Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Sauðfjárafurðir
Fréttir 29. ágúst 2023

Sauðfjárafurðir

Höfundur: Sverrir Falur Björnsson
Framleiðsla á dilkakjöti

Árið 2022 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 7.408 tonn. Gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í framleiðslu á þessu ári og að framleiðslan fari niður í 7.205 tonn. Árið 2017 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 9.206 tonn. Frá þeim tíma hefur framleiðsla dregist saman um nær 1.986 tonn, eða 22%. Yfir sama tímabil hefur sauðfé fækkað um 108.000 vetrarfóðraðar ær, eða 23%.

Afurðaverð

Reiknað afurðaverð fyrir haustið 2023 er 891 kr/kg sem er hækkun um 19% milli ára. Árið 2017 varð algjört hrun í afurðaverði og afkomu sauðfjárbúa. Sú hækkun afurðaverðs sem orðið hefur frá árinu 2017 gerir lítið annað en að leiðrétta þá stöðu.

Sala innanlands

Í lok júní 2023 var uppsöfnuð 12 mánaða sala 6.078 tonn af dilkakjöti, sem er nánast sama magn yfir sama tímabil árið áður. Samdráttur í sölu sem varð árið 2021, vegna Covid-19, er nú að mestu gengin til baka. Birgðir af kindakjöti eru í sögulegu lágmarki og allar líkur á því að sala hefði orðið meiri ef framboð væri nægt.

Útflutningur

Heildarútflutingur árið 2022 var 3.108 tonn, eða nánast sama magn og flutt var út árið áður. Frá áramótum hafa verið flutt út um 739 tonn fyrir um 1.052 milljónir. Meðalverð fyrir þennan útflutning er um 1.052 kr/kg. Meðalverð útflutnings hefur farið hækkandi undanfarin ár. Árið 2021 var meðalverðið 791 kr/kg og árið 2022 865 kr/kg. Verð á heimsmarkaði hefur lækkað nokkuð að undanförnu, en þó ekki þannig að hækkunin sem varð 2021 hafi að fullu gengið til baka. Á þessu árið er því spáð að verð haldist áfram há enda spáð aukinni eftirspurn en á sama tíma samdrætti í framleiðslu.

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.