Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sarafia – heklað teppi
Hannyrðahornið 26. júlí 2016

Sarafia – heklað teppi

Höfundur: Handverkskúnst

Þetta teppi er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hef heklað svo mörg svona teppi að ég hef ekki tölu á því lengur og útkoman alltaf jafn falleg.

Garn: Kartopu Basak frá Garn.is Litur A: Ljósbrúnn (K855) - 2 dokkur Litur B: Dökktúrkís (K520), Túrkís (K515), Eplagrænn (K442) - 1 dokka af hverjum lit. Heklunál: 3,5 mm Stærð: ca. 80x100 cm

Skammstafanir: sl. = sleppa, L = lykkja, LL = loftlykkja, LL BIL = loftlykkjubil, KL = keðjulykkja, FP = fastapinni, ST = stuðull.

Ferningur: Heklið 48 ferninga. Í þessu teppi eru 16 ferningar með hverjum lit. Þetta er einungis viðmið og er að sjálfsögðu hægt að leika sér með liti og stærð. Byrjið með lit A. Heklið 5 LL, tengið saman í hring með KL.

1. umf: Heklið 3 LL (telst sem 1 ST), 2 ST inn í hringinn, 3 LL, *3 ST, 3 LL* endurtakið frá * að * 2x til viðbótar, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim þrem sem gerðar voru í byrjun umf. Slítið bandið og skiptið yfir í lit B.

2. umf: Byrjið í síðasta LL-BILI fyrri umf. Heklið 5 LL (telst sem 1 ST, 2 LL), *sl. 3 ST, [3 ST, 3 LL, 3 ST] allt í næsta LL-BIL, 2 LL* endurtakið frá * til * 2x til viðbótar. Í síðasta LL-BILIÐ er heklað [3 ST, 3 LL, 2 ST], lokið umf með KL í þriðju LL af þeim fimm sem gerðar voru í byrjun umf.

3. umf: 5 LL , sl. 2 LL, *1 ST í næstu 3 L, [2 ST, 3 LL, 2 ST] allt í næsta LL-BIL, 1 ST í næstu 3 L, 2 LL* endurtakið frá * til * út umf, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim fimm sem gerðar voru í byrjun umf.

4. umf: 5 LL , sl. 2 LL, *1 ST í næstu 5 L, [2 ST, 3 LL, 2 ST] allt í næsta LL-BIL, 1 ST í næstu 5 L, 2 LL* endurtakið frá * til * út umf, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim fimm sem gerðar voru í byrjun umf.

5. umf: 5 LL , sl. 2 LL, *1 ST í næstu 7 L, [2 ST, 3 LL, 2 ST] allt í næsta LL-BIL, 1 ST í næstu 7 L, 2 LL* endurtakið frá * til * út umf, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim fimm sem gerðar voru í byrjun umf. Slítið frá og skiptið um lit.

6. umf: Tengið lit A þar sem hætt var í fyrri umf. Heklið 5 LL , sl. 2 LL, *1 ST í næstu 9 L, [2 ST, 3 LL, 2 ST] allt í næsta LL-BIL, 1 ST í næstu 9 L, 2 LL* endurtakið frá * til * út umf, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim fimm sem gerðar voru í byrjun umf. Hekla saman: Það eru margar leiðir til að hekla þá saman en mér líkar best við eina fyrir þetta teppi. Leggið 2 ferninga saman á réttunni, heklið KL bara í aftari hluta L (semsé þann helming lykkjunnar sem snýr að röngunni). Heklað utan um: 1. umf: Tengið lit A hvar sem er í teppinu. Heklið 1 LL, 1 FP í sömu lykkju, 1 FP í hverja L, 1-2 FP í hvert LL-BIL, 3 fp í hvert horn, lokið umf með KL í fyrsta FP. 2. umf: Heklið krabbahekl allan hringinn. Slítið bandið og gangið frá endum. 

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...