Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Stjórn Samtaka ungra bænda. Steinþór Logi Arnarsson, Birgir Örn Hauksson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Þórunn Dís Þórunnardóttir og Guðmundur Bjarnason.
Stjórn Samtaka ungra bænda. Steinþór Logi Arnarsson, Birgir Örn Hauksson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Þórunn Dís Þórunnardóttir og Guðmundur Bjarnason.
Mynd / SUB
Fréttir 22. janúar 2019

Samtök ungra bænda vilja innlausnarmarkað í mjólkurframleiðslu

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Samtök ungra bænda héldu aðalfund sinn á Öngulsstöðum í Eyjafirði um liðna helgi. Á fundinum var samþykkt stefnumótun samtakanna til næstu fimm ára sem verður kynnt á næstu misserum. Á dagskrá fundarins voru meðal annars ályktanir um afstöðu samtakanna til framleiðslustýringar í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu.

Vilja áfram framleiðslustýringu

Fundurinn telur að hagsmunum ungra bænda í mjólkurframleiðslu sé best varið með því að viðhalda framleiðslustýringu í greininni. Vísað var í tilvonandi atkvæðagreiðslu um framtíð kvótakerfis í mjólk og því beint til stjórna Bændasamtakanna og Landssambands kúabænda að ef greiðslumark verði kosið áfram þá verði settur á endurbættur innlausnarmarkaður með útgefnu verði sem yrði tvöfalt afurðarverð. Ungir bændur leggja áherslu á að nýliðar verði áfram í forgangshópi að greiðslumarki.

Fagna tilkomu markaðs með greiðslumark í sauðfé

Í ályktun í tengslum við efni endurskoðaðs sauðfjársamnings kemur fram að fundurinn fagni tilkomu markaðs fyrir greiðslumark í sauðfjárrækt. „Það er von samtakanna að fyrirkomulagi markaðsins verði þannig komið fyrir að ungir bændur verði í forgangi á kaupum á greiðslumarki,“ segir jafnframt í ályktuninni.

Jóna Björg áfram formaður

Ný stjórn var kjörin á fundinum en tveir stjórnarmenn höfðu lokið kjörtímabili sínu, þeir Jóhannes Kristjánsson og Jón Elvar Gunnarsson. Þeim var þakkað gott starf í þágu samtakanna á liðnum árum. Jóna Björg Hlöðversdóttir er áfram formaður en öðru leyti skipa stjórn Samtaka ungra bænda þau Guðmundur Bjarnason, varaformaður, Steinþór Logi Arnarsson, gjaldkeri, Þórunn Dís Þórunnardóttir, ritari og Birgir Örn Hauksson, meðstjórnandi.

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...