Vestmannaeyjabær uppfærði gjaldskrá fyrir afskipti af lausagöngufé í vor. Mynd tekin í Heimaey.
Vestmannaeyjabær uppfærði gjaldskrá fyrir afskipti af lausagöngufé í vor. Mynd tekin í Heimaey.
Mynd / ghp
Fréttir 31. ágúst 2023

Sauðfé sleppur út fyrir girðingar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Vestmannaeyjabær hefur ekki enn gripið til gjaldheimtu vegna afskipta af lausagöngufé. Sauðfé hefur þó reglulega komist út úr beitarhólfum í sumar.

Sveitarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti uppfærða gjaldskrá fyrir handsömun eða afskipti af lausagöngufé í byrjun sumars. Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, segir ástandið hafa lagast eftir að verðskráin var hækkuð, þó enn sleppi fé út fyrir þau svæði sem þeim er ætlað.

Brynjar segir að til fjölda ára hafi lausaganga á sauðfé verið til vandræða, sérstaklega á syðri hluta Heimaeyjar, þar sem byggðin er dreifðari. Í sumar voru tilfelli þar sem sauðfé gekk laust í þéttbýlinu. Umræða um þessi mál hefur verið hávær í bæjarfélaginu í undanfarið. Brynjar segir þessi mál vera viðkvæm og því hefur sveitarfélagið ekki enn rukkað viðkomandi búfjáreigendur fyrir afskipti af fénu.

Brynjar segir að þónokkrir aðilar séu með sauðfé í Heimaey og telur hann að lausagönguféð komi frá litlum hluta búfjáreigendanna. Samkvæmt matvælaráðuneytinu voru 172 vetrarfóðraðar kindur skráðar í Vestmannaeyjum síðastliðið haust. Í þeim tölum er ekki tekið sérstaklega fram hversu stór hluti er í Heimaey eða í úteyjunum.

Samkvæmt Brynjari hefur verið unnið að endurbótum á girðingum í sumar og er ástandið að færast í rétta átt. Vinsæll göngustígur liggur hins vegar í gegnum eina girðinguna og sleppur fé gjarnan út þegar fólk lokar ekki hliðum. Í ljósi þessa segir Brynjar að ekki sé hægt að skella skuldinni á búfjáreigendurna í öllum tilfellum.

Skylt efni: lausaganga sauðfjár

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...

Verður versluninni á Hellu lokað?
Fréttir 19. september 2023

Verður versluninni á Hellu lokað?

Óvissa er um framtíð einu matvöruverslunarinnar á Hellu.

Í sameiningar­hugleiðingum
Fréttir 18. september 2023

Í sameiningar­hugleiðingum

Forsvarsmenn Árneshrepps vilja nú skoða mögulega sameiningu við önnur sveitarfél...

Jafnt kynjahlutfall nemenda
Fréttir 18. september 2023

Jafnt kynjahlutfall nemenda

Alls hófu 128 nemendur nám í Menntaskólanum á Laugarvatni nýverið og dvelja alli...

Opið fyrir umsóknir um selveiði
Fréttir 15. september 2023

Opið fyrir umsóknir um selveiði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um leyfi til selveiða til eigin nytja árið 2024...

Hunangsuppskera mjög góð
Fréttir 15. september 2023

Hunangsuppskera mjög góð

Fjöldi félagsmanna er um 120 ræktendur sem eru staðsettir víðs vegar um landið þ...

Hvað er ... Aspartam?
20. september 2023

Hvað er ... Aspartam?

Um guð og snjótittlinginn
20. september 2023

Um guð og snjótittlinginn

Ætlar að verða bóndi!
20. september 2023

Ætlar að verða bóndi!

Borgfirskri 19. aldar sögu gerð skil
20. september 2023

Borgfirskri 19. aldar sögu gerð skil

Frozen jólakjóll
26. nóvember 2014

Frozen jólakjóll