Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Samtök ungra bænda héldu aðalfund sinn á Egilsstöðum
Mynd / Herdís Magna Gunnarsdóttir
Líf og starf 13. mars 2017

Samtök ungra bænda héldu aðalfund sinn á Egilsstöðum

Árshátíð og aðalfundur Samtaka ungra bænda var haldinn á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum 25. febrúar síðastliðinn. Vel var mætt bæði á aðalfund og árshátíð þrátt fyrir að vont veður hafi aðeins látið á sér kræla. 
 
Á aðalfundi voru fjörugar umræður að venju og ályktanir samþykktar um fræðslustarf samtakanna, áhyggjur af fækkun kúabúa, hvernig reglugerðir snúa að nýliðum í landbúnaði auk margra annarra ályktana. Samþykkt var að halda aðalfund og árshátíð að ári á félagssvæði Félags ungra bænda á Suðurlandi.
 
Engar breytingar urðu á stjórn samtakanna að þessu sinni en í stjórn sitja nú Einar Freyr Elínarson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Jóhannes Kristjánsson, Bjarni Rúnarsson og Jón Elvar Gunnarsson. 
 
Félag ungra bænda á Austurlandi stóð fyrir glæsilegri árshátíð samtakanna á Hótel Valaskjálf að kvöldi 25. febrúar. Veislustjóri kvöldsins var Stefán Bogi Sveinsson sem skemmti viðstöddum fram eftir kvöldi. 
Stjórn Samtaka ungra bænda þakkar öllum kærlega fyrir komuna og ekki síst Félagi ungra bænda á Austurlandi fyrir góðar móttökur! 
 
 
Ungir bændur skemmtu sér vel á árshátíð eftir vel heppnaðan aðalfund í Valaskjálf á Egilsstöðum. 
 
Ungbændur skemmtu sér vel yfir óborganlegri speki sem hraut af vörum Stefáns Boga Sveinssonar, en hann var veislustjóri á árshátíðinni. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...