Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sigurður gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku fyrir LK
Mynd / smh
Fréttir 1. mars 2016

Sigurður gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku fyrir LK

Höfundur: smh

Í leiðara á vef Landssambands kúabænda (LK) lýsir Sigurður Loftsson, formaður LK, því yfir að hann muni ekki sækjast eftir áframhaldandi formennsku þegar kosið verður til trúnaðarstarfa í sambandinu á aðalfundinum 31. mars næstkomandi. Sigurður hefur gegnt formennsku í LK frá 2009.

Í leiðaranum fer Sigurður meðal annars yfir helstu atriði nýrra búvörusamninga og samspil þeirra við tollasamning Íslands og ESB, ræðir tækifærin til bættrar afkomu með öflugri bústjórn, mikilvægi stefnumörkunar landbúnaðarins í umhverfis- og loftslagsmálum og nýjan veruleika í fjármögnun samtaka bænda.

Aðalfundur Landssambands kúabænda verður settur í ráðstefnusal Íslenskrar erfðagreiningar og þann sama dag verður Fagþing nautgriparæktarinnar haldið með þremur málstofum, þar sem fjallað verður um nautgriparækt á tímamótum.

Landssamband kúabænda fagnar 30 ára afmæli þann 4. apríl næstkomandi og verður haldið upp á afmælið með margvíslegum hætti laugardaginn 2. apríl og þá um kvöldið verður árshátíð kúabænda haldin á Hótel Sögu. 

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...