Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Lárus Á. Hannesson, formaður Landssambands hestamanna.
Lárus Á. Hannesson, formaður Landssambands hestamanna.
Fréttir 2. desember 2014

Sáttarhugur í mönnum að sögn nýs formanns

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsverðar deilur hafa verið innan Landssambands hestamanna vegna staðarvals fyrir næsta landsmót. Deilurnar enduðu með því að Haraldur Þórarinsson sagði af sér formennsku í landsambandinu á stormasömu landsþingi þess. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um staðsetningu næsta landsmóts.

Lárus Á. Hannesson, sem var kostinn formaður Landssambands hestamanna á framhaldsaðalfundi sambandsins fyrir skömmu, sagði í samtali við Bændablaðið að hann teldi vera sáttarhug í mönnum. „Ég á ekki von á öðru en að landssambandið eigi eftir að vinna sig út úr þessum erfiðleikum enda ekki farsælt fyrir nokkurn mann eða félag innan sambandsins að standa í deilum.“

Deilur um staðsetningu

Forsaga málsins er að Stjórn LH hafði ákveðið að hefja samningaviðræður við Gullhyl ehf., félag hestamannafélaga í Skagafirði, um að halda landsmótið árið 2016. Í byrjun október var samþykkt að draga þá ákvörðun til baka og ganga til samninga við hestamannafélagið Sprett í Kópavogi og Garðabæ um að halda mótið. Einnig hafði stjórn ákveðið að ganga til viðræðna við Fák í Reykjavík um að halda Landsmót árið 2018.

Skagfirðingum var tilkynnt um breytingar fáum dögum fyrir landsþing. Þeir lögðu á þinginu fram tillögu þess efnis að stjórn LH myndi draga til baka þá ákvörðun sína að halda ekki landsmót á Vindheimamelum árið 2016. Tillagan var samþykkt.

Í kjölfar þess sagði formaður stjórnar Landssambands hestamanna af sér og ný stjórn var kosin í kjölfarið.

Ákvörðun um staðsetningu óviss

Lárus segir að ekki sé enn búið að taka ákvörðun um hvar næsta landsmót verði haldið. „Við munum funda um málið á næstunni og í framhaldi af því hefst vinna við að finna landsmótinu staðsetningu. Nýja stjórnin er að skoða stöðuna og hvaða hugmyndir eru á lofti.“

Aðspurður segist Lárus ekki vilja gefa upp hvar hann persónulega vill halda næsta Landsmót hestamanna.

„Landsmót hestamanna er stórviðburður og endalausar hugmyndir um hvernig fyrirkomulag þess á að vera. Mótin eru þess vegna í stanslausri þróun og svo verður áfram um ókomna tíð,“ segir Lárus Á. Hannesson, formaður Landssambands hestamanna.

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...