Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sætur og klístraður kjúklingur
Sætur og klístraður kjúklingur
Matarkrókurinn 23. október 2015

Sitt lítið af hvoru úr jurta- og dýraríkinu

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Þó að haustlitirnir hafi nú tekið yfir í náttúrunni er ennþá möguleiki að finna nothæf ber til að útbúa eftirrétti eða annað góðgæti. Reyniber eru best þegar þau hafa frosið en líka er hægt að tína og frysta þau (en það þarf að snöggsjóða þau 5 sinnum til að ná remmu úr berjunum, alltaf í fersku vatni, þá er hægt að gera sultu sem er frábær með ostum). 
 
 

Sumir hafa jafnvel komið sér upp berjabirgðum í frystikistum sem hægt er að grípa til. Rauða paprikan er góð ristuð og fyllt með tómötum, og basil. Fyrir þá sem vilja framlengja sumarið í eldhúsinu er upplagt að snæða gljáðar kjúklingalundir með ferskum kryddum og viðeigandi salati.

 
Bakaðar paprikur
  • 2 stk. paprika 
  • 2 stk. hvítlauksrif 
  • 16 stk. þroskaðir kirsuberjatómatar 
  • ólífuolía
  • 12–16 stk. basil 
 
Aðferð
Skerið paprikuna langsum til helminga. Fjarlægið hvíta kjarnann og fræið og setjið í eldfast mót. Afhýðið hvítlauk, skerið fínt og setjið nokkrar sneiðar á hverju papriku ásamt smá salti og matskeið af olíu.
Bakið í 50 mínútur við 200 °C  eða þar til paprikan hefur nánast maukast en ennþá full af safa. Bætið basillaufum ofan á eftir eldun. Gott að framreiða með spínatsalati, kartöflusmælki og nægu brauði. 
 
Balsamik-ristað grasker
  • 1 kg grasker
  • 200 g smjör
  • 2 greinar fersk salvía (þurrkuð)
  • salt
  • svartur pipar
  • 60 ml balsamik-edik
  • 90 g púðursykur
 
Aðferð 
Afhýðið og skerið graskerið í 1 cm teninga. Brúnið smjörið á pönnu og bætið í salvíu og graskeri. Kryddið með salti og pipar. Bætið við balsamikediki og púðursykri og látið sjóða.
Flytjið í ofnfast fat í 180–200 °C í 30 mínútur eða þangað til mjög mjúkt og kremað viðkomu.
Frábært með  kjúklingi eða kalkún eða blandað með grænmeti í gott salat. Uppskriftina er einnig hægt að nota til að útbúa súpu úr graskersmaukinu ásamt vatni. 
 
Sætur og klístraður kjúklingur
  • 12 stk. kjúklingalundir (um 600 g)
  • 2 msk. kornað sinnep 
  • 1 msk. hunang 
  • Safi úr 1 sítrónu 
  • 3 stk. hvítlauksrif
 
Aðferð
Hitið ofninn í 220 °C setjið á bakka með álpappír.
 
Blandið sinnepi og hunangi við safa úr sítrónu. Afhýðið hvítlauk, saxið og bætið við hunangið ásamt smá pipar og salti eftir smekk.
 
Setjið kjúklingalundirnar í hunangsblönduna og steikið í um 25 mínútur. Snúið lundunum yfir og haldið áfram að elda í 10 mínútur í viðbót. Kjúklingalundirnar munu verða sætar og klístraðar. Gott er að snæða lundirnar með kjarngóðu salati með baunaspírum og agúrku.
 
Marin karamelluber með rjóma og skyri
 
Ber klikka ekki með íslenskum rjóma og skyri.
  • 250 g ber að eigin vali 
  • 100 g sykur 
  • kalt vatn - 2 msk.
  • 200 ml rjómi (má vera léttþeyttur)
  • 300 g skyr (má vera berja- 
  • eða vanilluskyr)
  • vanilludropar (eða bragðbætt skyr)
 
Skolið berin og dragið þau af  stilkunum. Setjið á pönnu og bætið í sykri og vatni. Látið sjóða yfir vægum hita, passið að karamella brenni ekki. Lækkið hitann og leyfið berjunum að malla varlega í um fimm mínútur eða svo þar til þau eru farin að springa og lítið magn af safa eftir. Þá er slökkt á hitanum og látið kólna.
 
Þeytið rjómann mjúklega. Hrærið skyrið varlega og bætið í vanilludropum (eða notið bragðbætt skyr).
Raðið lagskipt í glerglas eða blandið öllu saman.

 

5 myndir:

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...

40 þúsund notendur í 24 löndum
Fréttir 4. júlí 2025

40 þúsund notendur í 24 löndum

Smáforritið HorseDay fagnaði þriggja ára afmæli í síðasta mánuði en forritið hef...

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum
Fréttir 4. júlí 2025

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum

Hitabylgjan hér á landi í maí hefði ekki orðið jafnmikil og raun bar vitni nema ...

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 3. júlí 2025

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni

Í Samráðsgátt stjórnvalda eru nú til umsagnar drög að stefnu um líffræðilega fjö...

Hættir með Klausturkaffi í árslok
Fréttir 3. júlí 2025

Hættir með Klausturkaffi í árslok

Veitingahúsið Klausturkaffi í Skriðuklaustri í Fljótsdal fagnar 25 ára afmæli í ...