Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stjórn Samtaka ungra bænda. Steinþór Logi Arnarsson, Birgir Örn Hauksson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Þórunn Dís Þórunnardóttir og Guðmundur Bjarnason.
Stjórn Samtaka ungra bænda. Steinþór Logi Arnarsson, Birgir Örn Hauksson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Þórunn Dís Þórunnardóttir og Guðmundur Bjarnason.
Mynd / SUB
Fréttir 22. janúar 2019

Samtök ungra bænda vilja innlausnarmarkað í mjólkurframleiðslu

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Samtök ungra bænda héldu aðalfund sinn á Öngulsstöðum í Eyjafirði um liðna helgi. Á fundinum var samþykkt stefnumótun samtakanna til næstu fimm ára sem verður kynnt á næstu misserum. Á dagskrá fundarins voru meðal annars ályktanir um afstöðu samtakanna til framleiðslustýringar í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu.

Vilja áfram framleiðslustýringu

Fundurinn telur að hagsmunum ungra bænda í mjólkurframleiðslu sé best varið með því að viðhalda framleiðslustýringu í greininni. Vísað var í tilvonandi atkvæðagreiðslu um framtíð kvótakerfis í mjólk og því beint til stjórna Bændasamtakanna og Landssambands kúabænda að ef greiðslumark verði kosið áfram þá verði settur á endurbættur innlausnarmarkaður með útgefnu verði sem yrði tvöfalt afurðarverð. Ungir bændur leggja áherslu á að nýliðar verði áfram í forgangshópi að greiðslumarki.

Fagna tilkomu markaðs með greiðslumark í sauðfé

Í ályktun í tengslum við efni endurskoðaðs sauðfjársamnings kemur fram að fundurinn fagni tilkomu markaðs fyrir greiðslumark í sauðfjárrækt. „Það er von samtakanna að fyrirkomulagi markaðsins verði þannig komið fyrir að ungir bændur verði í forgangi á kaupum á greiðslumarki,“ segir jafnframt í ályktuninni.

Jóna Björg áfram formaður

Ný stjórn var kjörin á fundinum en tveir stjórnarmenn höfðu lokið kjörtímabili sínu, þeir Jóhannes Kristjánsson og Jón Elvar Gunnarsson. Þeim var þakkað gott starf í þágu samtakanna á liðnum árum. Jóna Björg Hlöðversdóttir er áfram formaður en öðru leyti skipa stjórn Samtaka ungra bænda þau Guðmundur Bjarnason, varaformaður, Steinþór Logi Arnarsson, gjaldkeri, Þórunn Dís Þórunnardóttir, ritari og Birgir Örn Hauksson, meðstjórnandi.

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...