Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sarafia – heklað teppi
Hannyrðahornið 26. júlí 2016

Sarafia – heklað teppi

Höfundur: Handverkskúnst

Þetta teppi er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hef heklað svo mörg svona teppi að ég hef ekki tölu á því lengur og útkoman alltaf jafn falleg.

Garn: Kartopu Basak frá Garn.is Litur A: Ljósbrúnn (K855) - 2 dokkur Litur B: Dökktúrkís (K520), Túrkís (K515), Eplagrænn (K442) - 1 dokka af hverjum lit. Heklunál: 3,5 mm Stærð: ca. 80x100 cm

Skammstafanir: sl. = sleppa, L = lykkja, LL = loftlykkja, LL BIL = loftlykkjubil, KL = keðjulykkja, FP = fastapinni, ST = stuðull.

Ferningur: Heklið 48 ferninga. Í þessu teppi eru 16 ferningar með hverjum lit. Þetta er einungis viðmið og er að sjálfsögðu hægt að leika sér með liti og stærð. Byrjið með lit A. Heklið 5 LL, tengið saman í hring með KL.

1. umf: Heklið 3 LL (telst sem 1 ST), 2 ST inn í hringinn, 3 LL, *3 ST, 3 LL* endurtakið frá * að * 2x til viðbótar, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim þrem sem gerðar voru í byrjun umf. Slítið bandið og skiptið yfir í lit B.

2. umf: Byrjið í síðasta LL-BILI fyrri umf. Heklið 5 LL (telst sem 1 ST, 2 LL), *sl. 3 ST, [3 ST, 3 LL, 3 ST] allt í næsta LL-BIL, 2 LL* endurtakið frá * til * 2x til viðbótar. Í síðasta LL-BILIÐ er heklað [3 ST, 3 LL, 2 ST], lokið umf með KL í þriðju LL af þeim fimm sem gerðar voru í byrjun umf.

3. umf: 5 LL , sl. 2 LL, *1 ST í næstu 3 L, [2 ST, 3 LL, 2 ST] allt í næsta LL-BIL, 1 ST í næstu 3 L, 2 LL* endurtakið frá * til * út umf, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim fimm sem gerðar voru í byrjun umf.

4. umf: 5 LL , sl. 2 LL, *1 ST í næstu 5 L, [2 ST, 3 LL, 2 ST] allt í næsta LL-BIL, 1 ST í næstu 5 L, 2 LL* endurtakið frá * til * út umf, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim fimm sem gerðar voru í byrjun umf.

5. umf: 5 LL , sl. 2 LL, *1 ST í næstu 7 L, [2 ST, 3 LL, 2 ST] allt í næsta LL-BIL, 1 ST í næstu 7 L, 2 LL* endurtakið frá * til * út umf, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim fimm sem gerðar voru í byrjun umf. Slítið frá og skiptið um lit.

6. umf: Tengið lit A þar sem hætt var í fyrri umf. Heklið 5 LL , sl. 2 LL, *1 ST í næstu 9 L, [2 ST, 3 LL, 2 ST] allt í næsta LL-BIL, 1 ST í næstu 9 L, 2 LL* endurtakið frá * til * út umf, lokið umf með KL í þriðju LL af þeim fimm sem gerðar voru í byrjun umf. Hekla saman: Það eru margar leiðir til að hekla þá saman en mér líkar best við eina fyrir þetta teppi. Leggið 2 ferninga saman á réttunni, heklið KL bara í aftari hluta L (semsé þann helming lykkjunnar sem snýr að röngunni). Heklað utan um: 1. umf: Tengið lit A hvar sem er í teppinu. Heklið 1 LL, 1 FP í sömu lykkju, 1 FP í hverja L, 1-2 FP í hvert LL-BIL, 3 fp í hvert horn, lokið umf með KL í fyrsta FP. 2. umf: Heklið krabbahekl allan hringinn. Slítið bandið og gangið frá endum. 

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi
Fréttir 27. febrúar 2024

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi

Deildarfundur garðyrkjubænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar ...