Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sanngjörn samkeppni?
Skoðun 9. maí 2018

Sanngjörn samkeppni?

Höfundur: Sindri Sigurgeirsson
Þann 1. maí tók gildi nýr viðskiptasamningur á milli Íslands og Evrópusambandsins, oft nefndur tollasamningur. Ísland er nú orðið það land í veröldinni sem leggur tolla á hvað fæstar vörur yfirleitt.
 
Ríkisstjórn áranna 2013–2016 afnam einhliða alla tolla nema á matvörum, án þess að nokkuð kæmi þar á móti. Nær 90% af tollskránni ber engan toll yfirleitt, sama hvaðan vörurnar koma, og enginn gagnkvæmur aðgangur er tryggður á móti. Þessi tala er 26% í Evrópusambandinu. Sama ríkisstjórn undirritaði framangreindan samning haustið 2015. 
 
Tollfrjáls innflutningur frá ESB-löndum
 
Á árunum eftir hrun voru miklir möguleikar fólgnir í auknum útflutningi á skyri og lambakjöti á Evrópumarkað. Framleiðendur í þeim greinum vildu freista þess að fá aukinn markaðsaðgang. ESB verndar nefnilega sína framleiðslu með tollum og er ekki með neinar fyrirætlanir um að hætta því. Vonir stóðu til að í þessum samningi yrði tekið tillit til stærðar markaða – þannig að samið væri um tollfrelsi fyrir sambærilega markaðshlutdeild beggja vegna. Svo varð aldeilis ekki. Samningurinn fellir niður tolla á unnum matvælum frá ESB.  Það eru um 75% af þeim tollnúmerum sem almennt bera toll. Tollar lækka á 8% til viðbótar. Að öllu þessu virtu verður samningurinn til þess að flytja má rúm 97% af tollskránni hingað frá ESB tollfrjálst og tæpt 1% til viðbótar á lægri tollum. Þá standa eftir tæp 2% á fullum tollum. Það er öll tollverndin sem íslensk matvælaframleiðsla nýtur eftir gildistöku samningsins.
 
Fimmföldun innflutningskvóta frá ESB
 
En ekki nóg með það. Í samningnum er til viðbótar kveðið á um tollfrjálsa kvóta – innan þeirra tveggja prósenta sem bera toll. Kvótar sem ESB fær að flytja hingað fimmfaldast þegar samningurinn hefur tekið gildi að fullu í ársbyrjun 2021. Tollfrjálsir kvótar Íslands þrefaldast á sama tíma. 
 
Rislitlar mótvægisaðgerðir
 
Eftir að samningurinn var undirritaður stofnsetti þáverandi landbúnaðarráðherra vinnuhóp til að skoða hvernig mætti koma til móts við fyrirsjáanleg áhrif hans á landbúnað. Sá hópur skilaði skýrslu með átta tillögum í júní 2016. Enn sem komið er hafa ráðherrann og sporgöngufólk hans í ráðuneytinu komið litlu í framkvæmd af þeim tillögum. Ekki einu sinni þeirri að nýting á tollkvótum yrði umreiknuð yfir í kjöt á beini eins og gert er í ESB. Í þeim efnum skiptir máli að spila eftir sömu leikreglum. ESB umreiknar beinlaust kjöt yfir í heila skrokka í mörgum tilvikum. Það er eðlilegt og sanngjarnt að nota sömu stuðla hvort sem kjöt er flutt inn eða út úr landinu. 
 
Þá heimta sumir að hluti kvótanna verði opnaður einhliða strax og vísa til umræðna á Alþingi við afgreiðslu búvörusamninganna árið 2016. Það var vissulega rætt en það var líka rætt að þá þyrfti að hraða opnun á okkar kvóta inn á markaði ESB. Ekki hefur borið á því að það hafi einu sinni verið reynt.
 
Tollvernd er til að jafna samkeppnisstöðu milli landa, til dæmist vegna mismunandi framleiðsluaðstæðna. Með tollvernd er jafnframt leitast við að tryggja innlendan framleiðsluvilja. Hún er önnur tveggja meginstoða landbúnaðarstefnunnar. Sumar búgreinar treysta alfarið á hana, aðrar á beinan stuðning og enn aðrar á blöndu beggja. Allt þetta hefur þýðingu til að standa vörð um innlend störf, heilbrigða búvöruframleiðslu án lyfja og hormóna og byggð í landinu.
 
Íslenskum landbúnaði er ógnað
 
Takist hagsmunagæslumönnum innflutningsaflanna að brjóta það litla sem eftir er af tollvernd innlendra búvara er hætt við því að búskapur dragist hratt saman á Íslandi. Nýliðið Búnaðarþing tók svo djúpt í árinni að álykta um að tollasamningum við ESB frá 2007 og 2015 yrði sagt upp með vísan til breyttra forsenda. Bændur sætta sig einfaldlega ekki við að innlendum landbúnaði sé ógnað með þessum hætti. 
 
Við endurskoðun búvörusamninganna á næsta ári þarf að ræða stöðu og virkni tollverndar í heild. Þar munu bændur krefjast þess að ríkisstjórn Íslands og Alþingi taki stöðu með innlendri matvælaframleiðslu með því að styrkja tollvernd íslensks landbúnaðar.
 
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...