Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
SJálfvirkur stýribúnaður
SJálfvirkur stýribúnaður
Fréttir 13. júní 2022

Sjálfstýring fyrir eldri dráttarvélar

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Með tilkomu GPS kerfa í dráttarvélum og tengdum vinnutækjum er hægt að ná fram töluverðri hagræðingu við akstur og vélavinnu almennt en sjálfstýring véla er þó ekki enn mjög útbreidd.

Þetta gæti þó verið að breytast með tilkomu búnaðar sem hægt er að setja í nánast allar vélar, líka gamlar! Verðið á búnaðinum vekur sérstaka athygli enda er hann seldur á rétt tæplega 1 milljón króna í Danmörku og er þá innifalin ísetning á búnaðinum.

Danska fyrirtækið SteerGuide hefur þróað búnaðinn, sem virkar þannig að hann tekur yfir bæði olíugjöfina og stýrið sjálft og sér um aksturinn á túni eða landspildu. Búnaðurinn getur svo séð alfarið um aksturinn og jafnvel tekið U-beygjur við spilduenda og getur því ökumaðurinn einbeitt sér að fullu að því tæki sem verið er að vinna með og þarf ekki að hugsa um aksturinn. Danskir bændur hafa tekið þessari nýju tækni fagnandi, enda ekki verið á markaðinum jafn handhæg og ódýr tæki fyrir eldri vélar áður.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...