Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sigurður gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku fyrir LK
Mynd / smh
Fréttir 1. mars 2016

Sigurður gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku fyrir LK

Höfundur: smh

Í leiðara á vef Landssambands kúabænda (LK) lýsir Sigurður Loftsson, formaður LK, því yfir að hann muni ekki sækjast eftir áframhaldandi formennsku þegar kosið verður til trúnaðarstarfa í sambandinu á aðalfundinum 31. mars næstkomandi. Sigurður hefur gegnt formennsku í LK frá 2009.

Í leiðaranum fer Sigurður meðal annars yfir helstu atriði nýrra búvörusamninga og samspil þeirra við tollasamning Íslands og ESB, ræðir tækifærin til bættrar afkomu með öflugri bústjórn, mikilvægi stefnumörkunar landbúnaðarins í umhverfis- og loftslagsmálum og nýjan veruleika í fjármögnun samtaka bænda.

Aðalfundur Landssambands kúabænda verður settur í ráðstefnusal Íslenskrar erfðagreiningar og þann sama dag verður Fagþing nautgriparæktarinnar haldið með þremur málstofum, þar sem fjallað verður um nautgriparækt á tímamótum.

Landssamband kúabænda fagnar 30 ára afmæli þann 4. apríl næstkomandi og verður haldið upp á afmælið með margvíslegum hætti laugardaginn 2. apríl og þá um kvöldið verður árshátíð kúabænda haldin á Hótel Sögu. 

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi
Fréttir 27. febrúar 2024

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi

Deildarfundur garðyrkjubænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar ...

Fjölbreytt verkefni
Fréttir 27. febrúar 2024

Fjölbreytt verkefni

Margþættar umræður sköpuðust á deildarfundi hrossabænda. Stofnverndarsjóður, hro...

Hugað að nýrri afurðastöð
Fréttir 27. febrúar 2024

Hugað að nýrri afurðastöð

Sláturfélag Suðurlands (SS) undirbýr nú uppbyggingu á nýrri afurðastöð fyrirtæki...

Ákall um meiri stuðning
Fréttir 27. febrúar 2024

Ákall um meiri stuðning

Deildarfundur geitfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar. ...

Óberon besta nautið
Fréttir 26. febrúar 2024

Óberon besta nautið

Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum hlaut nafnbótina besta naut fætt árið ...