Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Segir SS hafa lækkað verð til bænda á íslensku svínakjöti um 9% frá áramótum
Fréttir 25. nóvember 2014

Segir SS hafa lækkað verð til bænda á íslensku svínakjöti um 9% frá áramótum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sláturfélag Suðurlands hefur, frá því um síðustu áramót, þrýst innkaupsverði á svínakjöti niður um 9%, segir Hörður Harðarson, framkvæmdastjóri Svínaræktarfélags Íslands.
Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar hefur verð á unnu kjöti, reyktu og söltuðu, hækkað til neytenda um 2% frá áramótum.

Hörður segir að þrátt fyrir lækkun á verði til bænda sjáist engin merki um að neytendur séu að njóta hennar í lækkun á verði á unninni vöru, reyktri eða saltaðri, frá SS.

„Reykt og saltað kjöt í unninni kjötvöru er að langstærstum hluta svínakjöt. Það er mikið af svínakjöti í pylsum. Skinka er uppistaða í áleggi sem framleitt er hér á landi og gæti numið um 70% en skinka er eingöngu unnin úr svínakjöti. Auk þess sem verð á beikoni hefur ekki lækkað þrátt fyrir að bændur séu að fá minna fyrir kílóið frá Sláturfélaginu.“

Gríðarleg aukning á innflutningi á kjöti

„Heildarinnflutningur á kjöti hefur aukist gríðarlega frá því á síðasta ári eða um tæp 77%.
Aukningin í innflutningi á svínakjöti fyrstu níu mánuði ársins er 18,4% eða úr 445 tonnum og í 527 frá sama tíma í fyrra. Hvað nautakjöt varðar hefur hreinlega orðið sprenging í innflutningi og hann farið úr 124 tonnum í 847 tonn frá sama tíma í fyrra.“

Segir Sláturfélagið leiðandi

Hörður segir að Sláturfélag Suðurlands hafi verið leiðandi í verðlækkununum til svínabænda en að aðrir sláturleyfishafar eins og Norðlenska hafi ekki lækkað verð til bænda. „Enda ábyrgir aðilar þar sem vita að búin verða ekki rekin ef verð til bænda er of lágt.“


Mikill þrýstingur á innflutning

„Vegna viðskiptabanns Rússa á vörur frá Evrópusambandinu er mikill þrýstingur á innflutning á kjöti hingað frá ESB. Vegna þessa hefur innflutningsverð á svínakjöti lækkað verulega frá löndum eins og Danmörku, Þýskalandi, Belgíu og Póllandi, þar sem notkun á sýklalyfjum við kjötframleiðslu er mjög víðtæk.

Á sama tíma eru svínabændur hér á landi bundnir í báða skó og hafa takmarkaða möguleika á að flytja út kjöt,“ segir Hörður Harðarson, framkvæmdastjóri Svínaræktarfélags Íslands.

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...