Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sítrus-bökuð bleikja með grilluðum aspas
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 29. júlí 2019

Sítrus-bökuð bleikja með grilluðum aspas

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Grillið fisk og grænmeti í sumar, sem forrétt er hægt að hafa blómkálsúpu sem jafnvel má borða kalda í sumarhitanum og fara alls konar nýjar leiðir í grænmetisvali.  
 
Skiptið á aspas og grænum baunum eða ávöxtum eins og ferskjum með smá hunangi. Breytið til og spyrjið hvað er ferskast, veiðið sjálf fiskinn, skiptið út eftir smekk og skreytið með villtum eða ferskum kryddjurtum.
 
Sítrus-bökuð bleikja með grilluðum aspas og ferskjum með hunangi
1 flak fiskur að eigin vali settur á álpappír
1 búnt  aspas, endarnir skornir 
af (geta verið stífir undir tönn)
2–3 tsk. ólífuolía
1 sítróna, sem búið er að skera 
í þunnar sneiðar
1 appelsína, sem búið er að skera í þunnar sneiðar
nokkrar skeiðar fersk krydd 
eða ½–1 tsk. Saxaðar kryddjurtir að eigin vali
salt og pipar
 
Aðferð
Forhitið grillið í 200 °C og setjið fiskin á smurðan álpappír.
Dreifið aspasnum á grindina og penslið með 1–2 tsk. ólífuolíu, kryddið vel með salti og pipar. 
 
Penslið fiskinn með ólífuolíu og kryddið með salti og pipar. 
 
Raðið sneiðum af sítrus ofan á fiskinn, eða undir beint á grillið svo fiskurinn festist ekki við – ásamt blaðkryddi að eigin vali.
Bakið eftir þykkt frá 8–12 mínútum. 
 
Til að athuga hvort fiskurinn er eldaður, stingið varlega með gaffli í þykkasta hlutann. Ef hann fer í flögur og er ekki glær þá er hann tilbúinn.
Aspasinn er vor- og sumargrænmeti sem er hægt að skipta út fyrir grænar strengjabaunir sem eldast á um það bil sama tíma.
 
Síðan eru ferskjur penslaðar með hunangi og grillaðar með til að fá sætt, súrt og salt – sem er fullkomin bragðsamsetning á sumrin.
 
Blómkálssúpa með blómkálskurli
1 stk.  blómkálshaus
400 ml rjómi
400 ml mjólk
Safi úr hálfri sítrónu
Kraftur (t.d. kjúklingakraftur)
salt
 
Aðferð
Skerið heila blómkálshausinn í bita og setjið í pott með mjólk og rjóma. 
 
Látið allt sjóða þar til kálið verður mjúkt undir tónn. Maukið súpuna í blandara og setjið maukið svo aftur út í pottinn til að þykkja súpuna. 
 
Notið salt, kraft og sítrónusafa. Rífið svo hálfa blómkálshausinn með grófu rifjárni og  setjið saman við yfir súpuna. 
 
Berið fram með grófu brauði og smjöri. Einnig hægt að kæla og kryddið til fyrir framreiðslu með sýrðum rjóma í stað rjómans og er þá kalt súpuskot fullkomin sem 
forréttur.
 
 
Berjaostaeftirréttur í glasi
4 lime
550 g rjómaostur
100 g sulta eða marin fersk ber
2 dl rjómi
1/2 pakki fersk mynta
3/4 dl vatn
125 g sykur (gott að nota hrásykur)
Sjóðið vatn og sykur saman í potti. 
 
Raspið börkinn af lime og setjið út í ásamt safanum og saxið myntuna út í. Kælið.
 
Léttþeytið rjómann. Hrærið saman bláberjasultu og rjómaost. Blandið öllu úr pottinum saman við rjómaostsblönduna með sleif og svo varlega saman við rjómann. Kælið í nokkra tíma.
Gott er að setja mulið kanilkex eða hafrakex í glösin til skiptis svo það verði lagskipt.
Einnig er gott að nota smávegis ljóst romm út í blönduna og þá eruð þið komin með bláberja-mojito.
 
Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...