Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Á vefnum matarsoun.is kemur fram að Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að um 1,3 milljónir tonna af mat fari í ruslið á hverju ári.
Á vefnum matarsoun.is kemur fram að Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að um 1,3 milljónir tonna af mat fari í ruslið á hverju ári.
Mynd / 'matarsoun.is
Fréttir 12. september 2014

Samstöðuhátíð gegn matarsóun var haldin í Hörpu

Höfundur: /smh

Samstöðuhátíðin „Saman gegn matarsóun“ var haldin í Hörpu 6. september síðastliðinn. Hátíðin er liður í norrænu samvinnuverkefni (United Against Food Waste Nordic) sem gengur út á að minnka sóun á mat á öllum stigum framleiðslu og neyslu.

Viðburðir verða haldnir hjá öllum Norðurlandaþjóðunum á tímabilinu júní til október 2014 en verkefnið er hugsað til eins árs í senn. Auk viðburðarins í Hörpu verður framleidd heimildarmynd um matarsóun, gefin út matreiðslubók, framleiddur sjónvarpsþáttur, haldin námskeið fyrir almenning og stór málstofa verður skipulögð með aðkomu fagfólks.

Málefninu komið í umræðuna

Markmið samvinnuverkefnis er að koma matarsóun í umræðuna á Norðurlöndunum og finna raunverulegar lausnir. Það er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) en matarsóun er málefni sem skiptir miklu máli á heimsvísu og varðar umhverfismál, efnahagsmál og samfélagslega ábyrgð.

Á vefslóðinni matarsoun.is má finna nánari upplýsingar um verkefnið og ýmsan hagnýtan fróðleik, sem getur komið að gagni fyrir fólk sem vill minnka sóun á matvælum.

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.