Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sætur og klístraður kjúklingur
Sætur og klístraður kjúklingur
Matarkrókurinn 23. október 2015

Sitt lítið af hvoru úr jurta- og dýraríkinu

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Þó að haustlitirnir hafi nú tekið yfir í náttúrunni er ennþá möguleiki að finna nothæf ber til að útbúa eftirrétti eða annað góðgæti. Reyniber eru best þegar þau hafa frosið en líka er hægt að tína og frysta þau (en það þarf að snöggsjóða þau 5 sinnum til að ná remmu úr berjunum, alltaf í fersku vatni, þá er hægt að gera sultu sem er frábær með ostum). 
 
 

Sumir hafa jafnvel komið sér upp berjabirgðum í frystikistum sem hægt er að grípa til. Rauða paprikan er góð ristuð og fyllt með tómötum, og basil. Fyrir þá sem vilja framlengja sumarið í eldhúsinu er upplagt að snæða gljáðar kjúklingalundir með ferskum kryddum og viðeigandi salati.

 
Bakaðar paprikur
 • 2 stk. paprika 
 • 2 stk. hvítlauksrif 
 • 16 stk. þroskaðir kirsuberjatómatar 
 • ólífuolía
 • 12–16 stk. basil 
 
Aðferð
Skerið paprikuna langsum til helminga. Fjarlægið hvíta kjarnann og fræið og setjið í eldfast mót. Afhýðið hvítlauk, skerið fínt og setjið nokkrar sneiðar á hverju papriku ásamt smá salti og matskeið af olíu.
Bakið í 50 mínútur við 200 °C  eða þar til paprikan hefur nánast maukast en ennþá full af safa. Bætið basillaufum ofan á eftir eldun. Gott að framreiða með spínatsalati, kartöflusmælki og nægu brauði. 
 
Balsamik-ristað grasker
 • 1 kg grasker
 • 200 g smjör
 • 2 greinar fersk salvía (þurrkuð)
 • salt
 • svartur pipar
 • 60 ml balsamik-edik
 • 90 g púðursykur
 
Aðferð 
Afhýðið og skerið graskerið í 1 cm teninga. Brúnið smjörið á pönnu og bætið í salvíu og graskeri. Kryddið með salti og pipar. Bætið við balsamikediki og púðursykri og látið sjóða.
Flytjið í ofnfast fat í 180–200 °C í 30 mínútur eða þangað til mjög mjúkt og kremað viðkomu.
Frábært með  kjúklingi eða kalkún eða blandað með grænmeti í gott salat. Uppskriftina er einnig hægt að nota til að útbúa súpu úr graskersmaukinu ásamt vatni. 
 
Sætur og klístraður kjúklingur
 • 12 stk. kjúklingalundir (um 600 g)
 • 2 msk. kornað sinnep 
 • 1 msk. hunang 
 • Safi úr 1 sítrónu 
 • 3 stk. hvítlauksrif
 
Aðferð
Hitið ofninn í 220 °C setjið á bakka með álpappír.
 
Blandið sinnepi og hunangi við safa úr sítrónu. Afhýðið hvítlauk, saxið og bætið við hunangið ásamt smá pipar og salti eftir smekk.
 
Setjið kjúklingalundirnar í hunangsblönduna og steikið í um 25 mínútur. Snúið lundunum yfir og haldið áfram að elda í 10 mínútur í viðbót. Kjúklingalundirnar munu verða sætar og klístraðar. Gott er að snæða lundirnar með kjarngóðu salati með baunaspírum og agúrku.
 
Marin karamelluber með rjóma og skyri
 
Ber klikka ekki með íslenskum rjóma og skyri.
 • 250 g ber að eigin vali 
 • 100 g sykur 
 • kalt vatn - 2 msk.
 • 200 ml rjómi (má vera léttþeyttur)
 • 300 g skyr (má vera berja- 
 • eða vanilluskyr)
 • vanilludropar (eða bragðbætt skyr)
 
Skolið berin og dragið þau af  stilkunum. Setjið á pönnu og bætið í sykri og vatni. Látið sjóða yfir vægum hita, passið að karamella brenni ekki. Lækkið hitann og leyfið berjunum að malla varlega í um fimm mínútur eða svo þar til þau eru farin að springa og lítið magn af safa eftir. Þá er slökkt á hitanum og látið kólna.
 
Þeytið rjómann mjúklega. Hrærið skyrið varlega og bætið í vanilludropum (eða notið bragðbætt skyr).
Raðið lagskipt í glerglas eða blandið öllu saman.

 

5 myndir:

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...