Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Stjórn Samtaka ungra bænda. Steinþór Logi Arnarsson, Birgir Örn Hauksson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Þórunn Dís Þórunnardóttir og Guðmundur Bjarnason.
Stjórn Samtaka ungra bænda. Steinþór Logi Arnarsson, Birgir Örn Hauksson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Þórunn Dís Þórunnardóttir og Guðmundur Bjarnason.
Mynd / SUB
Fréttir 22. janúar 2019

Samtök ungra bænda vilja innlausnarmarkað í mjólkurframleiðslu

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Samtök ungra bænda héldu aðalfund sinn á Öngulsstöðum í Eyjafirði um liðna helgi. Á fundinum var samþykkt stefnumótun samtakanna til næstu fimm ára sem verður kynnt á næstu misserum. Á dagskrá fundarins voru meðal annars ályktanir um afstöðu samtakanna til framleiðslustýringar í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu.

Vilja áfram framleiðslustýringu

Fundurinn telur að hagsmunum ungra bænda í mjólkurframleiðslu sé best varið með því að viðhalda framleiðslustýringu í greininni. Vísað var í tilvonandi atkvæðagreiðslu um framtíð kvótakerfis í mjólk og því beint til stjórna Bændasamtakanna og Landssambands kúabænda að ef greiðslumark verði kosið áfram þá verði settur á endurbættur innlausnarmarkaður með útgefnu verði sem yrði tvöfalt afurðarverð. Ungir bændur leggja áherslu á að nýliðar verði áfram í forgangshópi að greiðslumarki.

Fagna tilkomu markaðs með greiðslumark í sauðfé

Í ályktun í tengslum við efni endurskoðaðs sauðfjársamnings kemur fram að fundurinn fagni tilkomu markaðs fyrir greiðslumark í sauðfjárrækt. „Það er von samtakanna að fyrirkomulagi markaðsins verði þannig komið fyrir að ungir bændur verði í forgangi á kaupum á greiðslumarki,“ segir jafnframt í ályktuninni.

Jóna Björg áfram formaður

Ný stjórn var kjörin á fundinum en tveir stjórnarmenn höfðu lokið kjörtímabili sínu, þeir Jóhannes Kristjánsson og Jón Elvar Gunnarsson. Þeim var þakkað gott starf í þágu samtakanna á liðnum árum. Jóna Björg Hlöðversdóttir er áfram formaður en öðru leyti skipa stjórn Samtaka ungra bænda þau Guðmundur Bjarnason, varaformaður, Steinþór Logi Arnarsson, gjaldkeri, Þórunn Dís Þórunnardóttir, ritari og Birgir Örn Hauksson, meðstjórnandi.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...