Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Schwarzenegger sprengir fílatönn í loft upp
Líf&Starf 2. desember 2015

Schwarzenegger sprengir fílatönn í loft upp

Höfundur: Vilmundur Hansen

Leikarinn, sprengjusérfræðingurinn og fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger, lagði nýlega sitt af mörkum til verndunar fíla í heiminum þegar hann sprengdi fílatönn í loft upp á myndbandi.

Myndbandið sýnir Arnald þar sem hann stendur fyrir framan skriðdreka með fílatönn í höndunum. Því næst segir hann með tortímandi röddu veiðiþjófum að hætta að drepa 96 fíla á dag vegna tannanna. Í kjölfarið sést hann tengja við tönnina sprengiefni og sprengja hana í loft upp á heybagga.

Uppátækið er hluti af herferð sem kallast 96 fílar og er ætlað að vekja athygli á þeim fjölda fíla sem að meðaltali eru drepnir af veiðiþjófum á dag vegna tannanna. Ríflega 42 tonn af fílabeini hafa verið gerð upptæk og brennd það sem af er þessu ári þegar reynt hefur verið að smygla því milli landa.

Mest af fílabeini er smyglað frá Kongó, Eþíópíu, Kenía og Mósambík en inn til Kína, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Bandaríkjanna.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...