Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Samtök ungra bænda héldu aðalfund sinn á Egilsstöðum
Mynd / Herdís Magna Gunnarsdóttir
Líf og starf 13. mars 2017

Samtök ungra bænda héldu aðalfund sinn á Egilsstöðum

Árshátíð og aðalfundur Samtaka ungra bænda var haldinn á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum 25. febrúar síðastliðinn. Vel var mætt bæði á aðalfund og árshátíð þrátt fyrir að vont veður hafi aðeins látið á sér kræla. 
 
Á aðalfundi voru fjörugar umræður að venju og ályktanir samþykktar um fræðslustarf samtakanna, áhyggjur af fækkun kúabúa, hvernig reglugerðir snúa að nýliðum í landbúnaði auk margra annarra ályktana. Samþykkt var að halda aðalfund og árshátíð að ári á félagssvæði Félags ungra bænda á Suðurlandi.
 
Engar breytingar urðu á stjórn samtakanna að þessu sinni en í stjórn sitja nú Einar Freyr Elínarson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Jóhannes Kristjánsson, Bjarni Rúnarsson og Jón Elvar Gunnarsson. 
 
Félag ungra bænda á Austurlandi stóð fyrir glæsilegri árshátíð samtakanna á Hótel Valaskjálf að kvöldi 25. febrúar. Veislustjóri kvöldsins var Stefán Bogi Sveinsson sem skemmti viðstöddum fram eftir kvöldi. 
Stjórn Samtaka ungra bænda þakkar öllum kærlega fyrir komuna og ekki síst Félagi ungra bænda á Austurlandi fyrir góðar móttökur! 
 
 
Ungir bændur skemmtu sér vel á árshátíð eftir vel heppnaðan aðalfund í Valaskjálf á Egilsstöðum. 
 
Ungbændur skemmtu sér vel yfir óborganlegri speki sem hraut af vörum Stefáns Boga Sveinssonar, en hann var veislustjóri á árshátíðinni. 
Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...

Ratcliffe er fjórði stærsti landeigandi Íslands
Fréttir 6. febrúar 2025

Ratcliffe er fjórði stærsti landeigandi Íslands

Hægt er að fá vísbendingar um eignasöfnun einstakra aðila á landi út frá landeig...

Garðyrkjubændur bíða eftir útspili stjórnvalda
Fréttir 6. febrúar 2025

Garðyrkjubændur bíða eftir útspili stjórnvalda

Miklar raforkuverðshækkanir á garðyrkjubændur í ylrækt nú um áramótin koma illa ...