Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
SJálfvirkur stýribúnaður
SJálfvirkur stýribúnaður
Fréttir 13. júní 2022

Sjálfstýring fyrir eldri dráttarvélar

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Með tilkomu GPS kerfa í dráttarvélum og tengdum vinnutækjum er hægt að ná fram töluverðri hagræðingu við akstur og vélavinnu almennt en sjálfstýring véla er þó ekki enn mjög útbreidd.

Þetta gæti þó verið að breytast með tilkomu búnaðar sem hægt er að setja í nánast allar vélar, líka gamlar! Verðið á búnaðinum vekur sérstaka athygli enda er hann seldur á rétt tæplega 1 milljón króna í Danmörku og er þá innifalin ísetning á búnaðinum.

Danska fyrirtækið SteerGuide hefur þróað búnaðinn, sem virkar þannig að hann tekur yfir bæði olíugjöfina og stýrið sjálft og sér um aksturinn á túni eða landspildu. Búnaðurinn getur svo séð alfarið um aksturinn og jafnvel tekið U-beygjur við spilduenda og getur því ökumaðurinn einbeitt sér að fullu að því tæki sem verið er að vinna með og þarf ekki að hugsa um aksturinn. Danskir bændur hafa tekið þessari nýju tækni fagnandi, enda ekki verið á markaðinum jafn handhæg og ódýr tæki fyrir eldri vélar áður.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...