Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sigmar Vilhjálmsson.
Sigmar Vilhjálmsson.
Mynd / TB
Fréttir 2. júlí 2019

Sigmar Vilhjálmsson ráðinn talsmaður eggja-, kjúklinga- og svínabænda

Höfundur: Ritstjórn

Sigmar Vilhjálmsson, fyrrum eigandi Hamborgarafabrikkunnar og fjölmiðlamaður, hefur verið ráðinn talsmaður nýstofnaðs félags í eigu svínabænda, eggjabænda og kjúklingabænda. Félagið ber heitið FESK og er meginmarkmið þess að stuðla að upplýstri og ábyrgri umræðu um landbúnað á Íslandi.

FESK mun verða málsvari Félags kjúklingabænda, Félags eggjabænda og Félags svínabænda á opinberum vettvangi og koma fram fyrir hönd félagsmanna. Stofnendur FESK vonast til að starfsemi félagsins verði öflugur liðsauki í baráttu alls íslensks landbúnaðar fyrir tilveru sinni, enda samvinna og samheldni allra búgreina mikilvæg heildinni, segir í fréttatilkynningu.

„Í nútíma samfélagi er offramboð af upplýsingum og því miður eru upplýsingarnar oft harðsoðnar, stuttar og klipptar úr samhengi. Mitt hlutverk verður að létta á bændum með því að fylgjast með umræðunni og svara fyrir þá þætti sem FESK telur ekki nægilega skýra,“ segir Sigmar Vilhjálmsson.

Vill ræða um landbúnað án sleggjudóma

Hann segir mikið sótt að íslenskum landbúnaði þessa dagana og það séu margir fletir í umræðunni sem þurfi að vera skýrari. „Það er samfélagslega mikilvægt að ræða þessi mál án sleggjudóma. Landbúnaður snýst um samfélagið okkar, þjóðina, heilsu og náttúruvernd. Allt eru þetta málefni sem eru gríðarlega mikilvæg, ekki bara hér á landi, heldur allsstaðar í heiminum. Matvælaframleiðsla, lýðheilsa og sjálfbærni, eru stór þáttur í verkefnum allra stjórnvalda í heiminum. Ísland hefur ennþá sterka stöðu í þessum efnum og hana ber að verja. FESK mun leggja sitt af mörkum til að svo megi verða áfram,“ segir Sigmar.

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...