Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Schwarzenegger sprengir fílatönn í loft upp
Líf&Starf 2. desember 2015

Schwarzenegger sprengir fílatönn í loft upp

Höfundur: Vilmundur Hansen

Leikarinn, sprengjusérfræðingurinn og fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger, lagði nýlega sitt af mörkum til verndunar fíla í heiminum þegar hann sprengdi fílatönn í loft upp á myndbandi.

Myndbandið sýnir Arnald þar sem hann stendur fyrir framan skriðdreka með fílatönn í höndunum. Því næst segir hann með tortímandi röddu veiðiþjófum að hætta að drepa 96 fíla á dag vegna tannanna. Í kjölfarið sést hann tengja við tönnina sprengiefni og sprengja hana í loft upp á heybagga.

Uppátækið er hluti af herferð sem kallast 96 fílar og er ætlað að vekja athygli á þeim fjölda fíla sem að meðaltali eru drepnir af veiðiþjófum á dag vegna tannanna. Ríflega 42 tonn af fílabeini hafa verið gerð upptæk og brennd það sem af er þessu ári þegar reynt hefur verið að smygla því milli landa.

Mest af fílabeini er smyglað frá Kongó, Eþíópíu, Kenía og Mósambík en inn til Kína, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Bandaríkjanna.

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...