Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mynd tekin út kjötborði verslunar á Íslandi 29. júlí 2019 af innfluttum hryggjum frá Nýja-Sjálandi. Um er að ræða framleiðslu ársins 2017 sem er „best fyrir” desember 2020.
Mynd tekin út kjötborði verslunar á Íslandi 29. júlí 2019 af innfluttum hryggjum frá Nýja-Sjálandi. Um er að ræða framleiðslu ársins 2017 sem er „best fyrir” desember 2020.
Fréttir 31. júlí 2019

Sauðfjárbændur vilja flýta slátrun til að útvega lambahryggi

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Landssamtök sauðfjárbænda (LS) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að um síðustu mánaðamót hafi uppsafnaður innflutningur á lambahryggjum til Íslands á árinu numið 12 tonnum. Samtökin hvetja sláturleyfishafa til að flýta slátrun og fullyrða að ekki standi á sauðfjárbændum að koma með lömb til slátrunar. Staðfest er að fyrstu hryggir af framleiðslu ársins 2019 verða til í þarnæstu viku í sláturhúsinu á Hvammstanga.

Samkvæmt heimildum LS kemur meirihluti erlendu hryggjanna frá Nýja- Sjálandi. Benda samtökin á að rúmir 17 þúsund kílómetrar séu í beinni loftlínu frá höfuðborginni Wellington til Reykjavíkur. „Þessir hryggir voru fluttir inn með samningsbundnum tollum Íslands við erlend ríki og eru nú til dreifingar í íslenskum verslunum og kannski líka í mötuneytum og á veitingastöðum,” segir í tilkynningu LS.

Kaupmenn gera áhlaup á eðlilega verðmyndun á íslenskum markaði

Rifjuð eru upp orð Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann segir að tugir tonna af lambahryggjum séu á leiðinni til landsins þessa dagana. Þeir gætu mögulega verið komnir í verslanir í næstu viku.

„Það geta þeir hvort sem þeir eru fluttir inn á lækkuðum tolli eða ekki enda innflutningur á frosnu lambakjöti heimill hvenær sem er ársins. Kappið snýst nefnilega ekki um að uppfylla skort á markaði því innlendir sláturleyfishafar eru flestir ennþá að afgreiða frá sér innlenda hryggi eða hryggjavöru og eiga í birgðum nóg til að anna sínum samningsbundnu viðskiptavinum,” segir í tilkynningu LS og þar er haldið áfram:

„Kappið hjá Samtökum verslunar og þjónustu og Félagi atvinnurekenda snýst um að gera áhlaup á eðlilega verðmyndun á íslenskum markaði allt næsta ár með því að flytja inn mikið magn hryggja með undanþágu frá alþjóðlegum tollasamningum Íslands. Það er tvennt ólíkt.”

Hryggir af nýslátruðu brátt í boði

Ný framleiðsla ágústmánaðar af hryggjum og hryggjavöru verður að minnsta kosti 25-30 tonn í þeim slátrunum sem þegar er búið að staðfesta og annar það væntanlega um þriðjungi eftirspurnar mánaðarins að mati LS. Vonast er til að fleiri sláturleyfihafar flýti slátrun og ef það gengur eftir verður framleiðslan enn meiri. „Núna er staðfest að fyrstu hryggir af framleiðslu ársins 2019 verða til í þarnæstu viku á Hvammstanga.  Það er í 150 km fjarlægð frá Reykjavík. Það mun ekki standa á sauðfjárbændum að koma með lömb til slátrunar því okkur þykir vænt um okkar góða samband við neytendur hér á landi.”

Nóg úrval var af íslenskum hryggjum í verslun Krónunnar á Granda í Reykjavík á sunnudaginn var. Myndir / TB

Hvetja neytendur til að spyrja um uppruna kjöts

Í lok tilkynningar LS skora samtökin á neytendur að horfa á upprunamerkingar á kjöti og óska eftir upplýsingum um uppruna ef vara er ómerkt, t.d. á veitingahúsum eða í mötuneytum. „Vonandi verða upprunamerkingar erlendu hryggjanna, komi til meiri innflutnings, alls staðar jafn góðar og á hryggjunum sem við fengum sendar myndir af úr íslenskri verslun fyrr í vikunni,” segir í tilkynningu Landssamtaka sauðfjárbænda.

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...