Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Á vefnum matarsoun.is kemur fram að Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að um 1,3 milljónir tonna af mat fari í ruslið á hverju ári.
Á vefnum matarsoun.is kemur fram að Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að um 1,3 milljónir tonna af mat fari í ruslið á hverju ári.
Mynd / 'matarsoun.is
Fréttir 12. september 2014

Samstöðuhátíð gegn matarsóun var haldin í Hörpu

Höfundur: /smh

Samstöðuhátíðin „Saman gegn matarsóun“ var haldin í Hörpu 6. september síðastliðinn. Hátíðin er liður í norrænu samvinnuverkefni (United Against Food Waste Nordic) sem gengur út á að minnka sóun á mat á öllum stigum framleiðslu og neyslu.

Viðburðir verða haldnir hjá öllum Norðurlandaþjóðunum á tímabilinu júní til október 2014 en verkefnið er hugsað til eins árs í senn. Auk viðburðarins í Hörpu verður framleidd heimildarmynd um matarsóun, gefin út matreiðslubók, framleiddur sjónvarpsþáttur, haldin námskeið fyrir almenning og stór málstofa verður skipulögð með aðkomu fagfólks.

Málefninu komið í umræðuna

Markmið samvinnuverkefnis er að koma matarsóun í umræðuna á Norðurlöndunum og finna raunverulegar lausnir. Það er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) en matarsóun er málefni sem skiptir miklu máli á heimsvísu og varðar umhverfismál, efnahagsmál og samfélagslega ábyrgð.

Á vefslóðinni matarsoun.is má finna nánari upplýsingar um verkefnið og ýmsan hagnýtan fróðleik, sem getur komið að gagni fyrir fólk sem vill minnka sóun á matvælum.

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri
Fréttir 23. júní 2025

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri

Í gömlu ræktunarstöðinni við Krókeyri á Akureyri eru matjurtagarðar bæjarins þar...

Aukinn útflutningur á reiðhestum
Fréttir 23. júní 2025

Aukinn útflutningur á reiðhestum

Útflutningur á hrossum sveiflast nokkuð milli ára en samkvæmt gögnum Hagstofunna...

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...