Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Selatalningin mikla
Fréttir 24. ágúst 2021

Selatalningin mikla

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Alls sáust 718 selir í selatalningunni miklu sem fram fór í ellefta skipti nú nýverið. Talningin fer fram á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga. 

Alls tóku 58 sjálfboðaliðar þátt í talningunni í ár, bæði innlendir og erlendir. Sjálfboðaliðar komu frá Þýskalandi, Finnlandi, Ísrael, Bandaríkjunum, Englandi, Ítalíu, og Frakklandi ásamt góðum hópi frá Veraldarvinum, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Selaseturs. 

Markmið talningarinnar er að fylgjast með fjölda og staðsetningu sela á um 107 kílómetra strandlengju Vatnsness og Heggstaðarness á Norðurlandi vestra. Þau 11 ár sem Selatalningin mikla hefur farið fram hafa sést að meðaltali 757 selir hvert sinn. Árin 2008 og 2009 sáust flestir selir, eða yfir 1.000 bæði árin, en árið 2012 sáust aðeins 422 selir.  

Í ár sáust alls 718 selir, sem er meira en síðustu þrjú síðustu skipti en þó minna en árlegt meðaltal gefur til kynna. 

Góð aðsókn hefur verið að Selasetrinu en um mitt sumar voru gestir orðnir fleiri en var allt síðasta sumar. Gestir eru bæði landsmenn á faraldsfæti og erlendir ferðalangar, en einnig er töluvert um hópa sem koma á safnið.

Skylt efni: selir | selatalning

Nýr formaður kjörinn
Fréttir 23. febrúar 2024

Nýr formaður kjörinn

Hjörtur Bergmann Jónsson var kjörinn formaður deildar skógarbænda á fundi deilda...

Sex minkabú eftir á landinu
Fréttir 23. febrúar 2024

Sex minkabú eftir á landinu

Björn Harðarson, bóndi í Holti í Flóa, hefur tekið við sem formaður deildar loðd...

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir...

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.