Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Arkitektarnir Hjördís Sigurgísladóttir og Dennis Davíð Jóhannesson.
Arkitektarnir Hjördís Sigurgísladóttir og Dennis Davíð Jóhannesson.
Fólk 19. júní 2017

Sérhönnuðu hagkvæm íbúðarhús fyrir landsbyggðina

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Arkitektarnir Hjördís Sigurgísla­dóttir og Dennis Davíð Jóhannesson hjá ARKHD - Arkitektar Hjördís & Dennis urðu við ákalli landsbyggðarinnar um hönnun á hagkvæmum íbúðarhúsum. Var það gert í samvinnu við Límtré Vírnet. 
 
Fyrstu einingahúsin með nýrri hönnun þeirra Hjördísar og Dennis eru nú að fara að rísa í Vík í Mýrdal. Bændablaðinu lá forvitni á að vita um tilurð þessarar hönnunar og hvað vaki fyrir hugmyndasmiðunum með henni.
 
„Nýlega var haldið málþing hjá Íbúðalánasjóði þar sem leitast var við að svara spurningunni:  Hvernig getum við byggt sem flestar íbúðir með þeim fjármunum sem ríkið leggur til í stofnframlög? Þar vorum við með erindið „Hagkvæm íbúðarhús úr steinullareiningum og límtré. Þar segir m.a. frá því að arkitektarnir Hjördís Sigurgísladóttir  og Dennis Davíð Jóhannesson hafi ákveðið að fara í þann leiðangur að hanna hagkvæm íbúðarhús fyrir landsbyggðina, þar sem þörfin er mikil,“ sagði Dennis.  
 
  „Við lögðum áherslu á að þau yrðu framleidd í verksmiðju hér á landi. Þaðan yrðu þau flutt í einingum á byggingarstað og einingarnar reistar á skömmum tíma.  Við höfðum samband við fyrirtækið Límtré Vírnet um að framleiða þessi hús og var tekið vel í það. Tvö parhús eru þegar komin í framleiðslu og munu rísa í Vík í Mýrdal á næstunni.“
 
Frá hugmynd að veruleika
 
Í tilkynningu sem þau Hjördís og Dennis sendu frá sér um húsin segir m.a.:
„Við erum hér tveir arkitektar sem ákváðum að fara í þann leiðangur að hanna hagkvæm íbúðarhús fyrir landsbyggðina, þar sem þörfin er mikil. Við lögðum áherslu á að þau yrðu framleidd í verksmiðju hér á landi. Þaðan yrðu þau flutt í einingum á byggingarstað og einingarnar reistar á skömmum tíma. Við vildum nota vistvæn efni og að húsin væru framleidd í sátt við umhverfið eins og kostur er, með sjálfbærni að leiðarljósi.“
 
Húsnæðisþörfin á landsbyggðinni
 
„Kannanir sýna að það er mikil þörf fyrir íbúðarhúsnæði á landsbyggðinni, sérstaklega leiguhúsnæði. Þessi húsnæðis­skortur er aðallega vegna þess að mikill munur er víða á stofnkostnaðarverði og markaðsvirði íbúða. Kannanir sýna einnig að mest er þörfin á 2–3 herbergja íbúðum. 
Á landsbyggðinni er sterk hefð fyrir sérbýli og ýmsar aðstæður styðja við það íbúðarform. 
Oft er aðeins þörf fyrir 4–6 íbúðir í hverju sveitarfélagi og þá henta fjölbýlishús ekki. 
Því ákváðum við að leggja áherslu á 3ja herbergja sérbýlishús sem geta verið einbýlis-, par- eða raðhús. Einnig höfum við hannað 2ja og 4–5 herbergja íbúðir sem geta einnig verið einbýlis-, par- eða raðhús.“
 
Einföld og miðuð við íslenskar aðstæður
 
Þau Hjördís og Dennis litu til margvíslegra þátta við hönnun sína sem þyrfti að vera einföld og miðast við íslenskar aðstæður. Íbúðir ættu að vera bjartar og opnar með sveigjanlegu innra skipulagi. Þá væru allir innveggir léttir. 
 
Einnig var horft til þess að fólk gæti lágmarkað kostnað með því að setja veggi utan um baðherbergið og fá sér litla eldhúsinnréttingu og haft annað opið til að byrja með. Þá eru húsin hönnuð með stórum sólpöllum og skjólveggjum. 
 
Stærðir miðast við reglur Íbúðarlánasjóðs
 
Húsin eru framleidd í einingum í verksmiðju Límtré Vírnets á Flúðum og flutt á byggingarstað. Þannig nýtist efnið best og lítið verður um frákast. Eru efni og einingar léttar og meðfærilegar og auðveldar í flutningi. Einingarnar eru síðan reistar á skömmum tíma sem sparar tíma og kostnað. Allar stærðir húsa miðast við hámarksstærðir stofnframlaga Íbúðalánasjóðs. 
 
Veðurþolin og sterkbyggð
 
Íbúðarhúsin eru gerð úr endingargóðum og sterkum efnum sem þola vel ágang veðurs. Þar er um að ræða burðarvirki úr límtré sem Límtré Vírnet framleiðir. Ytri klæðning er úr bárustáli eða áli og tréklæðningu. Gluggar húsanna eru íslensk framleiðsla úr tré að innan en áli að utan. Einangrunin í húsin er líka íslensk steinull frá Skagafirði. 
 
Um 270 þúsund krónur fermetrinn
 
Fullbúin hús, tilbúin að flytja inn í, kosta um 270.000 kr. fermetrinn samkvæmt nýlegu tilboði, miðað við 80 fermetra íbúðir í parhúsum. Efnið í ytri skelina er 25% af heildarkostnaðinum.

5 myndir:

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...