Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sítrónukjúklingur með heslihnetu-cous cous.
Sítrónukjúklingur með heslihnetu-cous cous.
Matarkrókurinn 5. maí 2015

Sítrónukjúklingur og ný íslensk jarðarber

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Þó fátt bendi til þess að sumarið sé formlega hafið þá eru ný íslensk jarðarber komin í verslanir. Þau eru ljúffeng og tilvalin í eftirrétti eða ein og sér. Það er fljótlegt að gera marengs í örbylgjuofni – aðferð sem fáir kunna en virkar þegar tíminn er naumur. 
 
En vindum okkur í uppskriftirnar. Kjúklingurinn er sívinsæll og nú fer tími kryddjurtanna að renna upp. Um að gera að prófa sig áfram og fá sér svo jarðarber í eftirmat. 
 
Sítrónukjúklingur með heslihnetu-cous cous
Einföld blanda af jurtum, ferskri sítrónu og kjúklingi gefa fullkomna bragðsamsetningu. Ristaðar heslihnetur setja punktinn yfir i-ið, blandaðar í cous cous eða jafnvel soðin hýðishrísgrjón eða bygg. Þetta er próteinrík máltíð sem hægt er að matreiða á innan við 30 mínútum.
  • 1 teningur kjúklingakraftur, blandaður við 100 ml vatn 
  • 1 stk. sítróna
  • 1 rif hvítlaukur, smátt saxað
  • 2 greinar timían, hakkað
  • 6 greinar oregano, hakkað
  • 2 stk. kjúklingabringur, skornar til   helminga
  • 1 tsk. salt og svartur pipar
  • 200 g cous cous, soðið bygg eða hýðishrísgrjón (jafnvel kartöflur)
  • 2 matskeiðar ristaðar heslihnetur, hakkaðar
  • 1 msk. ólífuolía
Aðferð
Hitið ofninn í 200 °C.
Skerið sítrónu í tvennt. Sneiðið helminginn í þunna hringi og kreistið safann úr  hinum helmingnum. Blandið saman við kjúklingakraftinn.
Blandið saman hvítlauk, timían og helmingnum af oregano kryddjurtinni. Setjið kjúklinginn í baksturhelda pönnu með skinn-hliðina upp. Kryddið kjúklinginn með jurta- og hvítlauksblöndunni. Setjið sítrónusneiðarnar ofan á kjúklinginn eða jafnvel undir skinnið (ef það er notað). Penslið kjúklingabringurnar með ólífuolíu og kryddið  með salti og pipar. Hellið sítrónuseyðisblöndunni í fatið eða pönnuna með kjúklingnum.
 
Bakið þar til kjúklingurinn er gullinbrúnn í um 30 mínútur.
Á meðan, eldið meðlætið samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Sigtið og setjið í miðlungs skál. Hrærið út í restinni af oregano kryddjurtinni ásamt ólífuolíu og heslihnetum. Framreiðið þegar kjúklingurinn er eldaður í gegn.
 
Chimichurri-sósa
Fersk sósa frá Argentínu sem passar með öllu kjöti og er tilvalin til að grisja kryddjurtagluggann eða taka smá ofan af graslauknum í garðinum (þegar hann kemur undan snjónum!).
  • Lítið búnt steinselja, hakkað (graslaukur hentar líka)
  • ½ tsk. oregano, ferskt eða þurrkað
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 shallot laukur, hakkaður fínt
  • ½ tsk. chilli flögur
  • 2½ msk. ólífuolía
  • safi af ½ sítrónu
  • 2 tsk. rauðvínsedik
 
Aðferð
Vinnið saman steinselju, oregano, hvítlauk, shallotulauk og chilliflögur í matvinnsluvél eða saxið mjög fínt. Bætið 2 msk. af ólífuolíu, sítrónusafa og ediki. Sumir vilja krydda meira eða minna með chili, notið eftir smekk. Saltið og piprið. 
 
Jarðarber, rjómi og ofureinfaldur örbylgjumarengs
  • 1 askja ný íslensk jarðarber
  • 300 g flórsykur
  • 1 léttbarin eggjahvíta
  • 1 tsk. kakóduft (má sleppa)
  • Þeyttur rjómi, til að framreiða með jarðarberjunum
 
Aðferð 
Sigtið 300 g af flórsykri og blandið við léttþeytta eggjahvítu. Hrært er í þar til blandan er þykk, rúllið í kúlur. Takið disk með eldhúspappír. Setjið 3 kúlur í einu á diskinn og bakið í örbylgjuofni á háum hita í 1½ mín. Eins og í töfrabragði blása kúlurnar út eins og blöðrur og verða að marengs. 
 
Fullkomin samloka með þeyttum rjóma og nýjum íslenskum jarðarberjum.

3 myndir:

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...