Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Samtök ungra bænda héldu aðalfund sinn á Egilsstöðum
Mynd / Herdís Magna Gunnarsdóttir
Líf og starf 13. mars 2017

Samtök ungra bænda héldu aðalfund sinn á Egilsstöðum

Árshátíð og aðalfundur Samtaka ungra bænda var haldinn á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum 25. febrúar síðastliðinn. Vel var mætt bæði á aðalfund og árshátíð þrátt fyrir að vont veður hafi aðeins látið á sér kræla. 
 
Á aðalfundi voru fjörugar umræður að venju og ályktanir samþykktar um fræðslustarf samtakanna, áhyggjur af fækkun kúabúa, hvernig reglugerðir snúa að nýliðum í landbúnaði auk margra annarra ályktana. Samþykkt var að halda aðalfund og árshátíð að ári á félagssvæði Félags ungra bænda á Suðurlandi.
 
Engar breytingar urðu á stjórn samtakanna að þessu sinni en í stjórn sitja nú Einar Freyr Elínarson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Jóhannes Kristjánsson, Bjarni Rúnarsson og Jón Elvar Gunnarsson. 
 
Félag ungra bænda á Austurlandi stóð fyrir glæsilegri árshátíð samtakanna á Hótel Valaskjálf að kvöldi 25. febrúar. Veislustjóri kvöldsins var Stefán Bogi Sveinsson sem skemmti viðstöddum fram eftir kvöldi. 
Stjórn Samtaka ungra bænda þakkar öllum kærlega fyrir komuna og ekki síst Félagi ungra bænda á Austurlandi fyrir góðar móttökur! 
 
 
Ungir bændur skemmtu sér vel á árshátíð eftir vel heppnaðan aðalfund í Valaskjálf á Egilsstöðum. 
 
Ungbændur skemmtu sér vel yfir óborganlegri speki sem hraut af vörum Stefáns Boga Sveinssonar, en hann var veislustjóri á árshátíðinni. 
Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...