Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Fréttir 14. desember 2021

Samþjöppun veiðiheimilda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, vakti athygli á áframhaldandi samþjöppun veiðiheimilda í króka­­aflamarkinu á aðalfundi LS sem haldinn var fyrir skömmu.

Að sögn Arnar er ekkert lát á samþjöpp­uninni og er nú svo komið að 50 stærstu bátar í krókaaflamarkinu eru með 91% heildarúthlutunar þorskígilda í kerfinu og hefur hlutdeild þeirra hefði vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum.

Jafnframt kom fram að 202 bátar hefðu fengið úthlutað meiru en 10 þorskígildum, þannig að 152 bátar skipta með sér 9% hennar.

Fjölmargir eigendur krókaaflamarksbáta hefðu kosið að bæta við sig veiðiheimildum, en því miður ekki haft árangur sem erfiði. Nánast útilokað að keppa við stórar útgerðir sem jafnframt hafa vinnslu á bakvið sig.


Grunnur ehf. er með mestu krókaaflamarkshlutdeildina 4,66% en hámarkið er 5%. Tíu stærstu eru með 38,6% af heildinni.

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...