Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Segir SS hafa lækkað verð til bænda á íslensku svínakjöti um 9% frá áramótum
Fréttir 25. nóvember 2014

Segir SS hafa lækkað verð til bænda á íslensku svínakjöti um 9% frá áramótum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sláturfélag Suðurlands hefur, frá því um síðustu áramót, þrýst innkaupsverði á svínakjöti niður um 9%, segir Hörður Harðarson, framkvæmdastjóri Svínaræktarfélags Íslands.
Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar hefur verð á unnu kjöti, reyktu og söltuðu, hækkað til neytenda um 2% frá áramótum.

Hörður segir að þrátt fyrir lækkun á verði til bænda sjáist engin merki um að neytendur séu að njóta hennar í lækkun á verði á unninni vöru, reyktri eða saltaðri, frá SS.

„Reykt og saltað kjöt í unninni kjötvöru er að langstærstum hluta svínakjöt. Það er mikið af svínakjöti í pylsum. Skinka er uppistaða í áleggi sem framleitt er hér á landi og gæti numið um 70% en skinka er eingöngu unnin úr svínakjöti. Auk þess sem verð á beikoni hefur ekki lækkað þrátt fyrir að bændur séu að fá minna fyrir kílóið frá Sláturfélaginu.“

Gríðarleg aukning á innflutningi á kjöti

„Heildarinnflutningur á kjöti hefur aukist gríðarlega frá því á síðasta ári eða um tæp 77%.
Aukningin í innflutningi á svínakjöti fyrstu níu mánuði ársins er 18,4% eða úr 445 tonnum og í 527 frá sama tíma í fyrra. Hvað nautakjöt varðar hefur hreinlega orðið sprenging í innflutningi og hann farið úr 124 tonnum í 847 tonn frá sama tíma í fyrra.“

Segir Sláturfélagið leiðandi

Hörður segir að Sláturfélag Suðurlands hafi verið leiðandi í verðlækkununum til svínabænda en að aðrir sláturleyfishafar eins og Norðlenska hafi ekki lækkað verð til bænda. „Enda ábyrgir aðilar þar sem vita að búin verða ekki rekin ef verð til bænda er of lágt.“


Mikill þrýstingur á innflutning

„Vegna viðskiptabanns Rússa á vörur frá Evrópusambandinu er mikill þrýstingur á innflutning á kjöti hingað frá ESB. Vegna þessa hefur innflutningsverð á svínakjöti lækkað verulega frá löndum eins og Danmörku, Þýskalandi, Belgíu og Póllandi, þar sem notkun á sýklalyfjum við kjötframleiðslu er mjög víðtæk.

Á sama tíma eru svínabændur hér á landi bundnir í báða skó og hafa takmarkaða möguleika á að flytja út kjöt,“ segir Hörður Harðarson, framkvæmdastjóri Svínaræktarfélags Íslands.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...