Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
María E. Ingvadóttir og Hrafnkell Guðnason skrifuðu undir sex milljóna króna samninginn kampakát.
María E. Ingvadóttir og Hrafnkell Guðnason skrifuðu undir sex milljóna króna samninginn kampakát.
Mynd / MHH
Fréttir 28. febrúar 2017

Sex milljónir til skógarbænda á Suðurlandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Nýlega var undirritaður samningur á milli Félags skógareigenda á Suðurlandi og Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) um sex milljóna króna styrk til félagsins. 
 
Peningurinn verður notaður til að kanna, kortleggja og skrá hugsanlegar afurðir úr skógum á Suðurlandi, markaðsaðstæður og sölumöguleika afurða. Fjármagnið kemur úr Sóknaráætlun Suðurlands.
 
„Það er orðið brýnt að skapa grundvöll fyrir úrvinnslu þess grisjunarviðar og bolviðar sem nú þegar fellur til og mun falla til um ókomna tíð. Það er komið að því að byggja upp öfluga atvinnugrein, skógariðnaðar á Suðurlandi. Með samhentu átaki er vonast til að okkur skógarbændum á Suðurlandi takist það,“ segir María E. Ingvadóttir, formaður félagsins, og bætti því við að það ætti líka að vera markmið skógarbænda að þeir fái góðar tekjur af skógræktinni, skógarbændur eigi að geta lifað góðu lífi af tekjum af jörð sinni. 
Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.

Esther hættir eftir tólf ára starf
Fréttir 21. febrúar 2024

Esther hættir eftir tólf ára starf

Esther Sigfúsdóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins á...

Hvítlaukssalt úr Dölunum
Fréttir 21. febrúar 2024

Hvítlaukssalt úr Dölunum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölunum búast við sex til átta tonna uppsker...

Hámarksgildi heimilaðs kadmíums aukið
Fréttir 21. febrúar 2024

Hámarksgildi heimilaðs kadmíums aukið

Matvælaráðherra hefur með breytingu á reglugerð um ólífrænan áburð gefið bráðabi...

Fuglum fækkar í talningu
Fréttir 19. febrúar 2024

Fuglum fækkar í talningu

Vetrartalning á fuglum dróst út janúar, en hefð er fyrir því að telja í upphafi ...

Gúrkuuppskera aldrei meiri
Fréttir 19. febrúar 2024

Gúrkuuppskera aldrei meiri

Metuppskera var í gúrkuræktun á síðasta ári, eða 2.096 tonn. Stöðugur vöxtur hef...

Samdráttur í leyfðum kvóta ársins
Fréttir 16. febrúar 2024

Samdráttur í leyfðum kvóta ársins

Leyft verður að veiða alls 800 hreindýr á þessu ári, 403 tarfa og 397 kýr. Þessi...

Skyrdrykkur komst í gegnum nálarauga smakkhóps
Fréttir 16. febrúar 2024

Skyrdrykkur komst í gegnum nálarauga smakkhóps

Hreppa skyrdrykkur kemur á markaðinn í apríl. Í honum eru, að sögn framleiðanda,...