Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Fréttir 14. desember 2021

Samþjöppun veiðiheimilda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, vakti athygli á áframhaldandi samþjöppun veiðiheimilda í króka­­aflamarkinu á aðalfundi LS sem haldinn var fyrir skömmu.

Að sögn Arnar er ekkert lát á samþjöpp­uninni og er nú svo komið að 50 stærstu bátar í krókaaflamarkinu eru með 91% heildarúthlutunar þorskígilda í kerfinu og hefur hlutdeild þeirra hefði vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum.

Jafnframt kom fram að 202 bátar hefðu fengið úthlutað meiru en 10 þorskígildum, þannig að 152 bátar skipta með sér 9% hennar.

Fjölmargir eigendur krókaaflamarksbáta hefðu kosið að bæta við sig veiðiheimildum, en því miður ekki haft árangur sem erfiði. Nánast útilokað að keppa við stórar útgerðir sem jafnframt hafa vinnslu á bakvið sig.


Grunnur ehf. er með mestu krókaaflamarkshlutdeildina 4,66% en hámarkið er 5%. Tíu stærstu eru með 38,6% af heildinni.

Fjölmennum eigendahópum fjölgar
Fréttir 26. mars 2025

Fjölmennum eigendahópum fjölgar

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun jarða í fjölmennri sameign. Sé miðað v...

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...