Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
SJálfvirkur stýribúnaður
SJálfvirkur stýribúnaður
Fréttir 13. júní 2022

Sjálfstýring fyrir eldri dráttarvélar

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Með tilkomu GPS kerfa í dráttarvélum og tengdum vinnutækjum er hægt að ná fram töluverðri hagræðingu við akstur og vélavinnu almennt en sjálfstýring véla er þó ekki enn mjög útbreidd.

Þetta gæti þó verið að breytast með tilkomu búnaðar sem hægt er að setja í nánast allar vélar, líka gamlar! Verðið á búnaðinum vekur sérstaka athygli enda er hann seldur á rétt tæplega 1 milljón króna í Danmörku og er þá innifalin ísetning á búnaðinum.

Danska fyrirtækið SteerGuide hefur þróað búnaðinn, sem virkar þannig að hann tekur yfir bæði olíugjöfina og stýrið sjálft og sér um aksturinn á túni eða landspildu. Búnaðurinn getur svo séð alfarið um aksturinn og jafnvel tekið U-beygjur við spilduenda og getur því ökumaðurinn einbeitt sér að fullu að því tæki sem verið er að vinna með og þarf ekki að hugsa um aksturinn. Danskir bændur hafa tekið þessari nýju tækni fagnandi, enda ekki verið á markaðinum jafn handhæg og ódýr tæki fyrir eldri vélar áður.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...