytast með tilkomu búnaðar sem hægt er að setja í nánast allar vélar, líka gamlar! Verðið á búnaðinum vekur sérstaka athygli enda er hann seldur á rétt tæplega 1 milljón króna í Danmörku og er þá innifalin ísetning á búnaðinum.

Danska fyrirtækið SteerGuide hefur þróað búnaðinn, sem virkar þannig að hann tekur yfir bæði olíugjöfina og stýrið sjálft og sér um aksturinn á túni eða landspildu. Búnaðurinn getur svo séð alfarið um aksturinn og jafnvel tekið U-beygjur við spilduenda og getur því ökumaðurinn einbeitt sér að fullu að því tæki sem verið er að vinna með og þarf ekki að hugsa um aksturinn. Danskir bændur hafa tekið þessari nýju tækni fagnandi, enda ekki verið á markaðinum jafn handhæg og ódýr tæki fyrir eldri vélar áður.

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...

Gjaldskráin einfölduð
Fréttir 11. júní 2024

Gjaldskráin einfölduð

Matvælaráðherra hefur undirritað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldsky...

Staða sníkjuormasýkinga metin
Fréttir 10. júní 2024

Staða sníkjuormasýkinga metin

Kortleggja á stöðu sníkjuormasýkinga hjá íslenskum nautgripum á næstu misserum.

Lækka gjöld fyrir sorphirðu
Fréttir 10. júní 2024

Lækka gjöld fyrir sorphirðu

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að lækka sorphirðugjöld.

Uppbygging á Hauganesi
Fréttir 10. júní 2024

Uppbygging á Hauganesi

Nýlega undirrituðu sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og forsvarsmenn einkahlutafyrir...

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu
Fréttir 7. júní 2024

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu

Þingsályktunartillaga um landsskipulagsstefnu til ársins 2038, ásamt fimm ára að...

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda
Fréttir 7. júní 2024

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda

Matvælaráðuneytið hefur birt niðurstöður um úthlutanir vegna fjárfestingastuðnin...