Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sauðfjársæðingar 2016
Mynd / Hrútaskrá 2017
Á faglegum nótum 17. nóvember 2016

Sauðfjársæðingar 2016

Höfundur: Eyþór Einarsson, ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt hjá RML
Óhætt er að fullyrða að einn áhrifamesti þátturinn í sauð­fjárkynbótum hér á landi síðustu áratugina séu sauðfjársæðingarnar. Þær gefa færi á aukinni notkun á reyndum úrvalsgripum en notkun á þeim í ákveðnum mæli hámarkar erfðaframfarirnar. 
 
Rannsóknir hafa sýnt að til þess að hámarka erfðaframfarir í íslenskri sauðfjárrækt væri æskilegt að um 15% af ánum væru sæddar, 35% fái við reyndum heimahrútum og 50% fái við lambhrútum. Allt byggir þetta jú á því að val hrúta á öllum stigum heppnist sem skyldi en þar höfum við nokkur öflug hjálpartæki. Má þar nefna ómmælingarnar, líflambadómana, EUROP matið og kynbótamatið.
 
 
Augljós dæmi eru um ávinning sæðinganna. Kemur það m.a. fram í því að ef borin eru saman þau bú sem skara framúr í gæðum og magni afurða við lakari bú að sæðingar eru mun meira stundaðar af fyrrnefnda hópnum. Eins ef má rekja framfarir í einstaka eiginleikum að stærstum hluta til stöðvarhrútanna. Þannig spilaði t.d. val og notkun sæðingastöðvahrúta stóran þátt í að góður árangur hefur náðst á tiltölulega stuttum tíma í ræktun fyrir hóflegri fitusöfnun.
 
Við val á sæðishrútum eru menn hvattir til að nota fleiri hrúta en færri og vera duglegir að prófa þá nýju hrúta sem nú koma inn á stöðvarnar. Hrútarnir standa vissulega fyrir mismunandi kosti og henta því misjafnlega fyrir einstök bú, en allir eiga þeir að hafa eitthvað til brunns að bera sem úrvalskynbótagripir.
 
Hrútavalið 2016
 
Í þeirri hrútaskrá sem bændur munu fá í hendur á næstu dögum verður kynntur sá öflugi hrútakostur sem í boði verður á komandi fengitíð. Reynt er að hafa úrvalið fjölbreytt, því hluti af ræktunarmarkmiðinu er að varðveita fjölbreytileikann m.t.t. þátta eins og hornalags, lita og ullargæða. Í hrútaskrá má finna yfirburðaeinstaklinga fyrir ákveðna eiginleika en jafnframt fjölgar stöðugt hrútum sem sameina ólíka kosti og telja má sem alhliða kynbótahrúta.
 
Í skránni eru 48 hrútar. Hyrndir hrútar eru 31 og þar af 12 nýir. Kollóttir hrútar eru 13 og þar af 5 nýir. Þetta er sami fjöldi nýrra hrúta og teknir voru inn á síðasta ári í þessa flokka. Áfram er á stöð feldfjárhrúturinn Lobbi 09-939. Þá eru tveir forystuhrútar í hópnum og annar þeirra er nýr á stöð (Gils 13-976). Síðan var tekinn inn glæsilegur ferhyrndur hrútur, Alur 13-975 frá Þúfnavöllum 2. Í töflu 1 má sjá lista yfir hrútakostinn og staðsetningu þeirra í vetur, en hluti þeirra dvelur á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands í Þorleifskoti og hluti þeirra á Sauðfjársæðingastöð Vesturlands í Borgarnesi. Nýju hrútarnir eru listaðir upp á eftir reyndu hrútunum í töflunni og eru skáletraðir.
 

„Hrútafundir“ og hrútaskrá

Hrútaskráin er væntanleg úr prentun mánudaginn 21. nóvember.
 
Ritstjóri hennar er, líkt og undanfarin ár, Guðmundur Jóhannesson en textar um hrúta eru ritaðir af sauðfjárráðunautum RML. Í kjölfar útgáfunnar hefst röð kynningarfunda á vegum búnaðarsambandanna vítt og breitt um landið og þar verður m.a. skránni dreift. Á fundunum munu sauðfjárráðunautar RML lýsa kostum hrútanna og ræða ræktunarstarfið. Yfirlit yfir fundina er að finna í töflu 2.
 
Vonandi sjá sem flestir áhugamenn um sauðfjárrækt sér fært að mæta og bændur hvattir til að vera duglegir að nýta sér kosti sæðinganna til að kynbæta fé sitt. 
 
 
 
 
 
Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...