Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ásta Dóra í daglegum göngutúr í Mosfellsdal með kindurnar sínar og hunda. Sjónvarpsstjarnan Skvetta gengur fremst.
Ásta Dóra í daglegum göngutúr í Mosfellsdal með kindurnar sínar og hunda. Sjónvarpsstjarnan Skvetta gengur fremst.
Mynd / Arnheiður Guðlaugsdóttir og í einkaeign
Líf&Starf 22. febrúar 2017

Sauðfé er fljótt að læra og skynsamt

Höfundur: AG
„Svo einkennilega sem það hljómar þá sagði mamma mér að ég hefði nokkurra mánaða gömul séð einhvern bleikan tuskuhund. Hún fullyrti að við það hefði eitthvað gerst í höfðinu á mér.“ segir Ásta Dóra Ingadóttir, aðspurð um það hvernig þessi ótæmandi áhugi á dýrum hafi byrjað.  
 
Ásta Dóra stofnaði hundaskólann Gallerí Voff árið 1991 eftir að hafa útskrifast úr hinum virta hundaskóla, The Northern Centre for Animal Behaviour  á Englandi. Hún hefur einna mestu reynslu af dýratamningum hér á landi og hefur tamið fjölda dýra fyrir leikhús, auglýsingar og bíómyndir.
 
„Þegar ég var lítil átti ég fyrst heima í Garðsenda í Reykjavík en þrátt fyrir hundabann gengu nokkrir hundar oft lausir í hverfinu. Ég var mjög ung, kannski fimm ára, þegar ég tók hunda sem voru á ferli  traustataki, setti þá í band, og fór með þá heim og gaf þeim mjólk. Síðan sleppti ég þeim bara út aftur. Ég flutti síðan í Árbæjarhverfið. Þar sem ég bjó í blokk var ekki möguleiki að vera með dýr, svo ég fór að fara upp í Víðidal og Fák og niður í Smálönd til að fá að fara á hestbak og vera innan um hestana.“
 
Dýraáhugi Ástu Dóru nær til allra dýra. Á yngri árum safnaði hún grasmöðkum í krukku og tók mýs með sér heim úr hesthúsunum við litla gleði annarra á heimilinu. „Mamma varð ekkert sérstaklega hrifin þegar mýsnar voru farnar að hlaupa upp gólfsíðar gardínurnar í stofunni og taka sér bólfestu uppi á gardínuköppunum.“
 
Kindin Skvetta lék í síðasta áramótaskaupi
 
Eins og fyrr segir hefur Ásta Dóra rekið hundaskóla frá árinu 1991 og heldur hundanámskeið á öllum árstímum. Hún býr einnig með nokkrar kindur og hesta á búgarði sínum, Reykjahlíð í Mosfellsdal. Ásta Dóra  var ung þegar hún fór að vinna í Tjaldanesi þar í nágrenninu og bjó þá í Reykjahlíð, sem hún síðar keypti.
 
Dýrin hennar Ástu Dóru hafa leikið í sjónvarpi og kvikmyndum og í síðasta áramótaskaupi lék kindin Skvetta í fyrsta atriði þess. Þá  þjálfaði hún líka labrador-hundinn sem leikur í nýlegri og skemmtilegri auglýsingu frá Skeljungi. Þá hljóp kötturinn hennar, Jói, á eftir rauðum hnykli um allt hús í sjónvarpsauglýsingu.
 
„Fyrstu þrjár kindurnar mínar  fékk ég, móðurlaus lömb, frá Heiðar­bæ í Þingvallasveit, Síðan hefur þeim aðeins fjölgað. Ég fer með kindur og hunda daglega í göngutúra og rölti hér í nágrenninu ýmist upp í fjall eða í göturnar hér í kring. Ég skipti mér ekki mikið af þeim nema ef ég þarf að fara yfir þjóðveginn eða víkja fyrir umferð á götunum hér í kring. Þá gegna þær innkalli og koma á sprettinum og fá grasköggla í verðlaun. Kindurnar njóta göngutúranna og þær narta, skoða og stangast á en ég þarf aldrei að þvinga þær til að koma með. Viðra líka sjálfa mig og alla hundana samtímis. Yfir fengi­tímann fæ ég lánaða hrúta og þeir falla strax inn í hópinn og fara bara með í göngutúrana,“ segir hinn snjalli dýratemjari, Ásta Dóra Ingadóttir.

3 myndir:

Skylt efni: dýratamningar

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...