Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sigurður gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku fyrir LK
Mynd / smh
Fréttir 1. mars 2016

Sigurður gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku fyrir LK

Höfundur: smh

Í leiðara á vef Landssambands kúabænda (LK) lýsir Sigurður Loftsson, formaður LK, því yfir að hann muni ekki sækjast eftir áframhaldandi formennsku þegar kosið verður til trúnaðarstarfa í sambandinu á aðalfundinum 31. mars næstkomandi. Sigurður hefur gegnt formennsku í LK frá 2009.

Í leiðaranum fer Sigurður meðal annars yfir helstu atriði nýrra búvörusamninga og samspil þeirra við tollasamning Íslands og ESB, ræðir tækifærin til bættrar afkomu með öflugri bústjórn, mikilvægi stefnumörkunar landbúnaðarins í umhverfis- og loftslagsmálum og nýjan veruleika í fjármögnun samtaka bænda.

Aðalfundur Landssambands kúabænda verður settur í ráðstefnusal Íslenskrar erfðagreiningar og þann sama dag verður Fagþing nautgriparæktarinnar haldið með þremur málstofum, þar sem fjallað verður um nautgriparækt á tímamótum.

Landssamband kúabænda fagnar 30 ára afmæli þann 4. apríl næstkomandi og verður haldið upp á afmælið með margvíslegum hætti laugardaginn 2. apríl og þá um kvöldið verður árshátíð kúabænda haldin á Hótel Sögu. 

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu
Fréttir 14. júlí 2025

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu

Landsáætlun stjórnvalda og bænda um útrýmingu á sauðfjárriðu var nýlega endurútg...