Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sigurður Ólafsson, Giljalandi við flettisögina góðu.
Sigurður Ólafsson, Giljalandi við flettisögina góðu.
Á faglegum nótum 8. ágúst 2018

Samvinna á Suðurlandi um viðarnytjar

Starfssvæði Félags skógareigenda á Suðurlandi er víðáttumikið þar sem það nær allt frá Reykjanestá í vestri og að Lónsheiði í austri. Félagar eru á þriðja hundrað talsins og þótt þeir hafi það sameiginlegt að hafa allir áhuga á skógrækt nálgast þeir verkefnið á mismunandi hátt. Viðarnytjar eru þó markmið allra, en viðarnytjar geta verið mjög margvíslegar eins og eftirfarandi saga sýnir.
 
Á fyrri hluta tuttugustu aldar var nóg að nefna Múlakot í Fljótshlíð til að hugurinn hvarflaði til ræktunar og trjágróðurs. Guðbjörg Þorleifsdóttir húsfreyja þar skapaði gróðurreit, sem var einstakur í sinni röð og þar skipaði trjágróðurinn háan sess. Fyrstu trén voru gróðursett árið 1897, örsmáar reyniplöntur, ættaðar frá Nauthúsagili undir Eyjafjöllum. Þessar plöntur urðu með tímanum formæður flestra reynitrjáa í heimilisgörðum á Suðurlandi. 
 
Garðurinn í Múlakoti átti sitt blómaskeið, en eftir að Guðbjörg lést árið 1958, hallaði smám saman undan fæti. 
 
Eigendaskipti um aldamót
 
Eigendaskipti urðu á jörðinni upp úr aldamótum 2000. Nýir eigendur vildu varðveita gömlu húsakynnin og garðinn, en þetta er viðamikið verkefni, sem ekki er á færi einstaklinga.
 
Loks varð úr samvinnuverkefni Rangárþings eystra, Skógasafns og eigenda jarðarinnar eftir að bæjartorfan hafði verið alfriðuð.
 
Þegar Sjálfseignarstofnuninni um framkvæmdir við endurnýjun gömlu bygginganna og garðsins i Múlakoti var komið á fót, hófst samstarf milli Garðyrkjuskóla LbhÍ á Reykjum í Ölfusi og aðila í Múlakoti um að skólinn hefði aðgang að garðinum sem „lifandi“ kennslustofu. Þetta samstarf er eins og best verður á kosið, allt öðrum vinnubrögðum og hugsun þarf að beita við vinnu í gömlum görðum en nýjum.
 
Háöldruð reynitré
 
Í fyrstu vinnuferð skólans haustið 2015 var hugað að trjágróðri. Reynitrén í garðinum eru orðin háöldruð, elstu 120 ára, og sum voru orðin hættuleg umhverfinu. Þarna fengu nemendur góða sýnikennslu í hvernig gömul tré eru felld, þannig að ekki stafi hætta af.
 
Allt nýtilegt timbur var hirt með það í huga að seinna gæfist tækifæri til að vinna úr því.
Ekki reyndist unnt að fletta bolun­um á Tumastöðum, sem auðvitað hefði verið æskilegt fjar­lægð­arinnar vegna.
 
Í sumarferð Félags skógar­eigenda á Suðurlandi 2017 voru skógarbændur á Giljalandi í Skaft­ár­tungum heim­sóttir, þau Þuríður Jónsdóttir og Sigurður Ólafsson. Þau tóku á móti hópnum með kostum og kynjum, sýndu ferðalöngum framkvæmdir á staðnum og ræktun sína og ýmis tæki til viðarvinnslu. Ekki er að orðlengja það að Sigurður var reiðubúinn til að fletta reyniviðarbolunum gömlu frá Múlakoti og gerði það af stakri snilld.
 
Hugmyndin um húsgagnasmíð hafði fæðst nokkru áður og var flettivinnu hagað með það í huga. 
Leit að smiðnum tók nokkurn tíma en hann fannst í Landbrotinu. Skúli Jónsson frá Þykkvabæ galdraði fram ótrúlega skemmtileg garðhúsgögn, þrjú stór borð og viðeigandi bekki, tvö minni ásamt bekkjum og loks bekk með baki, sem fékk nafnið harmonikkubekkurinn, með Ljósakvöld framtíðarinnar í Múlakotsgarðinum í huga.
 
Loks var eftir að finna bestu viðarvörnina, en þar komu „sérfræð­ing­ar að sunnan“, starfsmenn Máln­ingar hf. til sögunnar, lögðu fram efni, leiðbeindu jarðareigendum og gerðust félagar í Vinafélagi gamla bæjarins í Múlakoti.
 
Þarna er samvinna fólks úr þremur sýslum Suðurlands, Árness-, Rangárvalla- og Skaftafellssýslu, auk höfuðborgarsvæðisins, eins og best getur orðið.
 
Höfundar: Sigríður Hjartar og Stefán Guðbergsson, skógarbændur í Múlakoti.
 

4 myndir:

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...