Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sandfellshagi 1 og 2.
Sandfellshagi 1 og 2.
Mynd / Otto Gunnarsson
Bóndinn 8. september 2016

Sandfell

Jörðin er staðsett í Norður-Þingeyjarsýslu. Upp úr 1980 keyptu þeir bræður Gunnar Björnsson og Björn Víkingur Björnsson jörðina af foreldrum sínum. Ráku þeir félagsbú í sameiningu til 2004 en þá tóku Gunnar og Anna reksturinn á leigu og reka hann síðan. 
 
Gunnar er fæddur og uppalinn í Sandfellshaga en Anna er fædd og uppalin í Svíþjóð. Hún flutti hingað 1999. Úti í Svíþjóð eiga þau Gunnar og Anna  um 60 hektara skógarjörð sem þau yrkja einnig. Hefur það verið upplyfting frá amstri búrekstrar hér á Íslandi, að grisja og gróðursetja skóg í Svíþjóð. 
 
Býli:  Félagsbúið Sandfellshaga 2.
 
Staðsett í sveit:  Anna Englund og Gunnar Björnsson reka búið í dag. Bróðir Gunnars og mágkona eiga helminginn af jörðinni á móti þeim.
 
Ábúendur: Ásta Arnbjörg Pétursdóttir og Arnar Árnason.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Börn okkar eru fjögur talsins. Flest eru þó flutt úr heimahúsi. Eldri dóttirin, Lotta, og hennar maður eru að byggja sér hús hér í túnjaðrinum. Yngri dóttirin, Sanna, býr erlendis tímabundið en var að kaupa með okkur nágrannajörð og ætlar sér helst að fara í einhvern búskap á næsta ári. Eldri sonurinn, Elvar, býr nú til reynslu á Bíldudal á Vestfjörðum. Yngri sonurinn, Bensi, var að hefja nám í VMA á Akureyri. 
Snúlli er heimiliskötturinn sem þykir ákaflega gott að borða. Þrír border-collie hundar, Lukka, Von og Loppa yngri. Síðan hefur búið hjá okkur sænsk stúlka, Frida, sem hjálpar til við búskapinn þegar hún er ekki í vinnu.
 
Stærð jarðar?  Jörðin er 9.800 hektarar að stærð. Óskipt með Sandfellshaga 1.
 
Gerð bús? Blandað sauðfjárbú þar sem við vinnum talsvert utan heimilis. Anna hefur unnið undanfarin ár í Þjóðgarðinum í Ásbyrgi yfir sumarið og Gunnar er lítið heima í febrúar og mars þegar hann er við fósturtalningar í sauðfé víða um landið. Eins erum við með um 40 hektara af skógrækt sem við erum u.þ.b. að klára að gróðursetja í.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Núna erum við með um 500 kindur, nokkra nautgripi og um 15 hross. Stefnan er að fjölga nú í haust upp í 700 kindur vegna kaupa okkar á nágrannajörðinni. Sennilega ekki gáfulegt að fjölga þegar verð á lambakjöti til okkar bænda er á hraðri niðurleið. Verðum bara að vona að það fari upp aftur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Hefðbundnir vinnudagar hjá okkur eru sennilega mjög fáir. Auðvitað er fénu gefið kvölds og morgna yfir vetrartímann en öll verk sem þarf að vinna eru bara unnin. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Flest öll störf við búið þykir okkur skemmtileg. Þó eru ákveðin tímabil sem við höfum meira gaman af en önnur svo sem  fengitíð, sauðburður og haustvinnan. Leiðinlegast er sennilega að þurfa að vakta tún og nýræktir fyrir gæsa­ágangi.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan og nú þótt líklegast verði komin einhver ferðaþjónusta inn í reksturinn.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Mættu vera virkari og samstaða og samheldni bænda mætti vera miklu meiri. Þannig myndum við ná meiri og betri árangri í að gera íslenskan landbúnað öflugri og arðsamari.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni?
Íslenskur landbúnaður hefur upp á svo margt að bjóða. Það hvernig okkur tekst að viðhalda honum í sátt við land og þjóð mun ráða mestu um framtíðina.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Það hefur verið talað um það í marga áratugi að finna góða og arðsama markaði erlendis og hefur það litlu skilað. 
Að einn aðili sæi um útflutning væri sennilega best. Þá væru þessi látlausu undirboð sláturleyfishafa á móti hver öðrum ekki inni í myndinni.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólkurvörur, soðin egg, álegg og grænmeti. Slátur og hangikjöt er einnig vinsælt.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillað lambakjöt og ærfillé.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er nú svo margt eftirminnilegt. Það sem stendur þó upp úr er þegar við tókum rafstöðina á bænum í gagnið. Hún þjónar allri bæjartorfunni eða 5 íbúðarhúsum. 
Eins þegar við byrjuðum með fósturtalninguna og fórum að fara um allt land og hitta margt gott og skemmtilegt fólk. 
 
Einnig þegar við tókum nýju sauðburðaraðstöðuna í gagnið og að sjá árangur af uppgræðslu mela á jörðinni sem við héldum áfram með eftir að faðir Gunnars byrjaði á því fyrir 1980 – og svo mætti lengi telja.

6 myndir:

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...