Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gamalt og virðulegt Síberíulerki sunnan við Iðnaðarsafnið á Akureyri er illa farið eftir hvassviðri sem gekk yfir nýverið.
Gamalt og virðulegt Síberíulerki sunnan við Iðnaðarsafnið á Akureyri er illa farið eftir hvassviðri sem gekk yfir nýverið.
Fréttir 21. mars 2017

Síberíulerkið illa farið eftir hvassviðri

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Síberíulerki sem ­stendur á svæðinu milli Gömlu Gróðrarstöðvarinnar og Iðnaðarsafnsins á Akureyri er illa farið af völdum hvassviðris sem gekk yfir á dögunum.
 
Hallgrímur Indriðason, skipulagsfulltrúi og starfsmaður hjá Skógræktinni með aðsetur á Akureyri, segir trjákrónur lerkisins taka á sig mikinn vind, snjór hleðst gjarnan á krosslægar greinar og það orsakar tíð snjóbrot og vindfall stakstæðra trjáa.
 
Úr fræsafni Sigurðar búnaðarmálastjóra
 
Ræktunarfélag Norðurlands fékk árið 1903 til afnota 3 ha lands í Naustagildi til reksturs tilraunastöðvar í landbúnaði og skógrækt og tók við töluverðu magni af trjáplöntum sem áður voru fóstraðar í Trjáræktarstöð Akureyrar, nú Minjasafnsgarðinum.
 
„Meðal þess sem sáð var á fyrstu árum Trjáræktarstöðvarinnar var nokkurt magn Síberíulerkis. Fræið kom sennilegast með fræsafni Sigurðar Sigurðarsonar búnaðarmálastjóra, sem var safn úr ýmsum áttum og hann tók með heim frá Noregi árið 1899,“ segir Hallgrímur.
 
Síberíulerkið er upprunnið í Rússlandi austan Úralfjalla þar sem ríkir meginlandsloftslag. Vaxtartíminn er lengri en íslenska sumarið getur boðið upp á, haustkal  og vorkal á árssprotum er því algengt. Barrfall Síberíulerkis á haustin er því oft  um 10 dögum síðar en á norðvestlægara lerki kvæmum frá Rússlandi sem gengið hefur sérstaklega vel í skógrækt á Norður- og Austurlandi. Töluverður kvæmamunur er þó á þessari tegund sem vex á gríðarlega stóru svæði í Síberíu, að sögn Hallgríms.
 
Nú hefur Síberíulerki verið ræktað á Íslandi í 115 ár og nokkur reynsla komin á þá ræktun. Hallgrímur segir Síberíulerkið geta verið fallegt garðtré en kræklóttur vöxtur kemur í veg fyrir að trén henti til viðarskógræktar. „Trjákrónur lerkisins taka á sig mikinn vind og snjór hleðst gjarnan á krosslægar greinar, þetta orsakar tíð snjóbrot og vindfall stakstæðra trjáa,“ segir Hallgrímur. 
Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...