Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sigmar Vilhjálmsson.
Sigmar Vilhjálmsson.
Mynd / TB
Fréttir 2. júlí 2019

Sigmar Vilhjálmsson ráðinn talsmaður eggja-, kjúklinga- og svínabænda

Höfundur: Ritstjórn

Sigmar Vilhjálmsson, fyrrum eigandi Hamborgarafabrikkunnar og fjölmiðlamaður, hefur verið ráðinn talsmaður nýstofnaðs félags í eigu svínabænda, eggjabænda og kjúklingabænda. Félagið ber heitið FESK og er meginmarkmið þess að stuðla að upplýstri og ábyrgri umræðu um landbúnað á Íslandi.

FESK mun verða málsvari Félags kjúklingabænda, Félags eggjabænda og Félags svínabænda á opinberum vettvangi og koma fram fyrir hönd félagsmanna. Stofnendur FESK vonast til að starfsemi félagsins verði öflugur liðsauki í baráttu alls íslensks landbúnaðar fyrir tilveru sinni, enda samvinna og samheldni allra búgreina mikilvæg heildinni, segir í fréttatilkynningu.

„Í nútíma samfélagi er offramboð af upplýsingum og því miður eru upplýsingarnar oft harðsoðnar, stuttar og klipptar úr samhengi. Mitt hlutverk verður að létta á bændum með því að fylgjast með umræðunni og svara fyrir þá þætti sem FESK telur ekki nægilega skýra,“ segir Sigmar Vilhjálmsson.

Vill ræða um landbúnað án sleggjudóma

Hann segir mikið sótt að íslenskum landbúnaði þessa dagana og það séu margir fletir í umræðunni sem þurfi að vera skýrari. „Það er samfélagslega mikilvægt að ræða þessi mál án sleggjudóma. Landbúnaður snýst um samfélagið okkar, þjóðina, heilsu og náttúruvernd. Allt eru þetta málefni sem eru gríðarlega mikilvæg, ekki bara hér á landi, heldur allsstaðar í heiminum. Matvælaframleiðsla, lýðheilsa og sjálfbærni, eru stór þáttur í verkefnum allra stjórnvalda í heiminum. Ísland hefur ennþá sterka stöðu í þessum efnum og hana ber að verja. FESK mun leggja sitt af mörkum til að svo megi verða áfram,“ segir Sigmar.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...