Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kindur éta egg úr hreiðri spóa.  Á neðri myndinni hefur spói verið fældur upp og lambið er með snoppuna ofan í hreiðrinu.
Kindur éta egg úr hreiðri spóa. Á neðri myndinni hefur spói verið fældur upp og lambið er með snoppuna ofan í hreiðrinu.
Lesendabásinn 3. desember 2014

Sauðfé étur egg og unga

Höfundur: Tómas Grétar Gunnarsson og Borgný Katrínardóttir

Færst  hefur í vöxt að rannsakendur, veiðimenn og fleiri notfæri sér sjálfvirkar myndavélar til að fylgjast með atburðum sem annars er erfitt að verða vitni að. Slíkar myndavélar eru oft búnar hreyfi- og/eða hitaskynjurum, jafnvel farsímabúnaði og eru á viðráðanlegu verði.

Sumrin 2010–2013 voru myndavélar settar upp við mófuglahreiður á þremur bæjum í Rangárvallasýslu. Myndavélarnar tóku myndir við hreyfingu og skrásettu alla sem heimsóttu hreiðrin. Þannig mátti greina á öruggan hátt hverjir rændu hreiður. Nokkuð kom á óvart að sauðfé reyndist afkastamesti eggjaræninginn á tveimur af bæjunum þremur og var einnig staðið að verki á þeim þriðja (Borgný Katrínardóttir 2012, Aníta Ólöf Jónsdóttir, óbirt gögn, 1. mynd). Tvisvar sinnum fóru hestar einnig í hreiður og skemmdu egg.

Þessar athuganir eru ekki einsdæmi. Í grein í fuglatímaritinu Blika árið 1992 lýsir höfundur því þegar hann verður ítrekað vitni að því að kindur éta egg úr hreiðrum fugla í Engidal í S-Þingeyjarsýslu. Þau hreiður áttu heiðlóa, grafönd og rjúpa. Í öðrum tilfellum sá höfundur kindur hlaupa til og leita án árangurs þegar fuglar flugu upp en það voru hrossagaukur og þúfutittlingur (Kristlaug Pálsdóttir 1992).
Upp úr miðri síðustu öld komst sauðfé upp á lagið með að éta hausinn af kríuungum á Flatey á Skjálfanda og urðu að minnsta kosti nokkrir tugir kindum að bráð (Sigurður Gunnarsson 2000). Hliðstæð dæmi eru til frá eyjunni Foula við Skotland þar sem sauðfé át hluta af a.m.k. 680 kríuungum og 10 kjóaungum milli 1973 og 1980. Yfirleitt voru það útlimir sem voru étnir en í sumum tilfellum höfuð (Furness 1988).
Egg og ungar eru næringarrík fæða og ekki þarf að koma á óvart að sauðfé sæki í slíkt. Grasbítar eru til dæmis sólgnir í prótein- og kalkríka fæðu eins og síld ef hún er í boði. Hvort að afrán sauðfjár á eggjum og ungum fugla skiptir máli fyrir afkomu fuglastofna er óþekkt en forvitnilegt væri að kanna betur umfang og útbreiðslu þessa atferlis. Á Íslandi eru afar stórir mófuglastofnar sem þrífast vel á opnu landi í úthaga. Þessu landslagi er viðhaldið með beit og því má segja að hófleg beit sé einnig forsenda fyrir blómlegu mófuglalífi.

Heimildir
Borgný Katrínardóttir, 2012, The importance of Icelandic riverplains as breeding habitats for Whimbrels Numenius phaeopus, Meistararitgerð. Líf- og umhverfisvísindadeild. Háskóli Íslands. 50 bls.
Furness, R.W. 1988. The predation of Tern chicks by sheep. Bird Study 35. Bls. 199-202.
Kristlaug Pálsdóttir. 1992. Eggjaát hjá kindum. Bliki 12. Bls. 55-56.
Sigurður Gunnarsson 2000. Höfuðlausir kríuungar. Bliki 20: 65.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...