Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Samtök launþega nýta ekki rétt sinn til tilnefninga í verðlagsnefnd búvara
Fréttir 1. júní 2018

Samtök launþega nýta ekki rétt sinn til tilnefninga í verðlagsnefnd búvara

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samtök launþega hafa ákveðið að nýta ekki rétt sinn til tilnefningar tveggja fulltrúa í verðlagsnefnd búvara og þar af leiðandi hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra falið félags- og jafnréttismálaráðherra að tilnefna tvo fulltrúa í nefndina í samræmi við búvörulög.

Samkvæmt 7. gr. búvörulaga nr. 99/1993 skipar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verðlagsnefnd búvara. Tveir fulltrúar skulu tilnefndir af samtökum launþega, tveir af Bændasamtökum Íslands og tveir af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Nú hefur komið í ljós að samtök launþega, þ.e. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og stjórn Alþýðusambands Íslands hafa ákveðið að nýta ekki rétt sinn til tilnefningar. Með vísan til þess og í samræmi við 2. málsl. 7. mgr. 7. gr. búvörulaga hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskað þess að félags- og jafnréttismálaráðherra tilnefni tvo fulltrúa í verðlagsnefnd.

Tilnefningu fulltrúa í verðlagsnefnd búvara skal vera lokið 15. júní nk. og nefndin skal fullskipuð 1. júlí 2018.

Skylt efni: Verðlagsnefnd

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og að...

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið
Fréttir 17. mars 2023

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið

Á nýafstöðnu búgreinaþingi samþykkti deild nautgripabænda ályktun þar sem bent e...

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður
Fréttir 17. mars 2023

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður

Búgreinadeild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands samþykkti tillögu á nýliðn...

Fagþing sauðfjárræktarinnar
Fréttir 17. mars 2023

Fagþing sauðfjárræktarinnar

Fagþing sauðfjárræktarinnar 2023 verður haldið í Ásgarði á Hvanneyri fimmtudagin...

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum
Fréttir 16. mars 2023

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum

Á búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda á dögunum var tillaga samþykkt þar sem því...

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr
Fréttir 16. mars 2023

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr

Nautgripabændur vilja greiðslur fyrir framleiðslutengda liði mjólkur. Í ályktun ...

Jarfi frá Helgavatni besta nautið
Fréttir 16. mars 2023

Jarfi frá Helgavatni besta nautið

Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði hlaut nafnbótina besta nau...

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum
Fréttir 15. mars 2023

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum

Á þingi búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá BÍ var samþykkt sú tillaga að stjórn d...