Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Hjartafró/sítrónumelissa er til margra hluta nytsamleg. Hún er full af andoxunarefnum, lengir geymsluþol matvæla og er afbragðsjurt í te- og matargerð. Jurtin ilmar af mildri sítrónu og þykir góð við streitu, kvíða og svefnleysi.
Hjartafró/sítrónumelissa er til margra hluta nytsamleg. Hún er full af andoxunarefnum, lengir geymsluþol matvæla og er afbragðsjurt í te- og matargerð. Jurtin ilmar af mildri sítrónu og þykir góð við streitu, kvíða og svefnleysi.
Mynd / Pixabay
Fréttir 31. janúar 2025

Sítrónumelissa lengir geymsluþol matvæla

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Kryddjurtin sítrónumelissa/hjartafró er talin vera á meðal mögulegra hráefna sem lengt geta geymsluþol matvæla.

Hjá Gróðrarstöðinni Ártanga hefur verið unnið að aukinni hagnýtingu kryddjurta sem ræktaðar eru á stöðinni og er Sigurdís Edda Jóhannesdóttir þar í forsvari. Matís hefur unnið fyrir Gróðrarstöðina að rannsókn á því hvort nota megi rotvörn unna úr jurtum í stað hefðbundinna rotvarnarefna. Nýlega kom út niðurstöðuskýrsla þar sem m.a. er lýst andoxunarvirkni sítrónumelissu.

Náttúruleg hráefni

Markmið verkefnisins um kryddjurtir var að rannsaka áhrif þeirra á geymsluþol matvæla en mikill áhugi er á hagnýtingu náttúrulegra hráefna í stað rotvarnarefna til að ná viðunandi geymsluþoli matvæla.

Samkvæmt Ólafi Reykdal, verkefnisstjóra hjá Matís, var athyglinni fyrst og fremst beint að einni kryddjurt, sítrónumelissu. Í tilraunum kom í ljós að hún hamlaði gegn vexti örvera við vissar aðstæður. Pressaður safi úr jurtinni var til skoðunar og bauð hann upp á hagnýtingu. Við geymslu á sítrónumelissu og fleiri kryddjurtum við 3-4 °C kom í ljós að skemmdarferlar gengu hægt fyrir sig.

„Ljóst er að sítrónumelissan býr yfir andoxunarvirkni samkvæmt mælingum í verkefninu,“ segir Ólafur. Andoxunarefnin gegni mikilvægu hlutverki fyrir heilsu, þau sporni gegn myndun skaðlegra efna í líkamanum og dragi úr óæskilegum breytingum.

Ber að þróa í varfærum skrefum

Í verkefninu kom skv. Ólafi í ljós að þættir í sítrónumelissu geta hamlað fjölgun örvera og að jurtin sé því meðal mögulegra hráefna sem geta lengt geymsluþol matvæla.

„Á þessu stigi er þó ekki tímabært að nota sítrónumelissu alfarið í stað rotvarnarefna sem fram til þessa hafa verið nauðsynleg fyrir matvælaöryggi. Þessa þróun ætti að taka í varfærnum skrefum og fylgjast með öryggi afurðanna,“ segir Ólafur.

Treysti hollustuímynd

Hann segir jafnframt að hafa megi í huga að notkun sítrónumelissu í matvæli treysti hollustuímynd varanna vegna andoxunarefna, vítamína og annarra næringarefna

Höfundar skýrslunnar Kryddjurtir – Eiginleikar og áhrif á geymsluþol matvæla eru, auk Ólafs, Óli Þór Hilmarsson, Léhna Labat, Þóra Valsdóttir og Kolbrún Sveinsdóttir. Verkefnið var styrkt af Matvælasjóði.

Skylt efni: kryddjurtir

Fjölmennum eigendahópum fjölgar
Fréttir 26. mars 2025

Fjölmennum eigendahópum fjölgar

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun jarða í fjölmennri sameign. Sé miðað v...

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...