Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Selatalningin mikla
Fréttir 24. ágúst 2021

Selatalningin mikla

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Alls sáust 718 selir í selatalningunni miklu sem fram fór í ellefta skipti nú nýverið. Talningin fer fram á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga. 

Alls tóku 58 sjálfboðaliðar þátt í talningunni í ár, bæði innlendir og erlendir. Sjálfboðaliðar komu frá Þýskalandi, Finnlandi, Ísrael, Bandaríkjunum, Englandi, Ítalíu, og Frakklandi ásamt góðum hópi frá Veraldarvinum, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Selaseturs. 

Markmið talningarinnar er að fylgjast með fjölda og staðsetningu sela á um 107 kílómetra strandlengju Vatnsness og Heggstaðarness á Norðurlandi vestra. Þau 11 ár sem Selatalningin mikla hefur farið fram hafa sést að meðaltali 757 selir hvert sinn. Árin 2008 og 2009 sáust flestir selir, eða yfir 1.000 bæði árin, en árið 2012 sáust aðeins 422 selir.  

Í ár sáust alls 718 selir, sem er meira en síðustu þrjú síðustu skipti en þó minna en árlegt meðaltal gefur til kynna. 

Góð aðsókn hefur verið að Selasetrinu en um mitt sumar voru gestir orðnir fleiri en var allt síðasta sumar. Gestir eru bæði landsmenn á faraldsfæti og erlendir ferðalangar, en einnig er töluvert um hópa sem koma á safnið.

Skylt efni: selir | selatalning

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...