Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stjórn Samtaka ungra bænda. Steinþór Logi Arnarsson, Birgir Örn Hauksson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Þórunn Dís Þórunnardóttir og Guðmundur Bjarnason.
Stjórn Samtaka ungra bænda. Steinþór Logi Arnarsson, Birgir Örn Hauksson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Þórunn Dís Þórunnardóttir og Guðmundur Bjarnason.
Mynd / SUB
Fréttir 22. janúar 2019

Samtök ungra bænda vilja innlausnarmarkað í mjólkurframleiðslu

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Samtök ungra bænda héldu aðalfund sinn á Öngulsstöðum í Eyjafirði um liðna helgi. Á fundinum var samþykkt stefnumótun samtakanna til næstu fimm ára sem verður kynnt á næstu misserum. Á dagskrá fundarins voru meðal annars ályktanir um afstöðu samtakanna til framleiðslustýringar í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu.

Vilja áfram framleiðslustýringu

Fundurinn telur að hagsmunum ungra bænda í mjólkurframleiðslu sé best varið með því að viðhalda framleiðslustýringu í greininni. Vísað var í tilvonandi atkvæðagreiðslu um framtíð kvótakerfis í mjólk og því beint til stjórna Bændasamtakanna og Landssambands kúabænda að ef greiðslumark verði kosið áfram þá verði settur á endurbættur innlausnarmarkaður með útgefnu verði sem yrði tvöfalt afurðarverð. Ungir bændur leggja áherslu á að nýliðar verði áfram í forgangshópi að greiðslumarki.

Fagna tilkomu markaðs með greiðslumark í sauðfé

Í ályktun í tengslum við efni endurskoðaðs sauðfjársamnings kemur fram að fundurinn fagni tilkomu markaðs fyrir greiðslumark í sauðfjárrækt. „Það er von samtakanna að fyrirkomulagi markaðsins verði þannig komið fyrir að ungir bændur verði í forgangi á kaupum á greiðslumarki,“ segir jafnframt í ályktuninni.

Jóna Björg áfram formaður

Ný stjórn var kjörin á fundinum en tveir stjórnarmenn höfðu lokið kjörtímabili sínu, þeir Jóhannes Kristjánsson og Jón Elvar Gunnarsson. Þeim var þakkað gott starf í þágu samtakanna á liðnum árum. Jóna Björg Hlöðversdóttir er áfram formaður en öðru leyti skipa stjórn Samtaka ungra bænda þau Guðmundur Bjarnason, varaformaður, Steinþór Logi Arnarsson, gjaldkeri, Þórunn Dís Þórunnardóttir, ritari og Birgir Örn Hauksson, meðstjórnandi.

Rannsakar skyggnar konur
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenn...

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Blás...

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...