Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sauðfjárafurðir
Fréttir 29. ágúst 2023

Sauðfjárafurðir

Höfundur: Sverrir Falur Björnsson
Framleiðsla á dilkakjöti

Árið 2022 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 7.408 tonn. Gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í framleiðslu á þessu ári og að framleiðslan fari niður í 7.205 tonn. Árið 2017 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 9.206 tonn. Frá þeim tíma hefur framleiðsla dregist saman um nær 1.986 tonn, eða 22%. Yfir sama tímabil hefur sauðfé fækkað um 108.000 vetrarfóðraðar ær, eða 23%.

Afurðaverð

Reiknað afurðaverð fyrir haustið 2023 er 891 kr/kg sem er hækkun um 19% milli ára. Árið 2017 varð algjört hrun í afurðaverði og afkomu sauðfjárbúa. Sú hækkun afurðaverðs sem orðið hefur frá árinu 2017 gerir lítið annað en að leiðrétta þá stöðu.

Sala innanlands

Í lok júní 2023 var uppsöfnuð 12 mánaða sala 6.078 tonn af dilkakjöti, sem er nánast sama magn yfir sama tímabil árið áður. Samdráttur í sölu sem varð árið 2021, vegna Covid-19, er nú að mestu gengin til baka. Birgðir af kindakjöti eru í sögulegu lágmarki og allar líkur á því að sala hefði orðið meiri ef framboð væri nægt.

Útflutningur

Heildarútflutingur árið 2022 var 3.108 tonn, eða nánast sama magn og flutt var út árið áður. Frá áramótum hafa verið flutt út um 739 tonn fyrir um 1.052 milljónir. Meðalverð fyrir þennan útflutning er um 1.052 kr/kg. Meðalverð útflutnings hefur farið hækkandi undanfarin ár. Árið 2021 var meðalverðið 791 kr/kg og árið 2022 865 kr/kg. Verð á heimsmarkaði hefur lækkað nokkuð að undanförnu, en þó ekki þannig að hækkunin sem varð 2021 hafi að fullu gengið til baka. Á þessu árið er því spáð að verð haldist áfram há enda spáð aukinni eftirspurn en á sama tíma samdrætti í framleiðslu.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...