Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Vestmannaeyjabær uppfærði gjaldskrá fyrir afskipti af lausagöngufé í vor. Mynd tekin í Heimaey.
Vestmannaeyjabær uppfærði gjaldskrá fyrir afskipti af lausagöngufé í vor. Mynd tekin í Heimaey.
Mynd / ghp
Fréttir 31. ágúst 2023

Sauðfé sleppur út fyrir girðingar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Vestmannaeyjabær hefur ekki enn gripið til gjaldheimtu vegna afskipta af lausagöngufé. Sauðfé hefur þó reglulega komist út úr beitarhólfum í sumar.

Sveitarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti uppfærða gjaldskrá fyrir handsömun eða afskipti af lausagöngufé í byrjun sumars. Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, segir ástandið hafa lagast eftir að verðskráin var hækkuð, þó enn sleppi fé út fyrir þau svæði sem þeim er ætlað.

Brynjar segir að til fjölda ára hafi lausaganga á sauðfé verið til vandræða, sérstaklega á syðri hluta Heimaeyjar, þar sem byggðin er dreifðari. Í sumar voru tilfelli þar sem sauðfé gekk laust í þéttbýlinu. Umræða um þessi mál hefur verið hávær í bæjarfélaginu í undanfarið. Brynjar segir þessi mál vera viðkvæm og því hefur sveitarfélagið ekki enn rukkað viðkomandi búfjáreigendur fyrir afskipti af fénu.

Brynjar segir að þónokkrir aðilar séu með sauðfé í Heimaey og telur hann að lausagönguféð komi frá litlum hluta búfjáreigendanna. Samkvæmt matvælaráðuneytinu voru 172 vetrarfóðraðar kindur skráðar í Vestmannaeyjum síðastliðið haust. Í þeim tölum er ekki tekið sérstaklega fram hversu stór hluti er í Heimaey eða í úteyjunum.

Samkvæmt Brynjari hefur verið unnið að endurbótum á girðingum í sumar og er ástandið að færast í rétta átt. Vinsæll göngustígur liggur hins vegar í gegnum eina girðinguna og sleppur fé gjarnan út þegar fólk lokar ekki hliðum. Í ljósi þessa segir Brynjar að ekki sé hægt að skella skuldinni á búfjáreigendurna í öllum tilfellum.

Skylt efni: lausaganga sauðfjár

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...