Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Samvinna um matarhátíð í Hörpu
Fréttir 11. febrúar 2014

Samvinna um matarhátíð í Hörpu

Það verður líf og fjör í Hörpu laugardaginn 1. mars næstkomandi, en þá verður haldin sannkölluð matarhátíð í þessu stærsta félagsheimili Íslendinga.
Bændasamtök Íslands munu setja Búnaðarþing með formlegum hætti í hádeginu í salnum Silfurbergi við hátíðlega athöfn. Landbúnaðarverðlaunin verða afhent og gestum boðið upp á ferska hádegishressingu. Allir eru velkomnir á setningarathöfnina, en að þessu sinni verður lögð sérstök áhersla á að bjóða starfsfólki í fyrirtækjum sem tengjast landbúnaði að samgleðjast með bændum þennan dag.
Á sunnudaginn hefjast hefð­bundin þingstörf Búnaðarþings á Hótel Sögu, en áætlað er að þingið standi fram til þriðjudagsins 4. mars.

Kokkakeppni Food & Fun

Eftir setningarathöfn Búnaðarþings verður kokkakeppni Food & Fun í Norðurljósasalnum, þar sem fólk getur fylgst með matreiðslumönnum etja kappi í sínu fagi. Jón Haukur Baldvinsson, verkefnisstjóri Food & Fun, lofar góðri stemningu á kokkakeppninni. „Á sama tíma verða sextán veitingahús, sem taka þátt í Food & Fun, með matarkynningar og bjóða gestum að bragða á fjölbreyttum réttum. Það verða tónlistaratriði og við munum svo sannarlega endurspegla þá jákvæðu heildarupplifun sem fylgir Food & Fun.“
Unnið er að því að fá afurðafyrirtæki bænda og vélasala til þess að leggja hátíðinni lið og sýna hvað þau hafa upp á að bjóða. Grillvagn sauðfjárbænda verður fyrir utan Hörpuna ásamt hamborgarabílnum Tuddanum úr Kjósinni.

Vonast eftir þúsundum gesta á matarmarkað

Ljúfmetisverslunin Búrið heldur víðfrægan matarmarkað í Hörpunni á sama tíma og Búnaðarþing og Food & Fun. Jólamarkaður Búrsins sló eftirminnilega í gegn í desember þegar 16 þúsund gestir streymdu í húsið til að kaupa sér mat beint frá frumframleiðendum. Eirný Sigurðardóttir, sem stýrir markaðnum ásamt Hlédísi Sveinsdóttur, á von á mörgum viðskiptavinum, en markaðurinn verður haldinn bæði á laugardag og sunnudag. „Það er mikil eftirspurn hjá neytendum að koma á matarmarkaði þar sem framleiðendum og vörunum þeirra er hampað með þessum hætti. Það sem mig langar að sýna er rjóminn í íslenskri matvælaframleiðslu og þarna geta neytendur hitt framleiðendur milliliðalaust.“ Eirný segir að stór hópur komi að markaðnum og fjölbreyttur matur verði í boði, til dæmis súkkulaði, mjólkurvörur frá Örnu, nautakjöt, karamellur, sultur, svínakjöt og ótalmargt fleira./TB

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...