Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Samtök launþega nýta ekki rétt sinn til tilnefninga í verðlagsnefnd búvara
Fréttir 1. júní 2018

Samtök launþega nýta ekki rétt sinn til tilnefninga í verðlagsnefnd búvara

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samtök launþega hafa ákveðið að nýta ekki rétt sinn til tilnefningar tveggja fulltrúa í verðlagsnefnd búvara og þar af leiðandi hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra falið félags- og jafnréttismálaráðherra að tilnefna tvo fulltrúa í nefndina í samræmi við búvörulög.

Samkvæmt 7. gr. búvörulaga nr. 99/1993 skipar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verðlagsnefnd búvara. Tveir fulltrúar skulu tilnefndir af samtökum launþega, tveir af Bændasamtökum Íslands og tveir af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Nú hefur komið í ljós að samtök launþega, þ.e. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og stjórn Alþýðusambands Íslands hafa ákveðið að nýta ekki rétt sinn til tilnefningar. Með vísan til þess og í samræmi við 2. málsl. 7. mgr. 7. gr. búvörulaga hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskað þess að félags- og jafnréttismálaráðherra tilnefni tvo fulltrúa í verðlagsnefnd.

Tilnefningu fulltrúa í verðlagsnefnd búvara skal vera lokið 15. júní nk. og nefndin skal fullskipuð 1. júlí 2018.

Skylt efni: Verðlagsnefnd

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...