Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vestmannaeyjabær uppfærði gjaldskrá fyrir afskipti af lausagöngufé í vor. Mynd tekin í Heimaey.
Vestmannaeyjabær uppfærði gjaldskrá fyrir afskipti af lausagöngufé í vor. Mynd tekin í Heimaey.
Mynd / ghp
Fréttir 31. ágúst 2023

Sauðfé sleppur út fyrir girðingar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Vestmannaeyjabær hefur ekki enn gripið til gjaldheimtu vegna afskipta af lausagöngufé. Sauðfé hefur þó reglulega komist út úr beitarhólfum í sumar.

Sveitarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti uppfærða gjaldskrá fyrir handsömun eða afskipti af lausagöngufé í byrjun sumars. Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, segir ástandið hafa lagast eftir að verðskráin var hækkuð, þó enn sleppi fé út fyrir þau svæði sem þeim er ætlað.

Brynjar segir að til fjölda ára hafi lausaganga á sauðfé verið til vandræða, sérstaklega á syðri hluta Heimaeyjar, þar sem byggðin er dreifðari. Í sumar voru tilfelli þar sem sauðfé gekk laust í þéttbýlinu. Umræða um þessi mál hefur verið hávær í bæjarfélaginu í undanfarið. Brynjar segir þessi mál vera viðkvæm og því hefur sveitarfélagið ekki enn rukkað viðkomandi búfjáreigendur fyrir afskipti af fénu.

Brynjar segir að þónokkrir aðilar séu með sauðfé í Heimaey og telur hann að lausagönguféð komi frá litlum hluta búfjáreigendanna. Samkvæmt matvælaráðuneytinu voru 172 vetrarfóðraðar kindur skráðar í Vestmannaeyjum síðastliðið haust. Í þeim tölum er ekki tekið sérstaklega fram hversu stór hluti er í Heimaey eða í úteyjunum.

Samkvæmt Brynjari hefur verið unnið að endurbótum á girðingum í sumar og er ástandið að færast í rétta átt. Vinsæll göngustígur liggur hins vegar í gegnum eina girðinguna og sleppur fé gjarnan út þegar fólk lokar ekki hliðum. Í ljósi þessa segir Brynjar að ekki sé hægt að skella skuldinni á búfjáreigendurna í öllum tilfellum.

Skylt efni: lausaganga sauðfjár

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...