Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sjálfbær ferðamennska í brennidepli
Fréttir 6. júní 2018

Sjálfbær ferðamennska í brennidepli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjálfbærni í ferðaþjónustu á Norðurlöndunum er umfjöllunarefni nýrrar skýrslu sem komin er út á vegum norrænu ráðherranefndarinnar.

Fjölgun ferðamanna hefur verið mikil á Norðurlöndum undanfarin ár. Fjöldi gesta hefur aukist verulega á vinsælustu ferðamannastöðunum og leitt af sér álag á viðkvæma náttúru og opinbera innviði auk þess sem fjölmörg dæmi eru um kostnaðarsamar björgunaraðgerðir vegna ferðamanna sem lent hafa í hættu.

Til að bregðast við þessu hafa margir viljað nýta hagræn stjórntæki til að tryggja sjálfbæra þróun ferðaþjónustunnar. Í skýrslunni er hins vegar bent á að á Norðurlöndunum geti t.d. réttur almennings til aðgengis að náttúrunni takmarkað möguleika á að koma á aðgangsgjöldum í ferðaþjónustu. Sjálfbær þróun í ferðaþjónustu krefjist heildrænnar nálgunar sem taki tillit til umhverfislegra, samfélagslegra og efnahagslegra þátta með langtímahugsun að leiðarljósi.

Höfundar skýrslunnar leggja því til hóflega notkun hagstjórnartækja í bland við sveigjanlegar stjórnunaráætlanir sem virkja breiðan hóp haghafa, lagasetningu og beitingu annarra stjórntækja hins opinbera.

Skýrslan Tourism, nature and sustainability: A review of policy instruments in the Nordic countries.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...