Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sigurður gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku fyrir LK
Mynd / smh
Fréttir 1. mars 2016

Sigurður gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku fyrir LK

Höfundur: smh

Í leiðara á vef Landssambands kúabænda (LK) lýsir Sigurður Loftsson, formaður LK, því yfir að hann muni ekki sækjast eftir áframhaldandi formennsku þegar kosið verður til trúnaðarstarfa í sambandinu á aðalfundinum 31. mars næstkomandi. Sigurður hefur gegnt formennsku í LK frá 2009.

Í leiðaranum fer Sigurður meðal annars yfir helstu atriði nýrra búvörusamninga og samspil þeirra við tollasamning Íslands og ESB, ræðir tækifærin til bættrar afkomu með öflugri bústjórn, mikilvægi stefnumörkunar landbúnaðarins í umhverfis- og loftslagsmálum og nýjan veruleika í fjármögnun samtaka bænda.

Aðalfundur Landssambands kúabænda verður settur í ráðstefnusal Íslenskrar erfðagreiningar og þann sama dag verður Fagþing nautgriparæktarinnar haldið með þremur málstofum, þar sem fjallað verður um nautgriparækt á tímamótum.

Landssamband kúabænda fagnar 30 ára afmæli þann 4. apríl næstkomandi og verður haldið upp á afmælið með margvíslegum hætti laugardaginn 2. apríl og þá um kvöldið verður árshátíð kúabænda haldin á Hótel Sögu. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...