Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Samtök ungra bænda héldu aðalfund sinn á Egilsstöðum
Mynd / Herdís Magna Gunnarsdóttir
Líf og starf 13. mars 2017

Samtök ungra bænda héldu aðalfund sinn á Egilsstöðum

Árshátíð og aðalfundur Samtaka ungra bænda var haldinn á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum 25. febrúar síðastliðinn. Vel var mætt bæði á aðalfund og árshátíð þrátt fyrir að vont veður hafi aðeins látið á sér kræla. 
 
Á aðalfundi voru fjörugar umræður að venju og ályktanir samþykktar um fræðslustarf samtakanna, áhyggjur af fækkun kúabúa, hvernig reglugerðir snúa að nýliðum í landbúnaði auk margra annarra ályktana. Samþykkt var að halda aðalfund og árshátíð að ári á félagssvæði Félags ungra bænda á Suðurlandi.
 
Engar breytingar urðu á stjórn samtakanna að þessu sinni en í stjórn sitja nú Einar Freyr Elínarson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Jóhannes Kristjánsson, Bjarni Rúnarsson og Jón Elvar Gunnarsson. 
 
Félag ungra bænda á Austurlandi stóð fyrir glæsilegri árshátíð samtakanna á Hótel Valaskjálf að kvöldi 25. febrúar. Veislustjóri kvöldsins var Stefán Bogi Sveinsson sem skemmti viðstöddum fram eftir kvöldi. 
Stjórn Samtaka ungra bænda þakkar öllum kærlega fyrir komuna og ekki síst Félagi ungra bænda á Austurlandi fyrir góðar móttökur! 
 
 
Ungir bændur skemmtu sér vel á árshátíð eftir vel heppnaðan aðalfund í Valaskjálf á Egilsstöðum. 
 
Ungbændur skemmtu sér vel yfir óborganlegri speki sem hraut af vörum Stefáns Boga Sveinssonar, en hann var veislustjóri á árshátíðinni. 
Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...