Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Lárus Á. Hannesson, formaður Landssambands hestamanna.
Lárus Á. Hannesson, formaður Landssambands hestamanna.
Fréttir 2. desember 2014

Sáttarhugur í mönnum að sögn nýs formanns

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsverðar deilur hafa verið innan Landssambands hestamanna vegna staðarvals fyrir næsta landsmót. Deilurnar enduðu með því að Haraldur Þórarinsson sagði af sér formennsku í landsambandinu á stormasömu landsþingi þess. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um staðsetningu næsta landsmóts.

Lárus Á. Hannesson, sem var kostinn formaður Landssambands hestamanna á framhaldsaðalfundi sambandsins fyrir skömmu, sagði í samtali við Bændablaðið að hann teldi vera sáttarhug í mönnum. „Ég á ekki von á öðru en að landssambandið eigi eftir að vinna sig út úr þessum erfiðleikum enda ekki farsælt fyrir nokkurn mann eða félag innan sambandsins að standa í deilum.“

Deilur um staðsetningu

Forsaga málsins er að Stjórn LH hafði ákveðið að hefja samningaviðræður við Gullhyl ehf., félag hestamannafélaga í Skagafirði, um að halda landsmótið árið 2016. Í byrjun október var samþykkt að draga þá ákvörðun til baka og ganga til samninga við hestamannafélagið Sprett í Kópavogi og Garðabæ um að halda mótið. Einnig hafði stjórn ákveðið að ganga til viðræðna við Fák í Reykjavík um að halda Landsmót árið 2018.

Skagfirðingum var tilkynnt um breytingar fáum dögum fyrir landsþing. Þeir lögðu á þinginu fram tillögu þess efnis að stjórn LH myndi draga til baka þá ákvörðun sína að halda ekki landsmót á Vindheimamelum árið 2016. Tillagan var samþykkt.

Í kjölfar þess sagði formaður stjórnar Landssambands hestamanna af sér og ný stjórn var kosin í kjölfarið.

Ákvörðun um staðsetningu óviss

Lárus segir að ekki sé enn búið að taka ákvörðun um hvar næsta landsmót verði haldið. „Við munum funda um málið á næstunni og í framhaldi af því hefst vinna við að finna landsmótinu staðsetningu. Nýja stjórnin er að skoða stöðuna og hvaða hugmyndir eru á lofti.“

Aðspurður segist Lárus ekki vilja gefa upp hvar hann persónulega vill halda næsta Landsmót hestamanna.

„Landsmót hestamanna er stórviðburður og endalausar hugmyndir um hvernig fyrirkomulag þess á að vera. Mótin eru þess vegna í stanslausri þróun og svo verður áfram um ókomna tíð,“ segir Lárus Á. Hannesson, formaður Landssambands hestamanna.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f