Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Selatalningin mikla
Fréttir 24. ágúst 2021

Selatalningin mikla

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Alls sáust 718 selir í selatalningunni miklu sem fram fór í ellefta skipti nú nýverið. Talningin fer fram á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga. 

Alls tóku 58 sjálfboðaliðar þátt í talningunni í ár, bæði innlendir og erlendir. Sjálfboðaliðar komu frá Þýskalandi, Finnlandi, Ísrael, Bandaríkjunum, Englandi, Ítalíu, og Frakklandi ásamt góðum hópi frá Veraldarvinum, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Selaseturs. 

Markmið talningarinnar er að fylgjast með fjölda og staðsetningu sela á um 107 kílómetra strandlengju Vatnsness og Heggstaðarness á Norðurlandi vestra. Þau 11 ár sem Selatalningin mikla hefur farið fram hafa sést að meðaltali 757 selir hvert sinn. Árin 2008 og 2009 sáust flestir selir, eða yfir 1.000 bæði árin, en árið 2012 sáust aðeins 422 selir.  

Í ár sáust alls 718 selir, sem er meira en síðustu þrjú síðustu skipti en þó minna en árlegt meðaltal gefur til kynna. 

Góð aðsókn hefur verið að Selasetrinu en um mitt sumar voru gestir orðnir fleiri en var allt síðasta sumar. Gestir eru bæði landsmenn á faraldsfæti og erlendir ferðalangar, en einnig er töluvert um hópa sem koma á safnið.

Skylt efni: selir | selatalning

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...