Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sigurður gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku fyrir LK
Mynd / smh
Fréttir 1. mars 2016

Sigurður gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku fyrir LK

Höfundur: smh

Í leiðara á vef Landssambands kúabænda (LK) lýsir Sigurður Loftsson, formaður LK, því yfir að hann muni ekki sækjast eftir áframhaldandi formennsku þegar kosið verður til trúnaðarstarfa í sambandinu á aðalfundinum 31. mars næstkomandi. Sigurður hefur gegnt formennsku í LK frá 2009.

Í leiðaranum fer Sigurður meðal annars yfir helstu atriði nýrra búvörusamninga og samspil þeirra við tollasamning Íslands og ESB, ræðir tækifærin til bættrar afkomu með öflugri bústjórn, mikilvægi stefnumörkunar landbúnaðarins í umhverfis- og loftslagsmálum og nýjan veruleika í fjármögnun samtaka bænda.

Aðalfundur Landssambands kúabænda verður settur í ráðstefnusal Íslenskrar erfðagreiningar og þann sama dag verður Fagþing nautgriparæktarinnar haldið með þremur málstofum, þar sem fjallað verður um nautgriparækt á tímamótum.

Landssamband kúabænda fagnar 30 ára afmæli þann 4. apríl næstkomandi og verður haldið upp á afmælið með margvíslegum hætti laugardaginn 2. apríl og þá um kvöldið verður árshátíð kúabænda haldin á Hótel Sögu. 

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...